Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 19
LIANA
139
við þessi sífeldu ferðalög þín, vegna Leós.
Reyndar væru óðul þín reglulegar gullnámur-
en ótrúir þjónar rændu þau og rupluðu engu
síður en þú sjálfur. Óreglan og óstjórnin þar
væri meira en svo að hægt væri að koma nokkr-
ura orðum að því — honum óaði við í hvert
skifti, sem hann frétti eitthvað af því.«
Mainan hafði snúið við henni bakinu fölur
ásýndum og horfði út um gluggann.
»0 sussu, sussu — þú þekkir þó föður-
bróður minn, hvað hann tekur nærri sér, ef hann
heldur að eignirnar kunni einhverja vitund að
skerðast; hann ýkir hroðalega, gamli maðurinn,*
sagði Mainan án þess að snúa sér að henni...
sÞú mátt vera viss um, að eftir fáar vikur
verður alt komið í lag og gengur þá eins og
í sögu — og hvað svo? Segðu mér nú, vizku-
gyðja, hvað á eg að gera mér til dægrastytt-
ingar hér á Schönwerth, þegar síðari konan er
búin að yfirgefa mik líka?«
»Hefur þig aldrei langað til að rita?*
»Hann stökk upp og horfði á hana orðlaus
af undrun. »Ætlarðu að gera úr mér rithöf-
und?« spurði hann tortryggnislega.
»Ef þú hefur sama hugsunarhátt og mamma
°g marskálkurinn, þá máttu ekki skilja þessa
uppástungu þannig, að eg ætli þér að koma
Því á prent,« svaraði hún glaðlega. »Frásögur
Þínar eru fjörugar og áhrifamiklar. Eg er viss
um að þú stílar ágætlega; eg veit þú munir
sRrifa með enn meiri tilþrifum en þú segir frá.
M>g hefur oft langað til að skrifa það niður,
sem þú hefur s.rgt við teborðið.«
»Ha ha! þannig hefur þessi strangi ritdóm-
ari setið þögull og hávaðalaus við hlið mína,
°g mig hefur á meðan þrásinnis langað til að
sPyrja, hve mörg nálspor færu í hvert blað á
ábreiðunni, sem þú hefur aldrei skilið við þig...
Rað var ekki göfugmannlega gert af þér að
leika þannig með mig — nei, haltu þér bara
saman!« hrópaði hann, þegar hann sá að hún
hóf höfuðið stærilát og ætlaði að svara.
Leó kom þjótandi inn í þessu. — Læknir-
mn var kominn til afa hans og þessvegna var
honum leyft að fara til möinmu.
íja hérna, pabbi, hvað ert þú að gera í
bláu stofunni?« spurði hann.
Mainan roðnaði snögglega, ýtti drengnum
til ungu konunnar og sagði um leið:
• Farðu og legðu handlegginn um hálsinn á
mömmu - líttu á, eg þori ekki að koma einni
hársbreidd nær en hún leyfir mér - og biddu
hana að vera ofurlítið þolinmóða viðþig —og
mig líka, áður en við skiljum.«
»já, eg ætla að fara með, pabbiH hrópaði
drengurinn og vafði handleggjunum utan um ungu
konuna. Mamma hefur ætíð sagt mér á kvöldin
um háttatímann, að hún ætlaði^ að fara með
mig til Magnúsar frænda og Úlrikku frænku,
þegar hún færi til Rúdisdorf.«
sHvað er þetta, hvernig ert þú búinn að
komast að því, að mammaætlar til Rúdisdorf?*
spurði Mainan forviða.
Hirðpresturinn og hertogafrúin töluðu leyni-
lega um það við skotmannshúsið, en við heyrð-
um það þó, eg og erfðaprinsinn . . . . Er það
ekki rétt, mamma, ætlarðu ekki að lofa mér
með þér?«
»Pú verður að biðja pabba ósköp vel að
lofa þér að heimsækja mig oft,« svaraði hún,
án þess að líta upp en þó með fastri rödd,
og strauk með fingrunum gegn um hár drengs-
ins.
»Við sjáum hvað setur,« svaraði Mainan
stuttur í spuna og kuldalega, — »Auðvitað ferðu
ekki fyrr en eg legg af stað?«
»í þvi tilliti skal eg fara alveg að óskum
þínum. Ef þú vilt það heldur, skal eg ekki fara
frá Schönwerth fyrri en nokkrum dögum eftir
að þú ert farinn.«
Hann hneigði höfuðið lítið eitt, gekk hratt
að borðinu, braut bréfið til Úlrikku saman og
stakk því í vasann um leið og hann sagði:
»Ennþá hef eg rétt til að gera muni upp-
tæka — bréfið tilheyrir mér.«
Hann hneigði sig hlægilega djúpt og hátíð-
lega, eins og hann hefði fengið áheyrn hjá
konungborinni konu, og fór. Rað setti að Leó
ákafan grát. Barnið fann til þess, að það átti
að missa verndarengil sinn.
Endir á fyrri hluta.