Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 10
130 NYJAR KVÖLDVÓKUR. til Líönu og reyndi að sjá í augu henni, en hún horfði altaf niður fyrir sig. »Pað er ekki íieitt, eg get vel hreift hvern fingur út af fyrir sig,« sagði Líana með þíðri rödd og brosti veikiega, hún vildi reyna að draga úr þessu. »Pér heyrið að það er ekki neitt, þér getið því verið rólegur, herra hirðprestur,« sagði Mainan og sneri sér við »En það verður er- fiðara fyrir mig — þessi fagra hönd mun strax á morgun geta stýrt blýanthum með venjulegri snild; eg verð aftur á móti að sitja með þann blett á heiðri mínum sem aðalsmaður að hafa lagt hendur á konu.« »Það eru hörmuleg ósköp, sem yðar há- tign verður að horfa upp á hér á Schönwerth,« bætti hann við með uppgerðar hirðmálrómi. Hertogafrúin horfði á hann tortryggnislega — hann var svo fjarska kaldur og kærulaus á svip. Þrátt fyrir það megna hatur, sem hún bar tii ungu konunnar, rann henni þó til rifja að sjá þjáningasvipinn á andliti hennar, sem stóð þar náföl og hjálparlaus, og að sjá hann standa þarna með sama hörkusvipnum, án þess að hafa beðið hana fyrirgefningar með einu orði.— Það var óhugsandi að þessar tvær manneskjur mundu nokkurntíma aðhyllast hver aðra. »Æ, mamma, hvaða ósköp eru að sjá á þér hendina,« hrópaði Leó. Hann hafði um leið og hann hjúfraði sig upp að henni ýtt kjól- erminni frá, svo handleggurinn sást nú blóð- rauður og bólginn. »Svona hef eg þó aldrei farið með Gabríel,« bætti hann við. Þó þessi ásökun væri óverðskulduð, var sárt að heyra hana af munni drengsins. Líana flýtti sér því að draga úr því eftir föngum, sem hann hafði sagt. Hún vísaði Mainan frá, sem kom aftur til hennar, og hún fullvissaði hertogafrúna, sem bauðst til að aka lieim og senda henni lækni, um að kaldir bakstrar mundu langfljótast draga úr sársaukanum; hún bað þess aðeins að mega draga sig i hlé sem svaraði fjórðungi stundar, til að baða handleggiun upp úr brunn- inum við indverska húsið. »Parna sjáið þér afleiðingarnar af loddara- skap yðar, náðugasta frú,« sagði marskálkurinn illgirnislega, meðan Werner var að snúa ruggu- stólnum við í hægðum sínum til að aka gamla manninum. »Pér hafið sennilega á einhverju sveitaleikhúsi séð konu hlaupa á milli tveggja hólmgöngumanna, og tekið yður hana til fyrir- myndar, en eg skal láta yður vita, að það er í mesta máta óviðurkvæmilegt. Amma yðar, prinsessan af Turgau, sem þér hafið talað utn með svo miklu stærilæti, mundi snúa sér við í gröf sinni . . . .« Hann þagnaði alt í einu cg sneri sér við forviða. Mainan hafði ýtt kenn- aranum þegjandi til hliðar og ók stólnum burt í fleygiferð. Hitt fólkið fór á eftir, en hirðprest- urinn var kominn á undan þvf. XVI. Unga konan sat við lækinn í Kosmírdaln- um og baðaði handlegginn í svalköldu vatninu. »Pað verður að leggja við þetta sáradúk, náðuga frú,« sagði frú Shcm; hún kom beina leið frá indverska húsinu og hafði léreftsræmur á handleggnum. Hún hvorki krossaði sig né sló saman höndunum er hún sá handlegginn, sem var orð- inn stokkbólginn; en hendurnar titruðu af geðs- hræringu meðan hún var að væta ræmurnar. »0-jæja, svona eru nú siðirnir hérna a Schönwerth, að slá svona á handlegg, ekki ó- svipað eins og maður ætlaði að brjóta hann eða grípa dálítið illhryssingslega utan um fall* egan fíngerðan háls — það þekkist hérna,« sagði hún og leit út undan sér á bólgna handiegginn. Unga konan horfði forviða á hana; en fm Shön var einmitt í þann veginn að vinda ur einni léreftsræmunni. Hún lagði með gætni sára- dúk um handlegginn og sagði eins og við sjálfa sig: »Já, þá hlupu allir eins og vitlausir aftur og fram um höllina —eg meina fyrir 13 árum-" og í eldhúsinu og hjúastofunni var sagt, að hún þarna úr indverska húsinu hefði fundist örend framan við rauðu stofuna — þar lá náðugur herrann í dauðastríðinu; það var látið heita svo að hún hefði fengið slag; hún sem var

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.