Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 9
KAIN 55 þau meir og meir, og þó þyrsti sál hans í samúð og kærleika. Hann þráði svo heitt einhvern, sem gæti skilið hann og tekið þátt í áhugamálum hans og starfi, ein- hvern, sem gæti hjálpað honum við að iinna úrlausnir við þeim ráðgátum tilver- unnar, sem hugur hans glímdi sífellt við, einhvern, sem gæti létt honum einstæð- ingsskapinn, borið sorgir hans með hon- um og tekið þátt í gleði hans, einhvern, sem hann gæti elskað. Hatur hans til Abels greip meir og meir um sig. Rauðir skuggar liðu honum fyrir sjónir í hvert sinn er Abel setti upp yfir- lætissvipinn, og talaði til hans í þeim mál- rómi, sem greinilega gaf til kynna hversu mikið hann þóttist honum fremri. Abel reyndi ekki að dylja það, að honum fannst bróðir sinn óþolandi sérvitringur, engum til gagns og starf hans lítilsvert. Hann gat ekki skilið þá tilhneigingu hans að vilja helzt alltaf vera að róta í moldinni. Samkomulagið versnaði þó fyrst fyrir alvöru, þegar geitur og kindur Abels fóru að venja komur sínar í akurbletti Kains, og skemma og eyðileggja ávöxt iðju hans. Kain hafði jafnvel sterkan grun um að bróðir hans gerði ekkert til þess að verja þeim þar aðgang, heldur þvert á móti. Þetta varð til þess, að hann fór illa með þær, hrakti þær og barði, þegar hann komst í færi, til þess að hefna sín, og Abel, sem varð þess fljótt áskynja, klag- aði það fyrir foreldrum sínum. — Kain er vondur, sagði hann. Hann fer illa með geiturnar og kindurnar. — Þú þarft ekki endilega að hafa þær í akrinum mínum. Það er nóg beitiland annarstaðar, svaraði bróðir hans hryss- ingslega. — Kain segir að eg reki skepnumar inn á akurinn hans, sagði Abel, og þóttist vera móðgaður. Það er ekki satt. Eg get ekki gert að því, þótt þær fari þangað sjálfar. —■ Þú getur beitt þeim lengra í burtu, sagði Kain stutt. — Þá mjólka þær verr, svaraði Abel. — Þú bara nennir ekki að gásta þeirra nógu vel, hreytti Kain út úr sér. — Þú ert letingi. — Þú átt að vægja fyrir bróður þínum, sagði móðir hans ásakandi. Mundu að hann er yngri en þú. — Eg steindrep þær næst þegar þær koma inn á akurinn, sagði hann reiður. — Svona var það æfinlega. Foreldrar þeirra héldu með Abel, og það jafnt fyrir því, þótt hann hefði á röngu að standa. En þeim var aftur á móti nákvæmlega sama um hann. Þótt hann umgengist þau daglega var hann einn síns liðs, — al- einn. —------- ---------- Svo var það einn dag nokkru seinna, að Kain kom að öllum geitum bróður síns, þar sem þær voru að háma í sig nærri því fullþroskað kornið á akrin- um hans. Á einhvern dularfullan hátt höfðu þær komizt í gegnum limgirðing- una, sem hann hafði sett upp í kringum hann til varnar. Það rétt sá á hornin á þeim upp úr grasinu, þar sem þær voru að naga öxin af stönglunum. Þessi sjón gerði hann frávita af reiði. Hann greip stóreflis lurk og stökk inn í hópinn, sem tvístraðist í allar áttir. En þótt þær yrðu hræddar, vildu þær ekki fara burt fyrr en í fulla hnefana. Þær hlupu sitt á hvað, skrækjandi og jarm- andi, og Kain á eftir með lurkinn á lofti, og vei þeirri, sem ekki var nógu snör í snúningum. Gamla, stóra forustugeitin með snúnu fallegu hornin, var verst viðureignar. Að lokum náði hann henni og lét lurkinn ganga á henni, unz hún lagðist á hliðina, rétti frá sér alla fætur og hreyfði sig ekki framar. En reiði hans rénaði ekki, þótt hann gengi af einum geitargarmi dauðum. Helzt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.