Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 16

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 16
136 NYJAR KVÖLDVÖKUR.. sem hiín að yfirvarpinu réði yfir um stuttan tíma, og gleymist af þjónuslufólkinu, sem varð þegar áskynja um, hve staða hennar var lítils- verð og aumkaðist yfir hana eins og konu, sem skilin er við mann sinn. Og hvað held- urðu svo um Líönu þína? Hún hefur ekki verið rifin upp með rótum úr jarðveginum heima og mun innan skamms þrífast vel í sól- arljósinu frá augum ykkar — heldurðu það ekki Úlrikka? Manstu þegar hann úti á gangstett- inni sagði við mömmu: »Ást mína getur hún ekki öðlast, en eg er nógu samvizkusamur að vekja hana ekki í brjósti hennar heldur.« Rá hefði eg átt að ganga niður og fá honum aft- ur hringinn með stillingu, — ekki af því hann neitaði mér um ást sína, heldur af því að síð- ustu orðin lýstu takmarkalausri hégómagirni.« Blóðið þaut fram í andlit Mainans, hann klemdi saman varirnar, hætti að lesa og horfði með hvössu, reiðulegu og þó óstyrku augna- ráði til konu sinnar. Hann gekk fast að henni og sagði nokk- urnveginn rólegur: »Rú hefur alveg rétt fyrir þér í þessu, eg er ekki heldur blindur fyrir þessum mikla veik- leika mínum — og þegar eg athuga, að þú með þínum næmu tilfinningum og skörpu dómgreind hefur heyrt mig segja þetta, þá hlýt eg að fyrir- verða mig. En heyrðu, strangi dómari, eg get líka ásakað þig; eg var hégómgjarn en þú varst fölsk, þegar þú þagðir og fórst með mér og hafðir þó megnustu fyrirlitningu á mér.« . »Lestu ennþá nokkrar línur,« sagði hún biðjandi án þess að líta upp. Hann gekk aftur að glugganum, því það dimdi óðum. »Eg vissi að eftir það mundi eg aldrei geta haft svo mikið sem samhygð með honum,« las hann nokkurn veginn upphátt, »og við það að fara samt með honum og játa í annað skifti fyrir helgu altarinu, gerði eg mig seka i stór- kostlegum glæp, það verður ekki afsakað á neinn hátt, því eg var þó fyrir Iöngu kominn af barns- aldrinum.* Hún hljóp til hans og fálmaði eftir bréfinu, en hann bægði henni frá sér með vinstri hend- inni, þrýsti andlitinu betur út að glugganum og hélt áfram: »Úlrikka, Mainan er mjög fríður maður, og hann er gæddur mjög miklum eða jafnvel afar- miklum andlegum hæfileikum, til þess að halda uppi fjörugum og skemtilegum samræðum á samkomum og í höllum aðalsmannanna, en hve lítilsvirði verður ekki þessi andríki hans, sem ber svo mikið á í samkvæmissölunum, hjá gáf- um djúphyggjumannsins á Rúdisdorf, hjá Magn- úsi bróður mínum, sem aldrei hefur brotið heilan um aðra eins heimsku og það, hvað hann eigi að gera næst, til þess að vekja eftirtekt á sér. Taktu nú eftir, það er af þessum ástæð- um, sem öll heimskupör Mainans eru sprottin, einnig ástaræfintýri hans, jafnvel hans fróðlegu ferðalög, þar sem hann kemur fram hingað og þangað eins og æfintýraprins og aðeins nýtur þess einkennilega og glæsilega af því öllu. — Ef hann hefði verið dálítið alvörugefnari og strangari við sjálfan sig, og gjálífar konur hefðu ekki gert hann hégóniagjarnan, hefði hann get- að orðið valmenni, en . . . « þar hafði hún hætt. »Pað ér satt, að þú ert ekki sárreið, (úlíana,* sagði hann með gremjublandinni hæðni og rak upp einkennilega hásan hlátur. »Það er líka mjög eðlilegt, að þú viljir losna við mig, þar eð þú hefur þetta álit á mér. Rað verður held- ur ekki refitt fyrir þig, eftir það sem gerst hefur í dag; jafnvel í Róm yrðu menn að taka tillit til þeirrar einu skilnaðarástæðu, að eg hef sleg- ið þig í dag.« »Mainan!« hrópaði hún, hann hafði talað þannig, að hvert orð læsti sig nístandi um hana alla. Hann gekk án þess að líta við henni inn í gestasalinn, þar gekk hann nokkrum sinnum aftur og fram um gólfið, svo fór hann fram að glerhurðinni og horfði þögull út í hálfrökkr- ið. En hvað herra Rúdiger mundi hafa hlegið með sjálfum sér, ef hann hefði á laun getað gægstinn í íbúð ungu frúarinnar! Hún stóð í bláu stofunni og ófléttaða hárið sem svo oft hafði orðið fyrir hæðni, og sagt hafði verið

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.