Nýjar kvöldvökur - 01.06.1916, Síða 48
168
NYJAR KVÖLDVÖKUR
(f 1811) í ritum sínum, »en guðfræðingarnir
verða að skýra hvernig þetta hefur viljað til.
Legsteinninn er enn til, og það lifa enn menn
hér í borginni, sem hafa séð hann og letrið
á honum.«
Pegar kona Sebastians Bachs, tónskáldsins
mikla, andaðist, var farið að búa undir jarðar-
förina. eins og vant er. Bach var aldrei vanur
að skifta sér af neinu heima fyrir, heldur láta
konu sína sjá fyrir því öllu. Þá kom inn til
hans gamall þjónn þeirra, sem átti að kaupa
sorgartjöld í stofuna, og bað hann um pen-
inga til þess. Rá sat hann þar við borð sitt,
hallaði höfðinu fram á það og svaraði grátandi:
sRú verður að fara til konunnar minnar með það,«
Hlíðin mín!
Mörg er íslands svipfríð sveit
sælda þakin standi,
en Blönduhlíð eg bezta veit
bygð á Norðurlandi.
Ró að hennar ljúft sé land,
létt og skógarvana,
eitthvert hjartnæmt blíðuband
brögnum tengir hana.
Hölda eyðir hugarmóð
hún, sem fagur svanni,
undurhlýja ástarglóð
elur í hverjum manni.
Veitir sínum mörgum mög
margar gleðistundir.
Heyrast landsins hjartaslög
hennar brjóstum undir.
Hefur ótal hrakið mein
hennar farsæll gróður.
Hún er lífæð öflug ein
okkar fósturmóður.
t*að er hjartkær hlíðin mín
hugtak bæna minna,
að fögur verði framtíð þín
og frjálsra barna þinna!
Bráðum verður plægð með plóg
prýðin þinna landa,
þess á milli þakta skóg
þig eg sé í anda.
Pú átt margan mætan reit,
er mýkir tiauðir hjarðar.
Pú ert líka sólskinssveit
sælust Skagafjarðar.
Um þig lykur, lífs með von,
Ijósríkt geislahafið,
Rú hefur margan sólarson
sjafnarörmum vafið.
Meðan sól á skaut þitt skín,
og skreytir þína haga,
þig munu beztu börnin þín
blessa alla daga.
Sigurjöti Gíslason.
***** •
Norðurálfuófríðurínn.
Hagkveðlingaháttur.
Manndóms spiit er menningin,
margra vilt er kenningin,
vonzku fylt er veröldin, i
verri en tryltur heiðinginn.
Kristin þjóðin hver sem má
kvistast óðum, fer í strá,
þyrstir í blóðið berast á,
byrstir og móðir eru þá.
Illa blóðug standa stríð,
stilla ei óða branda hríð
spilla gróða, granda lýð,
grilla jrjóðir vanda of síð.
Eyjarskeggi.
Óskað er eftir vísubotni við þennan vísu
helming:
Hér a landi hdð er strið
við hajis, eld og sjóinn.
J. S.