Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 35

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Side 35
HEITIÐ. 155 »Veiztu hver er kominn hér, Cicely?« sagði hún með nokkrum ákafa. »Hver kominn er hér? Já, auðvitað, Lady Hilliers sagði mér nöfn þeirra, en eg man ekki eftir neinum sérstökum,« svaraði eg stuttlega. Dolly hló. »Hann var þó dálítið sérstakur í þínum aug- um hér fyr meir,« svaraði hún háðslega. »Hver þá? Hvern áttu við?« »Hvern ætli eg eigi við nema Ralph Carrut- hers,« sagði hún og reyndi að líta framan í niig; en til allrar hamingju sá hún ekki að mér varð hverft við, með því að eg var að leita að brjóstnál og beygði mig niður. »Einmitt það!« sagði eg kæruleysislega, sneri mér því næst að herbergisþernu minni, sem hélt á gimsteinalögðu hárhlaði fyrir fram- an mig. »Þakka þér fyrir, Elísa, egætla ekki að bera Þetta í kvöld.« Dolly hló ertnislega, eins og hún hefði les- í hug minn. »F*ú ættir heldur að hlaða á þig öllum þín- U(n gimsteinum og skarti, svo að Mr. Carrut- hers þekki þig aftur. Manstu ekki, hvað þú varst hlaðin af skrauti og gimsteinum, þegar þú sást hann seinast?* sJú, það getur vel verið,« sagði eg hálf- vandræðaleg, «en er ekki kominn tími til að §anga inn í samkvæmið?® Þegar eg kom inn í salinn, heyrðist einhver kliður, og menn Iitu framtil dyranna ogþögnuðu. Eg leit inn eftir salnum og kom auga á hávaxinn mann. Eg þekti sirax að það var Mr. Carruthers. Eg sá að hann Ieil einnig í áttina hl mín og hætti að tala. Svo hélt eg áfram innar eftir og heilsaði þeim sem eg þekti. En heppnin var ekki með mér að sinni, Því skömmu síðar kom Sir George Hilliers og nefndi nöfn okkar Carruthers og óskaði að eg yrði sessunautur hans við borðið. Verra gat það ekki verið! Nú hlaut eg að tala við þennan mann tímum saman þó að mér væri það þvert um geð. Eftir nokkur orðaskifti sem tilheyrðu nauð- synlegustu kurteisisreglum, settumst við að borð- um hvert við annars hlið, og talaði eg varla orð frá munni. En hann lét ekki á sér standa. »Eg held endilega að eg hafi haft þá ánægju að sjá yður fyr,« sagði hann. Eg leit á hann og lézt verða hissa. »Hvar og hvenær?« spurði eg og brosti Iítillátlega. »Fyrir rúmum þrem árum,« sagði hann og horfði hvast á mig. »Pað var á yðar eigin heimili, Temple Hall. En þér voruð þá varla komnar af barnsaldrinum.« Eg hnyklaði brýrnar og lézt hugsa mig um. Svo leit eg upp sakleysislega og sagði: »Mér er ómögulegt að muna það, en kannske nafn yðar hjálpi mér til þess. Annars heyrði eg ekki nafn yðar áðan fyrir hávaða.« Hann leit á mig og virtist verða hissa. Pað var heldur ekki furða, því að hann hlaut að vita að hver maður í samkvæminu myndi fyrir löngu vera búinn að þekkja sig, því erwia þótt menn hefðu ekki kynst honum persónulega, gat hver maður þekt hann af myndum, sem stóðu svo að segja í hverju blaði. »Eg er Ralph Carruthers,« svaraði hann lát- Iaust, en þó ekki án nokkurs sjálfsálitskeims í röddinni. »Ralph Carruthers?« tók eg upp vandræða- lega. »Pér eruð þó ekki vænti eg ættingi þess manns sem ritar skáldsögur?« Hann hló dálítið gremjulega. Hann var víst vanur við að vera nefndur öðruvfsi en »mað- urinn sem ritar skáldsögur.« »Ættingi Carrut- hers skálds« mundi hafa látið betur í eyrum hans. En samt gladdi mig að sjá, að þetta ert- andi sjálfsþóttabros, sem einkendi hann svo mjög, var horfið af andliti hans. Hann hafði að líkindum búizt við að eg mundi dýrka hann eins og einhvern guð, og leitast við að ná hylli hans með fasi og látæði, eins og eg sá sumar ættsystur mínar gjöra. Honum hafði brugðist þessi von, ef svo var; en samt sem áður veitti hann mér meiri athygli 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.