Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 18
138
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
’ Hún þagnaði og hann slepti hurðarhand-
fanginu.
»Jæja, eg skal uppfylla þessa síðustu ósk
þína áður en þú ferð héðan, ertu þá ánægð?«
sagði hann eftir nokkra umhugsun.
»Eg þakka þér hjartanlega fyrir,« sagði hún
innilega og rétti honum hendina.
»Nei; mér þykir ekkert varið í þetta handa-
band; við erum hætt að vera góðir félagar,*
sagði hann og sneri sér frá henni. »Annars
finst mér þú ekki vera sérlega þakklát. Hirð-
presturinn, vinur þinn, brýtur sig með takmarka-
lausri sjálfsafneitun í mola fyrir þig, hvar sem
hann kemur því við, og þú launar honum
með því að beita hann brögðum.*
»Hann veit bezt sjálfur, að eg æski ekki
eftir þessari riddaralegu þjónustu af honum,*
svaraði hún rólega. »Eg ætla mér samt ekki
að láta umvendast á þennan óbeina hátt.«
»Umvendaast,« tók Mainan upp og hló hátt.
»Horfðu í augun á mér Júlíana,« hann greip
vinstri hönd hennar og þrýsti henni fast. »Held-
urðu þetta í raun og veru, að hann ætli að
snúa þér til katólskrar trúar? Eg vil vita sann-
leikann! Júlíana, vertu hreinskilin. Ef hann hef-
ur nokkurn tíma dirfst að snerta þig eða svo
mikið sem anda á þig . . . . «
»Hvað gengur að þér maður,« sagði hún
reiðulega og kipti hendinni að sér. »Eg skil
þig ekki. Mér dettur ekki í hug að leyna þig
neinu, sem sagt hefur verið í húsi þínu og á
þinni landareign, þegar þú spyrð mig um það:
Hann sagði að Schönwerth væri varasamur
staður fyrir ungar stúlkur, hvort sem þær væru
indverskar eða þýskar greifadætur. Ennfremur
reyndi hann að búa mig undir mæðustundir,
sem ekki væri hægt að komast hjá.«
»ÁgætIega byrjað! Rað verður hann að
eiga. Rví sjáðu til, Júlíana, Valería var allra
bezta skriftabarn, og hann hefur rétt fyrir sér í
þvi að æskja, að nýja húsmóðirin í Schönwerth
feti í hennar fótspor, af tilliti til trúareiningar-
innar á heimilinu; það er meiningin. Heldurðu
það ekki?«
»t*að hugsa eg, eða réttara sagt, eg efast
alls ekki um það,« sagði hún og horfði stóru
augunum sínum fast og hreinskilnislega framan
í hann. sRess vegna neita eg ætíð ákveðið af-
skiftum hans, eins og eg hef þegar sagt þér.«
»Rú mátt ekki láta bifast í þeirri ákvörðun;
eg vildi eg væri ekki búinn að horfa eins langt
niður í hyldýpi viðurstyggðarinnar í mann-
félaginu* — hann beygði andlitið fast niður
að andliti hennar — »þá mundi eg geta svar-
ið við þetta letur i augum þér eins og biblí-
una; en,« hann hló biturt, »eg mun finna nóg
ráð til að gæta þess sem mitt er fyrir þessum
iðrunarprédikara.*
»Hvað á þetta að þýða eiginlega?« tók
unga konan fram í fyrir honum. »Þú ferð burt
og eg . . . . «
Eg fer nú að halda að þú sért búin að
stagast nógu oft á þessu,« hrópaði hann reið-
ur og stappaði í gólfið með fætinum.............
Eg vona að þú verðir þó svo náðug að játa,
að það er aðeins í mínu valdi hvort eg fer
burt og hvert eg fer.«
Hún þagnaði — það var ómögulegt að gizka
á, hvað þessum einkennilega manni gat hug-
kvæmst.
»Játaðu bara, Júlíana, að þessi ástúðlegi,
ráðvandi og lausmálgi maður hafi, þegar hann
var að búa þig undir mæðusamar stundir, ekki
hlift mannorði mínu heldur.«
»Það verður þá að gera ráð fyrir, að eg
hafi viljað hlýða á það með stillingu,« sagði
hún eins og henni fyndist sér misboðið. »Þú
álítur mig þó vonandi nógu skyldurækna til
þess að líða engum að álasa þér í mín eyru,
jafnvel þó eg viðurkendi með sjálfri mér, að
hann hefði rétt fyrir sér. Hver sem dirfist að
segja konu eitthvað ilt um mann hennar, hlýtur
að hafa megna fyrirlitningu á henni.«
»Þetta illa álit, sem þú hefur á mér, er þá
eingöngu bygt á þínum eigin athugunum?«
Hún sneri sér þegjandi frá horium.
»Hvað? það eru þá aðrir, setn hafa talað
um mig í þinni áheyrn?— Föðurbróðir minn?«
»Já, Mainan... Hann var nýlega að kvarta
yfir því við hirðprestinn, að honum væri illa