Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 12
132
NYJAR KVÖLDVÖKUR
á svip, og bölvaði mér upp á að indverska
konan og barn hennar væri mér þyrnir í aug-
um. Og þannig stóð á því, að eg var látin
halda Gabríel litla undir skírn, og að eg var
valin til að stunda sjúklinginn. Er eg ekki góð
leikkona, náðuga frú? Rað er svo fjarska eðli-
legt, þegar eg ræðst á Gabríel yfir f höllinni
og rek hann með skömmum út í horn, og þó
er hann uppáhaldið mitt og augasteinninn minn,
eg gæti látið hjartablóð mitt fyrir hann. Eg hef
alið hann upp frá því hann var ungbarn og
úthelt mörgum tárum yfir þessum vesaling,
sem ætíð horfði á mig með þolinmæði, jafn-
vel þegar eg var sem allra verst við hann!«
Orðin köfnuðu í hálsinum á henni og hún
grét biturt.
»Og hann ér þó af ætt þeirra,« hélt hún
áfram, þegar hún var orðin rólegri. »Hann er
þó einn af Mainanunum svo sannarlega sem 2
og 2 eru 4, og þó húsbóndinn sálaði þyrði
aldrei að láta sýna sér hann, er og verður hann
ætíð sonur hans samt.«
»Það hefðuð þér átt að segja Mainan unga,
þegar hann tók við arfinum,« sagði Líana.
»Unga Mainan, náðuga frú? Það er þó ó-
mögulegt, að þér talið í alvöru. Eg, sem er
eins og fest upp á þráð, ef hann sér Gabríel
tilsýndar — ó, það læsir sig um alla það augn-
aráð! Hann veit líka vel hvers vegna hún hljóð-
ar ætíð upp, þegar hertogafrúin fer fram hjá...«
hún þagnaði alt í einu.
»Hvers vegna gerir hún það?« spurði Líana
með eftirvæntingu.
»Hum, já, ungi barón'inn er svo líkur hús-
bóndanum sálaða, að þar er enginn munurá.«
svaraði frú Shön og leit í kringum sig vandræða-
lega. Það mætti nærri því Ieg»ja eið út á að
það væri húsbóndinn sálaði, ef aldursmunurinn
væri ekki. Hann fór einu sinni hér fram hjá
húsinu og leiddi þá hertogafrúna við hönd sér«
— gamla konan leit í kringum sig flóttalega
svo hélt hún áfram: »Og hún horfir ætíð á
hann alveg eins og hún ætli að kveikja í hon-
um; síðan hefur sjúklingurinn ætíð verið óró-
legur, þegar hún hefur komið hér nálægt. Rað
sýnir þó hve heilt hún hefur unnað manninum
sínum sálaða; en baróninn er bara vanur að
segja: »Hún er ekki með öllum mjalla,« og
svo er ekki meira um það. Nei, hann mun
naumast fara að skifta sér af því; og svo fram-
arlega, sem drottinn tekur ekki í taumana, verð-
ur vesalings drengurinn að fara í klaustur að
þrem vikum liðnum — og svo á hann að fara
til heiðingjanna, þá verður hann ekki lengur á
vegi þeirra.«
»En það er þó aðeins farið eftir óskum
hins látna í þessu efni?< sagði Líana eins og
spyrjandi.
Frú Shön leit aftur á hana með löngu spyrj-
andi augnaráði, svo svaraði hún.
»Já, það segir það fólkið yfir í höllinni, en
hver getur trúað því. Hafið þér lesið þennan
merkilega miða?«
»Nei.«
»Pví trúi eg vel, hver veit hvernig hann
ítur út! Á eg að segja yður, náðuga frú; kvöld-
ið, sem þér komuð inn í indverska húsið og
voruð svo vingjarnlegar við Gabríel, þá lofaði
eg guð með sjálfri mér og hugsaði á þessa
leið: Loksins sendir drottinn okkur einn af
englum sínum. Rér urðuð okkur líka sannnefnd-
ur engill, það sá eg áðan, þegar þér með svo
mikilli djörfung tókuð svari drengsins gegn öllu
þessu hræðilega fólki; en þér verðið aldrei látn-
ar ráða neinu hér í höllinni. Gamli þrjótur-
inn mun grafa grunninn undan fótum yðar eins
og moldvarpa, og hinn, sem hefur flutt yður
til Schönwerth — reiðist mér ekki, því eg verð
að segja það — hann mun ekki vernda yður,
það vitum við og sjáum öll. Regar hann get-
ur ekki þolað gamla manninn lengur, mun hann
hrista af sér rykið, krossa sig þrisvar og fara
eitthvað lengst út í heiminn; það sem hann
skilur eftir heima er honum sama um, og ungu
konuna líka.«
Líana varð eldrauð; frú Shön hafði með
sinni látlausu og ófegruðu ræðu sýnt henni ineð
skýrum dráttum hvernig staða hennar var í hús-
inu, hve hún var völt og stóð á veikum fótum.
Hún vildi þó ekki láta finna á sér, hve hún