Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 20

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 20
140 NYJAR KVÖLDVÖKUR Háttprúða stúlkan. Eftir Louise May Alcott. Notadrjúg heimilisstörf. Næstu vikurriar eftir atburði þá, sem skýrt er frá hér að framan, komst Shaws-fólkið að raun um, elns og svo margir aðrir, hversu fljótt auðurinn hverfur, þegar hann á annað borð er farinn að fjara. Herra Shaw barðist gegn fjár- hruninu með þeim dugnaði og þeirri þolinmæði, sem bar góða ávexti og vakti velvild og sam- hygð, jafnvel hinna harðsvíruðustu lánardrotna. Pað var flutt burt úr stóra húsinu jafnskjótt og mögulegt var og í litia húsið, og fjölskyld- an bjó þar sem bezt um sig með þeim hús- gögnum, sem gamla frúin hafði skilið þar eftir, þegar hún flutti til sonar síns. Pessi húsgögn voru nú eins og gjöf frá henni á þessum er- fiðu tímum, og voru fjölskyldunni því dýrmæt- ari en ella. Á uppboðinu keptust margir við að sýna fjölskyldunni, að jafnvel þótt hún hefði mist eignir sfnar, þá ætti hún þó enn vini. Einn keypti fortópíanó Fannyjar og sendi það heim til hennar, annar keypti ýmsa hluti, sem frúin hafði mætur á og gaf henni þá; sá þriðji keypti allar beztu bækur herra Shaws og færði honum þær að gjöf. Hann hafði staðið við orð sín og lagt allar eignir sínar undir hamarinn, Litla húsið varð því fljótt fullskipað og fjölskyld- unni fanst það vera hið yndislegasta heimili, er forsjónin gat veitt henni, þegar hún kom af skipreka gjaldþrotsins. Flestir sem kunnugir voru Shaws-fólkinu, heimsóttu það á þessu nýja heimili þess. Sumir gerðu það af óblandaðri hluttekningu, en aðrir af forvitni, til að sjá hvernig það bæri þessi breyttu lífskjör. Slík forvitni særði systkinin og Tumi var alt annað en mjúkur á manninn, þegar skrautbúnar ríkismannadætur voru að koma til þess að vorkenna fólkinu, og fluttu svo á eftir fréttir af kringumstæðum þess. Hugboð Pollyar um að frú Shaw mundi hrista af sér taugas'lekjuna og verða starfsöm kona rættist ekki. Hún barmaði sér framan í vinkonur sínar, og hafði ekki annað hughreyst- andi handa manni sínum og börnum, en að spyrja iðulega, hvenær hún mundi verða flutt á fátækrahælið. Petta tók mjög á Fanny í fyrstu, en við nánari íhugun komst hún að þeirri nið- urstnðu, að réttast væri að láta móður sína vera lausa við öll heimilisstörfin, og þar sem hún hafði erft nokkuð af dugnaði föður síns, ein- setti hún sér að taka stjórn heimilisins á sínar herðar. Hún fann brátt að hinar breyttu kring- umstæður höfðu fært henni það, sem hún lengi hafði þarfnast — umhugsun og starfsemi. Aumingja stúlkan kunni að vísu sárlítið til almennra hússtarfa, en stolt hennar og loforðið, sem hún hafði gefið föður sínum að verða hon- um til aðstoðar, hvatti hana til að gera sitt ýtr- asta. Hún komst svo smátt og smátt að raun um, að hún fór að verða störfunum vaxinn og það fóru að vakna hjá henni draumar um, að hún mundi geta skapað friðsælt heimili fyrir fólk sitt. Maud komst brátt að þeirri niðurstöðu, að hún mundi eigi verða send út til að beiðast ölmusu og sætti sig fljótt við hinar bieyttu kringumstæður, hún gladdist jafnvel yfir umskift- unum eins og unglingarnir oft gera. Hún fann til þess með ánægju, að nú var henni lofað að starfa miklu meira en áður. í’að var við hennar hæfi að mega nú ganga um með þerri- klútinn og þurka af húsgögnunum, þvo upp borðbúnaðinn og vera við að sjóða matinn og bera á borð. Við slík störf undi hún sér mæta- vel og þráði enga aðra betri eða meiri skemt- un en gera þetta, enda var hún mjög hneigð fyrir húsleg störf, þótt hún væri alin upp í kaupstað. Polly varði öllum tómstundum sínum til að aðstoða Shawsfjölskylduna við flutninginn og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.