Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 22
118 NYJAR KVÖLDVÖKUR. klettinn. Sérðu nokkuð — þarna yfir á stóra klettinum—málað með sóti?« s>Pað er kross\« »Já, svo er það, og hvar ætli talan 2 sé svo? Undir krossinum — er ekki svo! Jú, það held eg verði nú að vera! Parna sá eg ein- mitt Indíana-Jóa standa með kertið í hendinni.« Huck starði á þetta leyndardómsfulla teikn og mælti svo með skjálfandi röddu: >>Við skul- um fara héðan hið skjótasta!« »Ertu genginn af göflunum — og skilja gullkassann eftir ?« »Já, við skulum bara láta hann eiga sig. Eg er alveg hárviss um að Indiana-Jói situr afturgenginn á gullkassanum sínum, og ekki verður dælla að eiga við hann nú heldur en í lifanda lifi!« »Hvaða vitleysa! Hann er ekki hér á sveimi; heldur mundi það vera þar sem hann dó, við innganginn til hellisins; en það er nú spölur þangað.« »Nei, ekki er eg á þeirri skoðun. Eg hélt nú annars að þú hefðir oft heyrt það, að draug- ar halda sig gjarnast hjá peningum.« Tumi fór nú að verða á báðum áttum, en loks datt honum mesta snallræði í hug: »Við erum laglegir asnar að ímynda okkur það, að afturganga annars eins þorpara og tndiana-Jói var, haldist við þar sem krossmark er nálægt !« »Nei, eftir á að hyggja, þá virðist það næsta ólíklegt að svo muni vera. Pað var gagn að biessaður krossinn skuli vera þarna; getum við nú óhræddir klöngrast þarna niður og leit- að að kassanum.« (Meira.) Bókmentir. Altaf rignir kvæðabókunum niður hjá oss íslendingum á þessari takmarkalausu skáldaöld. Pað er meir en lítill andlegur kraftur, sem var- ið er í landinu til þess að yrkja nú á tímum, og eg held sannast að segja, að þeim atidans kröftum væri enn betur varið til annars. Skáld- skapurinn er eins og annað krydd, að minsta kosti Ijóðakveðskapurinn, til þess að gera bók- mentirnar munntamari og yndislegri, en ekki nema hjá einstöku mönnum svo magnaður og lífgæfur, að hann hafi veruleg áhrif eða þýð- ingu fyrir sinn tíma. Hann málar að vísu oft hugbrigði þau og hugsunarstefnur, sem ofan á eru á tilteknum tímabilum og hefir því oft mikla menningarsögulega þýðingu fyrir sinn tíma, Iikt og rómantíkin og svo natúralisminn á 19. öld. En það eru aðeins stórmenni, sem mála; smámennirnir eru bergmálið eftir þeim; það heyrist snöggvast og deyr út. Sumir mála svartar hliðar á lífinu, annaðhvort af því að þeim finst það vera svo, eða þeir halda það eigi að vera svo — halda það verði betur tek- ið eftir sér, ef þeir gera það — vita að fýsir eyru ilt að heyra. Og svo koma aðrir á eftir og mála enn svartara, halda það eigi við að yrkja mest um það sem Ijótt er eða rangt, og dæma þannig sin3 tíð eins og heilagir menn. Hvað þeir minna mig oft á Fariseann í dæmi- sögunni eða séra Oftedal, þessir þjóðlífsdóm- arar í skáldskapnum, sem hafa látið skáldrit sín flóa út yfir Norðurálfuna á síðasta mannsaldri. Þetta hefur auðvitað náð út hingað. Við höfum átt sand af þessum dómurum í skálda- líki, sem hafa látið svipuna ríða um bak sinni samtíð. Og þeir gera það enn, sumir hverjir. Erlendis er þetta alt orðið breytt. Hér erum við á eftir. Við eigum ennþá sáralítið af þessum létta og vonglaða vorhug í kveðskap vorum. Helzt er það ef til vill hjá Hannesi Blöndal. Haf- stein hafði æðina til, en hún hefir þagað svo lengi. Og léttu og glöðu kýmnina, gleðina yfir lífinu vantar okkur svo að segja alveg. Og þó er nóg til af henni í þióðinni. En því þá ekki hjá skáldunum? Líklega af þvf að þeir halda það sé ekki móðins, jafnvel ungu skáldin kunna ekki við sig nema velta sér í uppgerðar sorg- um og hörmungum, eins og þeir haldi að það heyri til — heyri ungum og efnilegum manni til að halda að alt hljóti að vera ilt og fara

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.