Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 26

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 26
146 NYJAR KVÖLDVÖKUR. í kyrðinni sem ríkti, gátu þau alt í einu heyrt hið reglubundna fótatak fjöldans. Ógreini- Iegt og í fjarska, en nálgaðist á hverri mínútu. Varirnar af Maggy opnuðust til hálfs, augun leiftruðu, óhreyfanleg, áköf og eftirvæntingar- full. Veðurtekna andlitið á föður hennar var auðsjáanlega orðið fölt. Hann greip höndunum um handriðið svo hnúarnir hvítnuðu; undir ytra útliti hans, er sýndist vera rólegt, logaði upp föðurlandsástin. »Heyrirðu það ekki?« sagði Maggy, »nú koma þeir loksins.« »Já,« sagði faðir hennar með óvanalegan hljóm í röddinni. »þarna koma þeir loksins.* Svo leit hann upp á flaggstöngina. »Pú hefur gleymt flagginu barn,« bætti hann við. Maggy hentist inn í húsið, tók upp spón- nýtt sambandsflagg, er hún sjálf hafði saumað svo enginn vissi, og dró það á stöngina. Og rétt þegar það hafði breitt úr sér og var farið að blakta glaðlega fram og aftur í sólskininu, komu þeir — ekki í skínandi hátíðlegum ein- kennisbúningi, heldur með hjálma á höfðum þreyttir og rykugir — þessir ensku fótgöngu- liðar. Pau, sem stóðu og biðu þeirra, fundu tárin koma fram í augun á sér. Það var til- komumikil og kærkomin sjón fyrir þau bæði, er varðveitt höfðu og óskert haldið ástinni tii föðurlandsins, á meðal svo margra svikara og bersýnilegra óvina, er voru alt í kringum þau. En þótt gleði Maggyar væri mikil yfir að_ sjá þá, var þeirra gleði yfir að sjá hana engu minni. Öll hersveitin var á augabragði orðin ástfangin í henni. í ljósleita sumarkjólnum, með góðlega, fallega andlitið og beina vaxtar- lagið, var hún ímynd allrar fegurðar í augum þessara siðuðu en tötralegu manna, er í marga mánuði höfðu ekki séð aðra kvenmenn, en hálf- naktar Kaffakerlingar og klunnalegar Búakonur. Lýðurinn starði á hína með lotningu og auð- sæilegri aðdáun, og Hartley kafteinn leitaðist við af öllum mætti að vekja eftirtekt hennar á sér. Sem kona notaði Maggy þessa afstöðu. En þegar hún heyrði að kafteinninn hafði ákveðið að dvelja þar um nóttina, flýtti hún sér að fara að útbúa eitlhvað til hressingar. Stuttu á eftir sátu liðsforingjarnir við íburðarmikla máltíð, og fanst þeim kræsingarnar vera hóflausar, eftir að hafa í margar vikur ekki haft annað sem aðal- fæðu en hálfskemt ket, og gruggugt vatn til drykkjar. Og þegar nokkrir af þeim að lok- inni máltíðinni voru komnir út á svalirnar með góða vindia í munninum, sagði kafteinninn: »Vel á minst, þér hafið líklega ekki skúr eða eitthvert úthýsi til eins eða annars, sem við getum fengið að setja fanga inn í.« »Jú, við eigum skúr er eg held að hægt sé að nota til þess,« svaraði herra Maxwell. »Pað er ágætt,« hélt kafteinninn áfram. »Við erum nefnilega á dálitlum leiðangri til að leita uppi njósnara og grunsamar persónur, og það er einmitt þesskona piltur sem við höfum náð í.« »Búi?« »Nei, því miður, hryggilegast er, að maður- inn er Englendingur. Hann reið oftyfirtil her- búðanna, og við höfum fengið vitneskju um, að hann færði Búum fréttir, og þeir virtust fylgjast vel með fyrirætlunum vorum. Við gát- um ekki hreyft okkur hið minsta, svo eigi liti út fyrir að þeim væri þetta fyrirfram vel kunn- ugt. Nú, svo tókum við hann á veginum, en auðvitað var hann eins fáfróður eins og nýfætt barn, Við neyddum hann tiLað fylgjast með okkar og ransökuðum heimili hans, ef finnast kynnu einhverjar sannanir gegn honum.« »Svo þér funduð þá sannanir? spurði Maxwell. »Já, tvo eða þrjá uppdrætti af stöðvum vorum og nokkur skothylki, ásamt hálfbrunnu bréfi frá höfuðsmanni Búa, er þakkaði einhver- jum -- vafalaust okkar heiðraða vini — fyrir mótteknar skýrslur.« »Og er hann Englendingur?« spurði Maggy með leiftrandi augnaráði. »Já, það er sorglegt, ekki satt?« »Ó, eg hefði aldrei getað trúað að slíkt mundi koma fyrir,« sagði hún með áherzlu. »Slíkir menn ættu ekki að hafa leyfi til að lifa.«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.