Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Page 28
148
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
að hún gæti komið Alf út, meðan maðurinn
var að þessu rölti? í nokkrar minútur stóð
hún og hugsaði um þetta eins vel og hún gat'.
Ein fyrirætlunin annari óstjórnlegri flaug í gegn
um huga hennar. Skyndilega rétti hún sig upp,
hún hafði tekið ásetning sinn. Á sama auga-
bragði var hún horfin út úr stofunni.
Liðsforingjarnir voru ennþá úti á svölunum
rólegir með vindla sína, og hvíldu sig eftir
hina erfiðu hergöngu. Hermennirnir höfðu einn-
ig fengið kraftgóða máltíð og flestir þeirra voru
lagstir fyrir og sofnaðir í næði, með kápurnar
sínar vafðar utan um sig. Aðeins vesalings Tim
Kelly, vörðurinn, sem var hár og þrekinn ír-
lendingur, gekk fram og aftur fyrir utan úti-
húsdyrnar, þreyttur, hungraður og þyrstur. Rað
var af einhverri óheppilegri tilviljun að honum
hafði verið gleymt, þegar úthlutað var miðdeg-
isskamtinum, og nú óskaði hann einskis fram-
ar, en að fanginn væri kominn norður og niður,
svo að hann gæti fengið sér eitthvað að borða,
og rnætti svo leggja sig út af eins og hinir
hamingjusömu félagar hans.
Rétt þegar Tim var sokkinn niður í þessar
raunalegu hugsanir, birtist honum — sern stigin
niður af himnum — lausnarengil! með andlit
sem María mey, augu bjartari en stjörnur og
lága hljómþýða rödd. Hún spurði hvort hann
væri ekki svangur, og sagði að það væri hin
mesta skömm, að hann væri látinn ganga þarna
til og frá, án þess að fá nokkuð hressandi eftir
gönguna. Því næst sýndi hún sig sem mjög
svo hugsunarsaman engil, því hún sagði hon-
um, að ef hann vildi læðast inn um bakdyrnar,
þá mundi hann í herberginu til hægri handar
finna heitan kaffibolla, og feiknin öll af köldu
keti og brauði. Þetta var alt oý mikil freist-
ing fyrir auiningja Tim. Hann friðaði sig við
að skúrdyrnar væru vandlega læstar, og í Ijóm-
andi fallegum orðatiltækjum, sem láta hverjum
írlendingi svo vel, vottaði hann óskir sínar um,
að alt líf hennar bæði hér og annars heims
mætti verða sífeldur sæludraumur. Eftir það
læddist Tim í burt.
Um leið og hann var horfinn stökk Maggy
til dyranna og lauk þeim upp. lnni fyrir var
næsta dimt, aðeins lítil glæta frá ljóskeri í einu
horninu.
»Alf, ertu þarna?'! hvíslaði hún með óró-
legum andardrætti.
»Maggy, ert það þú?* sagði hann með
undrun.
»Já, Já,« sagði hún fljótt. Eg — eg var hrædd
um að þeir mundu skjóta þig, Alf. Eg gat
ekki afborið það — eg varð að gera tilraun til
að híálpa þér. Verðinum hef eg komið í burt
og — en þú verður að flýta þér, Alf, hvert
augnablikið er dýrt.«
»Maggy, þú trúir því þó ekki að eg sé sek-
ur, líklega?*
»Nei, nei; en engar útskýringar nú, þúverð-
ur — Þei, hvað er þetta? Ó, Alf, hann kemur
— Vörðurinn kemur aftur. Flýttu þér, flýttu
þér. Farðu, í guðs nafni, farðu!«
Eitt andarlak stóð hann hikandi. Svo stökk
hann inn í skógarrunnann.
Það mátti í raun og veru ekki tæpara standa.
Á meðan Tim Kelly stóð og skolaði niður kaff-
inu, datt honum skyndilega í hug að eitthvað
kynni að vera grunsamt við þetta. Hvers vegna
hann hugsaði sem svo vissi hann ekki. Honum
þótti samt vissara að vera á varðbergi, og flýtti
sér því aftur til gæzlu sinnar. Maggy var slopp-
in inn í húsið, og Alf kominn yfir hundrað
álnir í burtu, þegar hann uppgötvaði að skúr-
inn var tómur. Og þá lét hann ekki biða að
blása herblástur.
í herbúðunum varð uppi fótur og fit, og
eftir fáein augnablik voru menn farnir að elta
flóttamanninn. En eftir stutta stund komu her-
mennirnir aftur tómhentir, og sögðu að fang-
inn væri horfinn án þess að láta eftir sig nokk-
urt merki. Tim Kelly var síðan færður fiam
fyrir kafteininn, sem orðinn var reiður, og hann
yfirheyrður með ótal flækjuspurningum. Þótt
Tiin væri mjög gramur yfir fláræði þessarar
»elskulegu, ungu stúlku«, gat hann þó ekki feng-
ið af sér að Ijósta upp um hana. Hann varð
að vísu að játa, að hann hefði verið gintur frá
gæzlunni, en hann lét sér detta í hug að gefa