Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Blaðsíða 41
SAMUEL MORSE.
161
og félaus árið eftir. Varð hann þá að fá ián
íyrir matnum á leiðinni og ferðinni, svo að
hann varð að greiða rentur af skuldum sínum.
Hugur hans var svo bundinn við þessa upp-
götvun og framtíðarráðabrugg sitt, að hann
sinti lítið list þeirri, sem hann og börn hans
áttu að lifa af. Rað var líka lítið um málverka-
pantanir hjá honum. Menn fóru heldur til ann-
ara. Og þó hann gerði sér glæsivonir um auð
og heiður af uppgötvun sinni, varð hann samt
að þiggja fjárstyrk af öðrum án þcss að geta
sannað, að nokkurn tíma yrði nokkurt gagn að
tilraunum hans. Svo er oft erfið brautin þeirra,
sem vinna mannkyninu mest gagn.
»Fram á haustið 1837,« segir hann, »vpru
skeytatæki mín svo illa gerð, að eg dró mig
» hlé með að sýna þau. Eg var svo fátækur,
að eg hafði engin ráð með að búa til tæki,
sern vaeru frambærileg útlits, svo að eg gæli
sett þau á sýningu og gæti vonað að skoð-
endum litist á þau. Eg vildi alls ekki láta þetta
sem eg hafði varið svo miklu erfiði til, verða
að athlægi. Fram á sumarið 1837 varð eg að
a málarapenslinum mínum. En þá fór Al-
fred Vail að taka eftir skeytafærum mínum.
Fjárhagur minn var þá ekki betri en svo, að
eg svaf í vinnustofu minni, og borðaði þar
mánuðum saman, sótti efnið í matinn i mat-
^ölubúð eina og bjó hann til sjálfur. Og til
Þess að vinir mínir sæju síður, hvað eg átti erf-
‘ff> var eg vanur að kaupa mat minn á kvöld-
ln>« Stundum var hann matarlaus heilan sól-
arhring.
Bræður hans hjálpuðu honum á margan
hátt. Þeir voru eigendur og útgefendur að blaði,
°g hann hafði verkstofu sína í húsinu, sem
blaðið var gefið út í, og var hún bæði vinnu-
stofa, dagstofa, svefnherbergi og eldhús hans.
^>ð annan vegginn stóð legubekkur, sem hann
^vaf í á nóttunni og hinumegin rennismiðja.
ar rendi hann í partana í tæki sín. Og sýnis-
kornin tálgaði nann sjálfur úr tré og hnoðaði
steypimót úr leir,
^egar Morse var í París 1839, hafði hann
‘ff þar annan uppfinnanda, sem þá hafði loks
náð sér á stryk eftir margra ára baráttu. Það
var Daguerre, er fann Ijósmyndagerðina. Morse
varð mjög fanginn af því, og Daguerre lofaði
honum að senda honum skýrslu um aðferðina
óðara en samningar væru á komnir milli hans
og stjórnarinnar. Daguerre hélt hér orð sín og
Morse hefur verið fyrstur manna í Ameríku,
sem sá þetta rit og tók fyrstur Ijósmyndir. Hann
og prófessor Draper, sem líka var við háskól-
ann í New York, tóku fyrstu andlitsmyndir í
heimi.
Meðan Morse komst ekkert áfram fyrir fé-
leysi, höfðu þeir Steinheil og Cok-Whaetstone
fengið styrk tii sinna framkvæmda í Evrópu og
reyndu nú til að koma skeytafærum sínum að
í allri Evrópu. Pótt tilfæringar Morse væru betri,
var alt horf á að hann mundi alveg verða út
undan.
Veturinn 1842 — 1843 sneri hann sér aftur
ti! þingsins með síma sinn, og lagði þá maður
einn fram lagafrumvarp um, að þingið legði
fram 30,000 dollara til rafsegul-hraðskeyta-
lína, og átti svo að gera tilraunir undir forustu
sljórnarinnar. Mikið háð og spott var gert að
tillögu þessari, en þó tókst ekki að drepa mál-
ið eða kæfa það í nefnd. Pað komst í gegn
og gekk þaðan til sambandsþingsins og sofnaði
þar um langan tíma. En rétt í þinglokin varð
það þó tekið upp á dagskrá og var samþykt.
Pað mátti ekki seinna vera, því að þegar lög-
in voru samþykt, undir lágnættið þriðja marz
1843, átti Morse ekki nema fáeina aura í vasa
sínum.
Óðara en lögin voru samþykt fóru þeir
Morse og hjálparmenn hans. Alfred Vail, Oale
o. fl. að vinna af kappi. Tilraunalína var Iögð
mílli Washington og Baltimore. Fyrst reyndu
þeir' að grafa línuna í jörð niður, og gekk í
það mikill tími og kostnaður, því þeir einangr-
uðu vírinn með bómull og lakki, og settu blý-
pípu utanum. En þegar þeir reyndu að þenja
vírinn á stengur, gekk alt miklu fljótara.
24. maí 1844 var fyrsta hraðskeyti sent alla
leið, en áður hafði skeyti verið sent spottakorn
af leiðinni. Pað var um kosningu forsetaefnis.
21