Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 13
liana 133 hefði orðið fyrir mikilli niðurlægingu, og hún svaraði þvf rólega um leið og hún rétt frú Shön handlegginn svo hún gæti lagt við hann bakst- urinn: »f’etta alt er bygt á samkomulagi milli mín og barónsins, og aðrir geta því ekki dæmt um það.« í þessu kom hirðmærin með Leó við hönd sér, til að grenslast eftir hvernig Líönu liði og kvaðst hún gera það eftir skipun hennar hátignar. Frú Shön skaust í sama bili inn í ind- verska húsið, en Líana fór aftur með hirðmeynni og Leó til mösurlundarins. Hún hörfaði skelfd aftur á bak, þegar hún kom auga á kjólklæddu, svisnu, gulu beinagrindina* og sá mögru ó- styrku fingurna, sem karlinn hafði nærri því svift manneskju iífi með. Ætli hann hefði eigi reynt að ná með þeim utan um hálsinn á frú Shön, sem lézt svo trú honum, ef hann hefði vitað, að hún vissi hið óttalega leyndarmá! hans °g var rétt búin að Ijósta því upp. XVII. Skröltið í hirðskrautvögnunum var fyrir löngu dáið út. Mainan hafði eftir skipun hertogafrúar- 'nnar látið söðla hest sinn, til þess að fylgja henni áleiðis. Hirðprestinum hafði líka hlotnast sá heiður að setjast í framsætið við hlið her- togafrúarinnar, en prinsarnir urðu að láta sér nægja aflursætið. Hennar hátign var sýnilega 1 bezta skapi, hún hafði heldur ekki hugmynd nrn að margir steyttu að henni hnefana á laun fyir atferli hennar, en hver hefði líka átt að segja henni það? Þegar Líana var búin að kveðja hertoga- frúna, bað hún Mainan um leyfi til að fara til herbergja sinna að þessu sinni; hann hafði leyft það og brosað um leið háðslega. Marskálkur- lnn hafði heimtað Leó til sín til þess sér leidd- lst ekki við kvöldmatarborðin, ef Mainan skyldi ^veljast í þorpinu fram eftir kvöldinu. Hún var Því alein og einmana í bláu stofunni Hún hafði smeygt sér í hvítan morgunkjól og látið her- bergismeyna leysa upp hár sitt, því henni var mjög ilt í höfði, en fanstsér ætíð lina við það. Prátt fyrir höfuðverkinn og sársaukann í handleggnum hafði hún látið setja borð fram- an við hvílubeðinn, til þess að geta skrifað Úlrikku, en hún neyddist fljótlega til að fleygja pennanum og leggja sig út af. Pjáningar hennar myndu nú fljótlega á enda og hún mundi komast heim — en þó án Leós. Við þá hugsun grúfði hún sig betur niður í koddann; henni þótti svo óumræðilega vænt um drenginn, og tilhugsunin um að skilja við hann lagðist þungt áhana; en það var nú kom- ið svo, síðan henni tókst að afla sér nokkurra upplýsinga úm fyrri æfi marskálksins, og hún varð að horfa daglega á afleiðingarnar af verk- um hans, án þess að geta nokkru um þokað, að hún gat ekki unnið það til að dvelja þarna framvegis vegna Leós. Meðan hún var í þessum hugleiðingum, heyrði hún eitthvert þrusk — henni fanst »gula, visna beinagrindin« með illgjarnlega brosinu standa við dyrnar og draga dyratjöldin til hlið- ar með kreptu, mögru fingrunum. Hún þaut á fætur og rak upp lágt hljóð. sÞað er eg, Júlíana,* sagði Mainan og gekk fram. Hún greip klukkustrenginn og ætlaði að hringja, »Pví þá það?« spurði hann og greip um hönd hennar. Hún blóðroðnaði, hristi hárið af öxlunum aftur á bakið og reyndi að láta ekki á því bera með því að halla sér upp að þilinu. »Eg þarf að láta Hönnu hjálpa mér,« svar- aði hún þurlega. »Pú gleymir víst að nýtízkukonurnar eru með hárið einmitt svona á skemtigöngum sínum,« sagði hann hlæjandi. »Egveit annars ekki hvað öll þessi kurteisi á að þýða? Hef eg ekki full- kominn rétt til að koma hér inn án þess að gera boð á undan mér, og til að líta eftir sjúku konunni minni þegar eg vil?« Hann strauk hendinni hægt niður glófögru hárlokkana, sem þrátt fyrir allar tilraunir ungu konunnar breiddust út yfir axlir og handleggi og huldu hvíta kjólinn eins og gullskikkja.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.