Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1915, Qupperneq 24
120 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Menningarþættir. Alt er það undir atvikum komið hvort menn reka verzlun fyrir eigin reikning eða það er brakúna- eða miðlaverzlun. Hið fyrnefnda er stórum tíðara, sem eðlilegt er, og rekur þá eigandinn verzlunina á eigin ábyrgð, hvort sem hann notar til hennar sitt fé eða annara, sem mjög er títt í smáverzlunum. Bóksalan ein er undanskilin, að svo miklu leyti sem hún tekur sumar bækur af öðrum í fastan reikning, og sumar til tímasölu, þannig að forleggjarinn get- ur kallað heim aftur það óselda þegar honum sýnist, eða seljandi sent þeim aftur það sem selst ekki. Miðlaverzlun er ákaflega algeng. Rað get- ur oft viljað til, að kaupmiðill hefur vöruforða fyrirliggjandi og fær svo ákveðinn hluta af verð- inu fyrir það sem hann selur, líkt eins og ger- ist í bóksölu. Tíðara er þó að miðlar hafa engar vörur fyrirliggjandi, en annast um að vörur seljist gegn vissu gjaldi, er nefna má ó- makslaun (provision.) Pá heitir hann vörubjóð- ur eða kaupmiðill (agent). Mikið af þessari verzlun, er fram fer, einkum yfir stór höf, gengur í gegnum miðla eða brakúna, og meira að segja nærfelt öll stórkaupaverzlun. Kaupmiðillinn eða agentinn greiðir og fyrir sölu verksmiðjanna, útvegar nýjan markað fyrir vörur þeirra, kemur þeim út í viðskiftastraum- inn og á stórhafnir kaupskaparins. Til þess út- heimtist að hann sé hundkunnugur allri við- skiptaþörf í landinu og eigi marga kunningja, sem hann geti haft til að greiða fyrir störfum sínum. Menn gæti jafnvel kallað miðlana menn sem taka að sér störf eftir samningi, því að mið- illinn fær kaup eftir samningi fyrirfram, fyrir fyrir- fram ákveðið starf, en þarf ekki að hafa lokið verki sínu innan ákveðins tíma, heldur getur hagað sér eftir atvikum. Sjálfstæður atvinnurekandi er miðill að því leyti, að hann vinnur ekki fyrir einn einstakan, heldur hefir á hendi vöruboð fyrir marga, og það oft í hinum gagnólíkustu hagsmunagrein- um. En venjulegast^vinnur hver miðill fyrir eina einstaka vörugrein á hinum slærri verzlunar- svæðum. Pannig eru miðlar, sem aðeins hafa að bjóða hrísgrjón, tóbak, kornvörur, bómull, trjávið, hús o. sv. fr., og gera þeir oft stór- feld viðskifti og græða mikið fé án þess að kosta öðru til en tímanum, sem þeir verja til þess. En nú á síðustu tímum hefur farið að brydda á því, að stórsalarnir hafa viljað losast við miðlana og ná beinu sambandi við smásalana eða iðnaðinn. Svo er t. d. með steinolíu og bómull; þannig er miðlaverzlunin að byrja að komast á veg með breytingu, sem verður til þess að draga úr henni. Afgreiðsluverzlun (speditionsverzlun) heitir það, er menn senda út vörur undir sínu eigin nafni, en fyrir annara reikning. Þeir sem þann starfa hafa, eru því fyrst og fremst kaupmenn, sem gera flutningasamninga og sjá um votrygg- ingu, tollgreiðsu og annað sem við þarf, fyrir sendanda. Síðan flutningarnir greindust frá verzluninni sem sérstök atvinnugrein, hefur það lika orðið nauðsynlegt að láta kaupmann ann- ast hagsmuni vörueiganda á ákveðnum stöðum, þar sem þeir láta vörurnar berast frá einu flutningsfari til annars. Afgreiðsluverzlunin hef- ur þvi orðið afarþýðingarmikil atvinnugrein á vörugeýtuslustöðum og í höfnum. í Þýzkalandi og Austurriki er hærra flutningsgjald á járn- brautum fyrir vörur, sem eru minna að þyngd en 5 tonnar, en þær sem eru meira; er því hagur kaupmannsins að senda vörur sínar út í sem stærstum slumpum; en ef þeir senda minna, getur millikaupmaður undir sínu nafni steyptsamanvöruslumpum frá fleirum en einum, til þess það verði svo mikið að nái meiru en 5 tonnum. Hér er ekki rúm til að fara út í að lýsa heimsverzluninni, því að það yrði oflangt mál; en lítillega ætla eg að minnast á tvö lönd, sem einna fremst standa hér í Evrópu; en þess skal aðeins getið, að öll heimsverzlunin núna fyrir stríðið mun hafa velt um 100 miljörðum króna. (Meira.)

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.