Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 23
HATTPRUÐA STULKAN
143
þitt hæfi, bara ef einhver sveitapiltur vildi hafa
þig,« sagði Fanny.
•O, eg reyni við Willa, eg hef sagt hon-
um, að ég ætlaði að biðja hans, og hann sagði
að það væri eins og það ætti að vera. Hann
á að messa á sunnudögum, en vinna við land-
búnaðinn alla hina daga vikunnar. Pið þurfið
ekki að hlæja, við erum búin að koma okkur
saman um þetta alt saman.«
»Eg hefði haft gaman að sjá framan í Willa,
þegar Maud var að masa þetta við hann?« sagði
Polly við Fanny.
»Hefur þú frétt nokkuð af honum?« hvíslaði
Fanny að Polly og Iézt vera að athuga gamla
flík.
»Hann er stöðugt suður í Mexikó, og eg
hugsa að hann hafi ekki frétt neitt um þessa
síðustu viðburði. Eg er viss um hann tekur sér
þetta nærri, þegar hann fréttir það.«
»Pað verður ekki lítið verk að fá sélegan
sumarklæðnað upp úr öllu þessu safni, og mér
íeiðist að sitja við sauma,« sagði Fanny til þess
að rífa hugann frá vissum manni.
»Við Jane munum hjálpa þér, og þá mun
vakna hjá þér áhugi fyrir þessu starfi. Við er-
Uto báðar í skuld við þig eins og Bella, og
Það mun gleðja okkur að geta sýnt lit á að
endurgjalda eitthvað af henni. Góðverkin end-
Urgjaldast oft fyr en varir eins og illverkin.«
»Pað eru horfur á að mín yfirborgist,«
sagði Fanny, sem gladdist innilega af þvi, hve
margir virtust muna smágjafir hennar og greið-
vikni.
»Kemur fyrir að uppskeran verði ríkari en
Það sem sáð er,« sagði Polly, »þótt það varla
sannist á okkur Jane, en farðu nú og sprettu
sundur kjólnum þeim arna, og svo látum við
Jane fá hann til að setja hann aftur saman og
8era hann sem nýjan. En eg tek þennan hatt
að mér, geri við haun og skreyti hami og vona
Uler takist það vel, enda sé eg þarna nóg af
böndum til að prýða hann með.
Pessi’ kjóll minnir mig á listaverk, sem Kitty
leysti af hendi í fyrra vor. Frú Davenport sendi
°kkur, sem kaupbætir, lítinn silkikjól nokkuð
slitinn, og mamma sagði að Kitty mætti fá hann
ef hún gæti sjálf sniðið hann upp og stækkað
hann. Við Kitty lögðum saman í þetta og saum-
uðum hann upp, en svo vantaði okkur í báðar
undirermarnar og eg sá engin ráð til að bjarga
þessu við, en Kitty uppgafst ekki. Hún safnaði
saman smápjötlum og saumaði þær saman með
þeirri list, að samskeytin sáust ekki nema að
nákvæmlega væri skoðað og pjötlurnar, sem
settar voru saman voru ekki færri en tíu.«
»Eg vildi að eg gæti fengið jörð í nánd
við ykkur, það væri svo gaman að geta kynst
Kitty þessari, sem getur gert slíka hluti,« sagði
Maud.
»Jæja, nú erum við víst búnar með úttekt-
ina á þessum gömlu flíkum mínum,« sagði
Fanny, »og eg er ákaflega þakklát, góða Polly,
fyrir allar þínar góðu leiðbeiningar um hvern-
ig eg best geti fengið mér sama sem ný föt,
og eg vildi óska, að eg yrði jafnvel að mér
til sauma og fatagerðar, þegar fram í sækir. og
næði handlægni þinni.«
»Og eg spái því að þú fáir bráðlega tvær
sterkar hendur í viðbót til að vinna með þér
í lífsbaráttunni, góða mín,« sagði Polly um
leið og hún bjó sig til ferðar. Pessi spádómur
hafði þau áhrif á Fanny, að hún var í góðu
skapi það sem eftir var dagsins.
Framh.
A: »Svo þér er alvara að neita mér um
100 króna lán? Pað leynir sér ekki að þú elsk-
ar krónurnar þínar.«
B: »Pað er nú það sem aðskilur okkur.«
A: »Hvernig þá?«
B: »Jú, eg elska mínar krónur, en þér
þykir vænna um krónur annara manna.«
Frúin: »Góðan daginn, prestur góður!
Hvað heyri eg, ekki nema það þó, að þér séuð
orðinn bindindismaður. Svo nú get eg ekki
einu sinni boðið yður bjór.«
Presturinn: »Nei, frú, það megið þér ekki
— en þér getið reynt að svíkja hann ofan í
mig úr hvítölsflösku.«