Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 31
KONUTRAUST 151 Maggy stóð úti á svölunum, þegar þeir komu að húsinu. Hún var mjög þreytt eftir erfiði næturinnar, og þurfti að fá sér hressandi '°ft. Hjarta hennar blæddi af því að vera sjón- arvottur að óförum landa hennar, og henni fanst óþolandi að vera álitin orsök til alls þessa. Henni lá við gráti, þegar hún leit á flaggið er blaktaði í geislutn morgunsólarinnar, flaggið, sem hún sjálf hafði saumað, og dregið á stöng svo innilega hrifin. Kafteinninn starði vonlausum augurn á hæð- ■rnar lengst í burtu; þar var engan að sjá. Svo benti hann á sambandsflaggið og mælti með titrandi röddu: »Dragið það niður — og upp með hvíta fánann!« Jackson lautinant gekk að stönginni, Hann hafði þegar lagt hönd á verkið, þegar Maggy stökk til hans og greip í handlegg hans. Hún kotn varla upp orði fyrir geðshræringu. »Hættið!« sagði hún. Sjáið,lítið þérþangað!* Liðsforingjarnir litu þangað sem hún benti, °8 ósjálfrátt ráku þeir upp óp. Sólargeislarnir g'ömpuðu á hundruð af burtstöngum, og hóp- Ur hrynjaðra riddara komu á harðastökki vest- a,i hæðirnar. Einnig í austri sást blika á stál, °i suður á hæðunum sáust langar fylkingar af fótgönguliði. Loftið kvað nú við af dunandi húrrahróp- Utni og Búar lögðu á flótta alt hvað hestar þe‘rra komust. Nokkrum mínútum síðar komu fáeinir liðs- foringjar úr hjálparliðinu þeysandi eftir vegin- um og stefndu heim að húsinu, þar til þeir namu staðar fyrir framan svalirnar. Qráhærður hersir stökk af baki, greip hönd hafteinsins og mælti: »Nú [)að mátti ekki tæpara standa. Eg áleit að þið væruð komnir í skotfæraþröng?« , *'á>* sagði kafteinninn. »Innan fárra mfn- utna _ miincjj þag hafa orðið of seint. En vaða kraftaverk var það, að þið skylduð fá vita, að við vorum komnir í hann krappann?« »f*að kom einhver náungi ríðandi eins og v*flaus maður til herbúðanna, og sagði að Bú- ar væru alt í kringum ykkur í tíu mílna fjar- lægð, og að við yrðum að skunda ykkur til hjálpar. Hvað varð af piltinum? O, þarna er hann. Hermennirnir hafa fengið að vita þetta og ætla nú alveg að éta hann, Það er ekkert undarlegt, því honum er það að þakka, að þið eruð ekki allir á leiðinni til Pretoria.* Kafteinninn hafði farið víða, og heyrt og séð margt í heimi þessum, og varð því ekki uppvægur við smáviðburði. En nú stóð hann með starandi augu og opinn munn. Á meðal nokkurra hermanna, sem hrópuðu fagnaðaróp, og veifuðu hjálmttm sínum og byssustingjum, reið Alf Watson, réttur í söðli, rólegur og brosandi. »Hann sagði,« hélt hérsirinn áfram með gletni í augunum, »að Búar hefðu orðið ykkar varir á hergöngunni, og sætu um ykkur, en að þið ímynduðuð ykkur að hann væri njósn- ari, og að hann gæti ekki fengið ykkur til að trúa sér. Svo heppnaðist honum fyrir hjálp frá ungri stúlku — það lætur mjög skemtilega í eyrum, ekki satt? — að koniast undan, ná hesti og ríða alt hvað af tók til herbúðanna til að biðja okkur um hjálp.« »En við fundum uppdrætti og skothylki, ásamt bréfi frá höfuðsmanni Búa á heimili hans,« stamaði kafteinninn. »Já, alveg rétt,« svaraði hersirinn, »en það kemur í Ijós, að það á Pjóðverji, sem er ráðs- maður hjá honum. í nótt tók varðlið okkar pilt þennan til fanga, og þegar hann heyrði að Watson væri grunaður, var hann svo heiðar- legur að meðganga alt saman.« »Afsakið mig eitt augnablik, herra hersir!« sagði kafteinninn. Síðan gekk hann til Alf, greip hönd hans og mælti: »Heyrið þér, Watson! Eg veit ekki hvað eg á að segja til að fá fyrirgefningu yðar.« »Segið þér ekki neitt, kæri kafteinn,« sagði Alf brosandi. »Ef eg hefði verið í yðar sporum, þá mundi eg hafa hagað mér nákvæmlega eins.« »Pakka yður fyrir; en eitt vil eg segja yð- ur: ef eg væri einráður yfir Viktoríukrossinum þá mundi eg láta ungu stúlkuna þarna fá einn — hann heilsaði Maggy, sem roðnaði — og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.