Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Qupperneq 19
TUMI LITLI. 115 væri fimm mílufjórðungum neðar en inngang- urinn til hellisins. t*eir tóku þau þó í bátinn, og reru með þau að húsi nokkru, þar sem þau fengu mat °g drykk og hvíldu sig dálítið; reru þeir svo uieð þau til þorpsins. Nokkru fyrir dagrenn- >ng var búið að hafa upp á dómaranum, og þeim er með honum voru, með hjálp snúru þeirrar er þeir höfðu rakið upp að baki sér. En það er ekkert spaug að þola hungur og áreynslu í þrjá sólarhringa. Enda urðu börn- in að liggja rúmföst í tvo daga, og Bekka fór jafnvel ekki út úr herbergi sínu fyr en á sunnu- dag, og var þá í útliti eins og hún væri ný- staðin upp úr langri legu. Tumi frétti nú að Huck lægi hættulega veikur og fór því að vitja hans á föstudaginn, en fekk ekki að sjá hann fyr en nokkrum dög- um síðar og þá með þeim skilmálum, að hann segði honum engar þær fréttir er á nokkurn hátt gætu haft æsandi áhrif á hann, eins og t. d. hellisæfintýrið. Heima frétti Tumi um atburðinn á Cardiff- hæðinni og það með, að skömmu síðar hefði fundist lík af manni, sem enginn þekti í fljót- inu; var haldið að það væri af félaga Jóa, sem að líkindum hefði druknað á flóttanum. Hérumbil hálfum mánuði eftir heimkomu Tuma var Huck orðinn svo hress, að hann þoldi vel að heyra dálítið æsandi fréttir; enda hélt Tumi að hann hefði ekki nema gott af að fá dálítinn skamt af því lyfi. Hús Thatchers dómara var í leiðinni, og skrapp hann því þangað um leið, til að vita hvernig Bekku •iði. Faðir hennar og fleiri, er þar voru stadd- ir, fóru að tala við Tuma, og spurðu hann, hvort hann mundi vilja ransaka hellinn á ný; ekki kvaðst Tumi mundu hafa neitt á móti því, ef hann væri vel útbúinn. sÞað mun nú enginn villast framar í helli þessum,* mælti dómarinn, »því svo þykist eg hafa um búið!« »Hvernig þá?« spurði Tumi. »Eg hefi látið járnslá eikarhurðina og læst henni með þrem lásum, sem eg geymi sjálfur lýklana að!« Tumi varð hvítur sem nár er hann heyrði þetta, enda tók dómarinn eftir því og sagði: »Hvað ætli gangi að drengnum? Komið með vatnsglas!« Vatnið kom að vörmu spori og var dreypt á Tuma. »Jæja, nú ertu aftur orðinn eins og ný- sleginn túskildingur! Hvað gekk að þér, dreng- ur minn?« sagði dómarinn. »Ó, herra dómari! Þér hafið lokað Indiana- Jóa inni í hellinum!* XXIX. Eftir fáeinar mínútur var þessi fregn ílogin út um þorpið, og ekki leið á löngu, áður en tíu bátar, vel mannaðir, reru á stað áleiðis til hellisins. Tumi var á bátnum með dómaranum. Pegar hinni ramgjörvu eikarhurð var upp lok- ið, mætti þeim er inn gengu, ömurleg sjón í hálfrökkrinu. Indiana-Jói lá þar steindauður með andlitið fast við rifu eina, er var með fram öðrum dyrastafnum. Það var rétt eins og hann til síðustu stundar hefði horft löngunarfullum augum á dagsljósið og lífið úti fyrir. Hann hafði orðið hungurmorða! Tumi komst mjög við er hann fór að hugsa um hvað þessi aum- ingi hefði mátt líða, því hann vissi nú af eig- in reynslu, hvað það var að líða hungur og hugarkvalir. En þó varð hann i öðru feginn, því nú mátti hann loksins um frjálst höfuð strjúka. Hnífur Indiana-Jóa lá brotinn hjá honum. Hinn viðamikli og harði eikarbjálki, er var þröskuldur dyranna, hafði því nær verið tálg- aður sundur með ósegjanlega mikilli fyrirhöfn. En það hafði verið árangurslaust verk, því bjálkinn lá innan við klettstall einn og á harðri klöppinni hafði hinn veiki hnífur brotnað. Kert- isstubbar þeir er menn skildu oft eftir í rifum á berginu við innganginn, voru allir horfnir. Hann hafði að líkindum satt með þeim hung- ur sitt. Sömuleiðis sáu menn að honum hafði tekist að ná í fáeinar leðurblökur, því menn fundu hjá honum klær af þeim. Skamt frá inn- ganginum hafði, eftir því sem aldir liðu, mynd- 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.