Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 4
124 NYJAR KVÖLDVÖKUR, sínum segja: það er fleira til milli himins og jarðar, en yður dreymir um með öllum yðar skólalærdómi.« »Pað er rétt — en með því álít eg, að hann meini hin dularfullu náttúruöfl. Flestir álíta náttúruna eins og eitthvað sjálfsagt og eðlilegt, sem ekki þurfi að gera sér neina frekari grein fyrir, af því þeir geti heyrt, séð og skilið hana, en þeim kemur ekki til hugar, að sjónin, heyrn- in og skilningurinn er einmitt undravert. Og svo Ijúga menn upp á skaparann, að hann grípi frammí þau eilífu lögmál, sem hann hef- ur sett og altaf fylgir. Kirkjan gengur jafnvel enn lengra — hún lætur þjónustusamlega anda trufla þetta órjúfandi samræmi, eingöngu til þess að fullvissa hinaeðaþessa smalamenn eða einbúa um tilveru guðs, og þetta kallar hún kraftaverk.* Hirðpresturinn horfði á hana með sama augnaráðinu eins og áður um daginn, þegar hann hafði kallað til hennar biðjandi og kvíða- fullur: »Pér eyðileggið sjálfa yður, náðuga frú!« »Hafið þér alveg gleymt frömuði kirkju yð- ar, Lúter, sém sjálfur hefur játað, að það illa væri til og berðist gegn guði hér á jörðinni sem ákveðið vald?« sagði hann. Á okkar tímum hefði hann ekki einungis rétt að þessu óskabarni hjátrúarinnar blekbyttuna, heldur pennann líka.« »Það er nóg komið af svo góðu,« sagði marskálkurinn og benti mönnum að þagna. »Eg verð að biðja yður að fyrirgefa að þér í mín- um húsum verðið að hlusta á svo guðlaust tal.« sagði hann við hertogafrúna. »Frú Mainan hefur notað einveruna á Rúdisdorf til að afla sér þekkingar — þekkingar, er sýnir við hver kjör hún hefur átt við að búa á meðan — að hún hefur ekki haft annað að lifa af en vatn og brauð.« Hertogafrúin flýtti sér að standa á fætur; henni fanst virðingu sinni misboðið, ef úr þessu yrði uppþot innan fjölskyldunnar í hennar áheyrn. »Við skulum nú fara og tina aldin,« sagði hún glaðlega eins og ekkert hefði ískorizt. Hún þrýsti hatlinum með gætni ofan á höfuð sér, greip sólhlífina og sagði við kennara prinsanna: »Hvar ætli prinsarnir ali manninn? Eg hvorki heyri eða sé neitt til þeirra, herra Werner?« Hún benti hirðprestinum að koma, tók Mainan við hönd sér og þau lögðu af stað í áttina til gróðrarstöðvarinnar án þess hann liti við konu sinni, og hirðpresturinn flýtti sér á eftir þeim; Líana var því alt í einu orðin ein eftir undir mösurtrjánum, eins og sökudólgur, sem enginn vill líta við. »Finnið þér ekki til neinna óþæginda, náð- uga frú? Rér hafið kollhlaupið yður,« sagði marskálkurinn og brosti illgirnislega um leið og hann ók fram hjá hennit XIV. Hún sneri sér við án þess að svara og lagði af stað eftir stíg, sem lá framhjá veiðimanns- húsinu inn í skóginn. Hún sá frú Shön gegn- um eldhúsgluggann standa við ofninn og föla andlitið á Gabríel gægjast fram úr einu horn- inu skamt frá henni; þangað hafði hann |þá flúið, þegar marskálkurinn hafði skipað honum að hafa sig burt frá aðalsfólkinu. Rað var að eins til að gera ilt verra, að hún hafði farið að taka svari drengsins, hún hafði vafalaust skemt fyrir honum með því, eins og marskálk- urinn hafði sagt, kollhlaupið sjálfa sig. — Ressi síðari kona, sem var svo illa liðin af honum, hafði með þessu kipt fótunum svo undan sjálfri sér og virðingu sinni, að það var nú aðeins tímaspursmál, hvenær hún yrði að fara aftur heim til Rúdisdorf. Henni létti fyrir hjartanu við þá tilhugsun — nú mundi verða hreyft við skilnaðarmálinu úr annari átt, nú þyrfti hún ekki sjálf að leggja hönd að því að losa um hnappelduna, sem hún hafði látið ginnast í af einskærri vanþekking .... Ó, að koma aftur til Magnúsar og Úlrikku! og dvelja hjá þeim í snotru jurtabaðstofunni í Rúdisdorf. hvað hún væri nú fús á að bera mislyndi og ofsa móður sinnar með þolinmæði. Hún ætlaði heldur ekki að fara til móður sinnar, heldur Magnúsar. Hann hafði skýrt og greinilega lýst því yfir, að Rúdisdorf skyldi ætíð standa systr-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.