Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 7
LIANA 127 um lystigarðinn. Peir höfðu fljótlega fengið nóg af því að tína ávexti, og þá Iangaði heldur ekkert til að koma að kaffiborðinu, en því meira seiddu skrækir apanna í indverska hús- mu þá til sín. Reyndar hafði prinsunum verið stranglega bannað að fara inn í Kosmírdalinn, nema einhver fullorðinn væri með þeim, sér- staklega vegna tjarnarinnar, sem þótti hættuleg vegna þess hve djúp hún var. En þeir víttu forboð þetta að vettugi. »Heyrðu, Leó, leynist galdranornin altaf Þarna inni?« spurði erfðaprinsinn og benti á indverska húsið. »Já,« sagði Leó og lamdi út í loftið með svipunni sinni. »F>ví rekurðu hana ekki burtu eða kastar henni í tjörnina?« »Hvaða vitleysa er þetta, — veiztu það ekki e'nu sinni að galdrafólk getur ekki sokkið; ung- frú Berger sagði það, og hún vissi það alveg út í æsar.í Erfðaprinsinn stóð þögull með opinn munn- lnn; þetta hafði hann aldrei heyrt; það varð þó aðeins til að gera hann enn fastari í á- kvörðun sinni. »Bara við hefðum ögn af púðri, þá gætum við hæglega sprengt hana í loft upp, Horst höfuðsmaður sagði mér hvernig farið væri að Því hérna um daginn í skólanum — Það er tátinn brennisteinsþráður . . . « »Það er nóg púður í veiðimannshúsinu,* hrópaði Leó — hann var orðinn óður og upp- vaegur að sprengja galdranornina í loft upp, — Það væri þó gatnan.« Drengirnir hlupu heim að gróðrarstöðinni; Þeir mættu kennaranum, sem var að leita aó þeim, héldu svo áfram meðfram lima- girðingunni, þar sem Mainan var að tína ávexti; en þeir voru nógu kænir til að nefna þetta ^yndarmál eigi með einu orði; og svo komust Þe>r án þess nokkuð bæri á inn í skotmanns- húsið. Þeir fundu lykilinn í glerskápsskránni; innan við hurðina héngu nokkur full púðurhorn, og skotmaðurinu var ekki inni. Kveikiþráður fanst hvergi, en hans hátign, litli prinsinn, varð ekki ráðalaus. Á borðinu Iá knippi af vaxkveikjum og eldspýtur hjá. »Það verða engin vandræði úr því,» sagði hann og stakk þessu dóti á sig. í þessum svifum kom skotmaðurinn inn og sá þegar hvernig sakir stóðu. »Farðu burtu,» sagði prinsinn og reyndi að gera sig valdalegan og þurlegan, en það mátti þó vel heyra óttann, sem leyndist á bak við. »Og það úr mínum eigin híbýlum?! spurði skotmaðurinn. Hann gekk beint til erfðaprinsins, sem flúði með púðurhornið aftan við bakið inn í eitt hornið, og greip umsvifalaust í drenginn, en þar skjátlaðist honum — hans hátign sparkaði í hann, hinti prinsinn togaði í annað frakkalafið hans og Leó réðist á hann með svipunni! »Bíddu við, karlinn, eg skal fara með þig eins og afi. Manstu hvernig hann lanidi þig í framan,* æpti Leó. Veiðimaðurinn var orðinn náfölur og reiddi upp upp hnefann til þess að slá þennan óstýri- láta dreng. »Ættarsmánin!« sagði hann og lét hnefann síga. »Fyrir mér megið þið gera hvað setu ykkur sýnist! Það væri ef til vill bezt þið spryngjuð allir í loft upp.« Hann fór og skelti aftur hurðinni svo brak- aði í. Drengirnir biðu með ýtrustu óþreyju, þangað til þeir heyrðu hann loka eldhúsdyrun- um á eftir sér, þá laumuðust þeir af stað. Fám mínútum síðar kom frú Shön þjótandi út úr húsinu, rétt um Ieið og Mainan og kon- urnar komu frá Mösurlundinum. »Hvað gengur á, frú Shön?« spurði bar- óninn. »Drengirnir hlupu á stað til indverska garðs- ins og höfðu með sér púður og eldspýtur. Skotmaðurinn sagði mér þetta rétt núna.« Hertogafrúin hljóðaði upp yfir sig og hjúfr- aði sig upp að Mainan, sem þegar lagði af stað til Kosmírdalsins. Líana og hirðmærin héldu á eftir þeim, og kennarinn, sem var að ráfa kæruleysislega um trjágöngin, tók einnig til fót-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.