Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Qupperneq 24
144
NYJAR KVÖLDVOKUR.
Ronutranst.
Saga úr Búastríðinu eftir Rigmor Falk-Rönne.
Maggy starði út af svölunum og horfði
löngunarfuil í suðurátt. F*að hafði hún gert á
hverjum degi síðan stríðið byrjaði. Búgarður
föður hennar lá nefnilega í einu því héraði, er
Búar höfðu þegar í stað náð á vald sitt, og
síðan hafði hún skygnst eftir á hverjum degi,
hvort ensku hersveitirnar kæmu ekki til að hrekja
þá í burtu. En dagarnir urðu að vikum og
vikurnar að mánuðum, og aldrei hafði hún
heyrt svo mikið sem eitt skot eða séð einn ein-
asta flokk af næturvörðum.
Alt f einu hrökk hún saman. Hún hallaði
sér áfram og blóðroðnaði. Rað voru ekki ensku
hermennirnir er hún hafði séð, en engu síður
sló hjarta hennar af fögnuði, því á hæð nokk-
urri langt í burtu kom hún auga á riddara
nokkurn, er hún áleit sig þekkja. í sama vet-
vangi benti hann með hendinni, og eftir að
hafa rent augunum í flýti að dyrunum, sem
stóðu opnar á bak við hana, svaraði hún bend-
ingu hans með því að þrífa vasaklút sinn og
veifa honum. Riddarinn keyrði hestinn spor-
um og stefndi í áttina til hennar á harðastökki.
Hann var ungur maður, hávaxinn og sterkleg-
ur, með laglegt, reglulegt andlit og mjög sól-
brent.
Maggy varð rjóð sem rós, og augu hennar
glömpuðu þegar hann stöðvaði hest sinn fyrir
framan svalirnar. Aftur leit hún snöggvast til
dyranna.
»Alf!«■ hrópaði hún lafmóð.j
Eins og hún hafði gert, horfði hann til
dyranna, og lýsti svipurinn hálfgerði sektarmeð-
vitund og hálfgerðri gamansemi.
»Eg — eg hefði líklega ekki átt að vera
kominn hingað,« sagði hann í iðrunarróm, »en
þegar eg sá þig, gat eg ekki látið vera að færa
þér góðar fréttir.*
»Góðar fréttir, hvaða góðu tíðindi eru það,
Alf?«
sReir koma, nú koma þeir loksins, Maggy.«
»Hverjir? Englendingar?«
»Já, lof sé guði. Eg sá þá frá hæðinni —
fótgönguliðshersveit. Hún hélt í áttina til bú-
garðs míns, svo eg verð að hraða mér af stað
til að mæta henni. Eg er sannfærður um að
seinna munu þeir koma hingað. Voru þetta
ekki góð tíðindi, Maggy?«
»Jú, það var dásamlegt. Kærar þakkir fyrir
það sem þú komst og sagðir mér þetta. Pú
— þú kemur vonandi fljótlega aftur, ekki satt?«
»Rað skal eg gera. Vertu sæl.«
»Vertu sæll!«
Hann reið á burt á harðastökki, og hún
stóð eftir með hálfopnar varir óg augun bros-
andi af gleði meðan hún gat nokkuð séð til
hans. Svo sneri hún sér við og hljóp inn í húsið.
»Pabbi, pabbil* kallaði hún, »hvar ertu?«
Hr. Maxwell sat í hægindastól sínum álútur
yfir þriggja mánaða gömul dagblöð, þegar
Maggy kom þjótandi inn. Hún greip hönd
hans og leitaðist við að draga hann að sér.
Háttalag hennar var ætíð yfir höfuð að tala or-
sök til sífeldrar undrunar hjá honum. Pegar
Maggy var barn að aldri, hafði móðir hennar
dáið og einhverjir ættingjar hennar á Englandi
höfðu alið hana upp. Fyrir hér um bil ári síð-
an kom hún aftur til föður síns, há og bein-
vaxin ung stúlka, sérlega góð og yndisleg, en
mörgum manninum hreinasta ráðgáta, svo rögg-
söm og áköf var hún.
»Vaknaðu, pabbi,« hrópaði hún, »vaknað,«
vaknaðu! Eg hef fréttir að segja þjer — góðar
fréttir — ágætar fréttir. Englendingar koma —-
loksins — og þú mátt til með að ganga með
mér út á svalirnar og skygnast eftir þeim.«