Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 5
LIANA
125
unum opin og vera athvarf þeirra, ef þeim
Iægi á. Ó, hann Magnús! Það komu tár fram
1 augun á henni, er hún hugsaði til þess að
sjá hann.
Dýrhundarnir þutu í þessu geltandi út úr
veiðimannshúsinu að baki hennar; hún leit um
oxl sér og sá Mainan koma á eftir sér; hann
var að sefa hundana, sem vildu flaðra upp um
hann af gleði. Hún hélt áfram hröðum skref-
um, eins og hún hefði ekki séð hann, en alt
1 einu var hann kominn samhliða henni.
»Hvað, eru þetta tár, Júlíana? — gelur þú
grátið?» spurði hann með kaldranalegri ánægju
°g horfði framan í hana Ieiftrandi augum. »Ó,
Þú þarft ekkert að flýta þér,« bætti hann við,
er hann sá að hún strauk vasaklútnum hvat-
skeytislega um augun og vildi komast á undan
honum. »Enginn veit betur en eg, að þessi
tár koma alls ekki frá bljúgu hjarta; en það er
hsegt að úthella tárum af bræði og af særðri
hégómagirnd . . . «
»Og einlægum iðrunartárum,« tók hún fram
1 fyrir honum.
»Ha ha, iðrastu þeirrar hreysti, er þú sýnd-
’r áðan? F*að var slæmt, — eg hef staðið í
þeirri meiningu, að alt, sem þú sagðir þá væri
obifanleg sannfæring þín. Eg hef álitið, að ef
*'l þess kæmi, værir þú reiðubúin að deyja
e'ns og píslarvottur fyrir hvert orð, sem þú
talaðir. — Svo þig iðrar? Á eg að senda þér
h'rðprestinn? Það er ekki hægt að hugsa sér
betri skriftaföður — það sagði Valería mér.«
»Eg ætti held eg að láta hann koma,« svar-
aði hún í sama tón, »svo hann gæti uppfrætt
mig í drauga og galdratrú, svo að eg .. . . «
Hún roðnaði alt í einu og þagnaði um leið
°g hún bandaði honum að fara frá sér.
»Svo að þú gætir orðið ástar aðnjótandi,
ems og eg sagði áðan,« sagði hann til að
'júka við það, sem hún ætlaði að segja.
»Ekki hér! Ekki hérl« sagði hún með ákafa
°g benti til hallarinnar, og svo bætti hún við
rólegri: »Eg iðrast eftir því, að eg með fljót-
ferni minni hef orðið til þess, að flýta fyrir
Þvíj að Oabriel' verði settur f klauslrið — en
eg er reiðubúin að endurtaka alt annað, sem
eg hefi sagt, orð fyrir orð . . . « Mig iðrar
þess ennfremur . . . . «
»Lofaðu mér heldur að segja það, Júlíana
— eg vil þó síður láta segja mér það af konu,«
tók hann fram í fyrir henni alt í einu alvarleg-
ur á svip. »Pú iðrast þess ennfremur, að þú
af fáfræði, blindni og barnslegu sakleysi lézt
tælast til að ganga í þetta hjónaband og skell-
ir nú allri skuldinni á mig, sem hafði reynsl-
una að styðjast við, og vissi hvað hann var að
gera, og hvers hann krafðist.«
»Já, já!«
Og ef hann iðraðist lika?«
»Er það þinn vilji Mainan? — Ætlarðu að
lofa mér að fara? Og það þegar í dag?« spurði
hún og hélt niðri í sér andanum, en augu henn-
ar ljómuðu af fögnuði, og hún þrýsti höndun-
um að brjóstinu eins og hún væri að biðjast
fyrir.
»Eg meinti það ekki, Júlfana,* svaraði hann
alveg ruglaður yfir þessum fögnuði, sem hún
átti svo erfitt með að halda í skefjum. »Pú
hefur misskilið mig,« hélt hann áfram og það
kom skrítilegur kipringur á efrivörina. »Petta
er nóg í bráðina; á þéssum stað og þessum
tíma verður ekki hægt fyrir okkur að koma
okkur saman.«
»Koma okkur saman,« endurtók hún hljóm-
lausri rödd og lét handleggina síga niður með
hliðunum. »Pað getur aldrei orðið. Og því þá
að fresta því sem fram á að koma? . . . Guð
minn góður, eg hef ekki einu sinni lengur þann
vilja og þann fasta ásetning, sem eg byrjaði
þessa nýju lífsstöðu með. Og hugsa sér sam-
komulag á þeim grundvelli!« Hún hló biturt.
»Fyrir mánuði síðan leitaðist eg við að ná sam-
komulagi af eigin hvötum, með þeirri einlægu
ósk að uppfylla þær skyldur, sem eg hafði tek-
ið mér á herðar með svo ófyrirgefanlegri létt-
úð; en eftir alt sem gerst hefur í dag, get eg
það ekki, eg vísa því algerlega frá mér.«
»En eg geri það ekki, Júlíana,« sagði hann
æstur og æðarnar þrútnuðu á enni hans.
Hún stóð sem snöggvast sem steini lostin