Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 32
152
NYJAR KVÖLDVÖKUR
yður annan. Hér á eftir mun eg, ungfrú Max-
well, trúa betur kvenlegri eðlishvöt, en mann-
Iegu áliti. Og nú, piltar! þrefalt húrra fyrir
þeim báðum!«
Þegar húrrahrópiti voru hætt, sneri hersir-
inn sér að Maxwell.
»Svo það var þessi unga stúlka, sem var
vini sínum svo trygg, að hún hætti sér fyrir
herrétt hans vegna. Eruð þér svo hamingju-
samur að vera faðir hennar?«
»Já,« sagði Maxwell, og góðlega andlitið
hans ljómaði af stærilæti og gleði. »Húntreysti
honum, en það gerði eg ekki. Til allrar ham-
ingju var það hún sem hafði rétt fyrir sér. Og
nú er aðeins eitt, sem eg get gert til að út-
vega mér frið og sátt við þau.«
Hann greip hönd Maggyar og.lagði hana í
hönd Alfs. Og húrrahrópin byrjuðu á ný.
(Endir.)
H EITIÐ.
Saga eftir Mabel H. Robins.
Eg var aðeins seytján ára gömul — seytján
ára flón, sagði fólkið. En eg áleit samt ekki að
eg væri flón, því að eg hafði mjög gott álit á
sjálfri mér, bæði hvað ytra útlit snerti og gáfur
mínar. Eg var sem á glóðum þetta kvöld því,
að nú átti eg í fyrsta sinn að sitja í samkvæmi
við gestaborð föður míns og skemta gestum hans.
Eg hafði altaf verið eftirlætisgoðið hans, og
veitti mér því létt að fá hann til þess að lofa
mér og stallsystur minni, sem Dolly Craven
hét, að vera með gestunum íkvöld. Hann hélt
bara að okkur mundi leiðast þar.
»Eg skal segja þér það, Cissa mín, að það
eru aðeins karlmenn, sem verða gestir mínir í
kvöld. Þeir koma til þess að fara á skotveiðar
í fyrramálið og þeir tala líklega ekki um ann-
að, svo ykkur þykir líklega ekki skemtilegt.«
»Hverjir koma. pabbi?« spurði eg.
»Winton lávarður og bróðir hans, Sir Ge-
orge Oldny og Carruthers. Lávarðarnir eru
rosknir menn og fremur óskemtilegir borðu-
nautar fyrir börn einsog þig.«
»En Carruthers, hver er hann?«
»Hann er rithöfundurinn, sem mest er látið
af nú um tíma. Hann er ekki nema tuttugu og
sjö ára, og hefur þó ritað bók sem hefur vak-
ið mikla athygli. Annars er hann vanastur við
að ræða við mentaða menn og kærir sig lík-
lega varla um að spjalla við hálfvaxnar skóla-
stelpur.«
Pabbi hló og kleip mig í eyrað, en eg Iét
ekki hugfallast þrátt fyrir þessa ræðu hans, held-
ur var ennþá ákveðnari í að vera með gestun-
um um kvöldið.
Eg mintist á rithöfundinn við Dolly og lét
borginmannlega. »Hanu á að sitja næstur mér
og eg ætla að lofa honum að dást að því, hvað
mikið eg veit og kann.«
Til þess að fullkomna áhrif mín sem bezt,
bað eg pabba um Anstruther-demantana alþektu,
og fékk þá eftir nokkra eftirgangsmuni.
Eg vissi það vel, að eg Ijómaði frá hvirfli
til ilja af demöntum og skrautgripum, þegar
eg gekk inn í móttökusalinn.
Pabbi var þar með öðrum manni.
»Petta er dóttir mín, Carruthers,« sagði hann
með dálitlum sjálfsþóttakeim í röddinni, þótt
mér dyldist ékki að hann leit fremur óhýru
auga til gimsteinanna í hári mínu og fötum.
Ralph Carruthers var hár maður og herða-
breiður með föstum andlitsdráttum og dökk-
bláum augum.
Mér gramdist nokkuð, að hann leit í speg-
ilinn í staðinn fyrir mig, er hann hann hafði
heilsað mér.
»Eg vona að þér hafið skemt yður vel á
ferðinni,« sagði eg hálfhikandi, til þess að eitt-
hvað yrði úr samræðum.
»Pakka yður fyrir,« svaraði hann, «egskemti
mér mjög vel. Landslagið er svo fagurt hérna,
að það má vera hreinasta unun að eiga hér
heimu.«
Eg hristi höfuðið. »Pað er ákaflega afskekt
og maður fær hér engar fréttir fyr en mörgum