Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Side 23
BOKMENTIR. 119 illa, og hrína svo ofan í lúkur sínar í ritum sínum. Eg hef núna fyrir framan mig kvæðakver, sem eg hef fengið nýlega, eftir ungan og ó- kunnan ljóðahöfund: Snœljós, eftir Jakoh Thorarensen. Það er margt laglega sagt í kver- inu, og það bryddir á því að skáldið er að losa sig við eitthvað talsvert af þessum tízku- mörkum, sem aðrir hafa etið upp hver eftir öðrum. Hann yrkir stundum raunasöngva (að fjallabaki, fyr og nú, brot úr bréfi o. fl.), en það er alls ekki ofan á hjá honum sú hug- stilling, heldur miklu fremur einhver von, ein- hver þróttur, sem vonar eftir einhverju í aðra hönd. Og stundum enda kemst hann inn á gletni og kýmni, eins og í vjökulsá á Sólheima- sandi.i »Hrósaðu henni ekki um of,« »Krunk krunk,« og fer það vel. Rað er gaman að sjá hann skopast að brúnrii á Jökulsá, brúnni sem þeir einir geta lagt, sem ekkert þekkja til: »Engir básinn marka mér á mínum eigin sandi. Og prýði á brúnni alt eins er upp á þurru landi,« segir áin! Er það ekki kostulegt dæmi upp á suml annað brutl, þetta, sem hann lætur ána segja? Auðvitað á alt að ganga vel, því að ekki er viljann að efa til þess sem gott er hjá oddvitum þjóðarinnar «(Bient í sortann*): Leggjum í það alla krafta að komast fram úr kargaþýfi kúgunar og frelsis hafta; segja þeir; En þegar átti á að herða atlögunni á virkið trausta, þá fór sérhver sinna ferða, sundraðist þar liðið hrausta. Og svo lenti út í sundrung og deilum og eigingirni: Rá flugust þarna flestir á um fararstjórans völd. »Framar naumast sól þéir sáu,« — segir neðst í annálunum — en þrátt fyrir lýðsins þyngstu plágu þykk voru hold á leiðtogunum.« Eg gæti týnt fleira til, en það þarf ekki; eg gæti líka fundið eitthvað til að finna að; en eg ætla að sleppa því. Form er létt og lipurt, þó ekki nái Guðm. Guðmundssyni. Það er nú fyr gilt en valið sé. Ef skáldið héldi áfram að yrkja í þessum létta kýmnistíl, sem bregður þannig fyrir hjá honum, spái eg honum góðri framtíð. *Hjá gálganum* og «Sambýlið á Jöðrum« mætti fara, sHákallalegur* er aftur gott kvæði. J- J- Lofsöngur. Ó drottinn, eg sé þig í daggperlum smá, í dagroðans litverpu myndum, og stjörnurnar benda mér bústað þinn á, því blikandi, titrandi segja þær frá; og anda þinn finn eg í vinhlýjum vindum, er vakna í himinsins lindum. Ó drottinn, eg sé þig, er blævakin blóm með brosi mót sólinni snúa; í fossinum heyri’ eg þinn himneska róm, við hafniðinn skil eg þinn kraftþrungna dóm, og þar sem að hátyptu hnjúkarnir búa, er himin og jörð saman brúa. Eg sé þig, ó drottinn, í sál minni inst, eg sé þig í ljósvakans,;hjúpi; í augunum bamsins þitt almætti finst, í ylgeislum sólar þinn kærleiki bindst, í blómum, sem vaxa á vizkunnar núpi, í vorblíðu tónanna djúpi. Á ljósbylgjum tímans vér lítum þinn mátt, þig lofar alt, himneski drottinn; þú heimkynni í ódeilisögninni átt, og ekkert svo fjarlægt er, stórt eða smátt, að beri ei augljóst um valdið þitt vottinn; þar veraldar lífsneisti er sprottinn. /• /• Ó.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.