Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 2
122
NYJAR KVÖLDVÖKUR
»Hvað ætli strákurinn vilji hingað?« spurði
hann og horfði hvast framan í hana.
»Pað hef eg ekki hugmynd um,« , sagði
hún rólega.
Gabríel gekk beint til marskálksins og rétti
honum niðurlútur hringinn, sem hann hafði
tapað.
»Er ekki nóg af diskum þarna?« sagði mar-
skálkurinn illhryssingslega og sló á hönd drengs-
ins. »Ertu ekki búinn að læra hvernig þú átt
að rétta hluti? Hvar fanstu hringinn?«
»Hann lá við girðinguna — eg þekti hanri
undireins — eg hef ætíð haft ánægju af að
horfa á hann á hönd yðar,« sagði drengurinn
hálfóttasleginn, af því hann hafði fengið eig-
andanum hringinn strax.
»Mjög ánægjulegt fyrir mig,« sagði mar-
skálkurinn háðslega og dró hringinn á hönd
sér. »Shön, gefðu honum köku og spurðu
hann, hvað hann sé að gera hingað.«
Frú Shön þreifaði ofan í vasa sinn og dró
upp lykil, sem hún rétti Gabríel.
»Rú hefur víst ætlað að fá lykilinn?« og
jjar eð Gabríel játaði því, hélt hún áfram:
»Sjúklinginn þyrstir, og eg hef læst niður hind-
berjavökvann.«
»Fyrirs!áttur — það er nóg af þjónustu-
fólki hér á þönum, sem hægt hefði verið að
senda, en það er alt of mikið dekrað við strák-
inn, svo hann ímyndar sér, nð hann megi taka
þált í öllu, sem gerist í höllinni — og láía
þetta koma fyrir í dag; hefur ekki presturinn
bannað honum, svo þér hafið heyrt, að taka
þátt í nokkurri skemtun? Hafið þér gleymt því,
frú Shön? Hann þarf að búa sig undir,« sagði
hann og sneri sér að hertogafrúnni. »Við ákváð-
um í morgun, að hann skyldi að þrem vikum
liðnum, fara í undirbúningsskólann, — það er
orðið meira en mál.«
Hertogafrúin horfði á drenginn gegnum
nefklemmurnar.
»Pér hafið ákveðið, að hann skuli vera trú-
boði?« spurði hún hirðprestinn. »Að mínu
áliti er hann alls ekki vel fallinn til þess.«
Pessi orð flugu eins og raturmagnsstraum-
ur gegnuiri Líönu. I fyrsta sinn heyrði hún
haldið fram annari skoðun en marskálkurinn
hafði í áheyrn hans, og það auk þess af mann-
eskju, sem með fám orðum gat breytt lífsá-
kvörðun manna. Unga konan tók á öllu því
hugrekki, sem hún átti til — það hlaut að vera
konuhjarta, sem hún bar mál sitt undir.
»F*að er þegarfarið að brydda á listamanns-
eðli í Gabríel, yðar hátign, listamarinsins göfuga
eðli,« sagði hún og horfði á hertogafrúna.
»An minstu tilsagnar hefur hann lært að nota
blýantinn af svo mikilli list, að mig furðar á.
Eg hef fundið á borðinu hjá Leó myndir eftir
hann, sem mundu nægja til þess að hann stæð-
ist inntökupróf við hvaða málaraskóla sem er,
og það jafnvel sem frínemi. Yðar hátign hef-
ur rétt fyrir sér í því, að hann er ekki vel fall-
inn til að verða kristniboði, það væri harðýðgi
gegn drengnum sjálfum og ranglátt listarinnar
vegna að neyða hann tii þess.«
Hertogafrúin horfði á hana sýnilega forviða
og svaraði fálega:
»Rér hafið algerlega misskilið mig frú Mai-
nan. Eg átti við, hve drengurinn væri veiklu-
legur í útliti, og hve hann er að öl'uleyti ó-
bermilegur, en ekki hans andlegu hæfileika, eða
löngun hans og ást til starfsins — þar segi eg
ákveðið: Hann verður að vera hæfur til þess.
Óstýrilátir karlmenn geta gert uppreist gegn
hinni helgu klerkastétt, og farið sinna ferða
eftir þeim ályktunum, sem þeir gera, og þó eru
oftast nær bygðar á röngum grundvelli. En við
konurnar eigum þrátt fyrir það að standa sem
einn maður gegn þessum skýjaglópum og halda
okkur fast við hina einu sáluhjálplegu trú, með
því að trúa og treysta því, sem okkur er kent,
og láta ekki tæla okkur út í að brjóta heilann
um það, sem við ekki skiljum.«
»Rað er að gera hlutverk konunnar alt of
auðvelt, yðar hátign; það er það sama og opna
allar gættir fyrir trúnni á dularfullan andaheim,
fullan af draugum, trúnní á djöfulinn og vald
hans, sem konurnareru svo meðtækilegar fyrir.«
Menn fóru að ræskja sig vandræðalega og
ókyrrast á stólunum, en unga konan, sem hafði