Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 12
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR skaut allt í einu upp fyrir framan hann, en þegar hann rétti út hendina til þess að seðja hungur sitt eða svala þorsta sínum, var allt horfið. Sólin hné og nóttin kom og leið og nýr dagur rann upp. Kain staulaðist enn þá áfram. Hann hafði nálgast fjöllin ótrú- lega mikið og jarðvegurinn var orðinn frjórri og gróðursælli. En hann var hætt- ur að veita því eftirtekt, sem í kringum hann var. Meðvitund hans var orðin ó- skýr. Hillingarnar voru horfnar, fyrir augum hans var aðeins myrkur, sem hann varð að þreifa sig í gegnum. Sn áfram varð hann að halda, því að baki sér heyrði hann fótatak ,létt en uppihalds- laust og ógnandi. Hann vissi hver þar var á ferð. Það mátti ekki ná honum — aldrei að eilífu. Hann varð að halda áfram, — áfram, — áfram. En um miðjan dag gafst hann upp. Fæturnir gátu ekki borið hann lengur. Síðasta spölinn skreið hann. Honum fannst hann heyra þyt í laufríkum trjám, og finna svalandi forsælu, en hann var orðinn of örmagna til þess að það gæti gefið honum nokkurn styrk lengur. Harrn gaf sig þreytunni og hvíldinni á vald, viljalaus eins og lítið barn, og geigvæn- legt myrkur lukti sig utan um vitund hans. IV. Vatn, vatn. — Kalt, svalandi vatn seitl- aði inn á milli vara hans. Hann svalg það í sig þótt kverkar hans væru sárar og bólgnar af langvarandi þorsta. Hann var svo máttfarinn að hann gat ekki hreift sig, og augnalok hans voru svo þung, að hann megnaði ekki að lyfta þeim. Hann vissi ekki hvort hann var lifandi eða dauður. Hann skynjaði aðeins eitt: Vatn. En meðvitund hans skýrðist smátt og smátt. Hann fann að einhver laut ofan að honum, og mjúkar hendur snertu við honum. Sterkir armar hagræddu honum, og ilmur frá nöktum líkama lék um vit hans. Það minnti hann á þegar hann var lítill og móðir hans hagræddi honum og lét vel að honum, og það fyllti hann frið og öryggi. Hann vildi ekki opna augim, vildi ekki vakna til veruleikans, ef þetta væri ekkert nema blekking. En þreytuhöfginn rénaði smátt og smátt og hugsanir hans urðu smám sam- an skýrari. Þetta var ekki blekking. Þetta var veruleiki, og hann opnaði augun gætilega. Tvö mild og brún augu mættu spyrj- andi augnaráði hans. Og þessi brúnu augu voru ekki nein draumsýn. Þau áttu heima í andliti, sem ljómaði af æsku og hreysti. Það gljáði á brúnleitt hörundið, og sítt og svart hár féll laust um brjóst og herðar. Ofsalegur fögnuður gagntók hann. Það var eitthvað að ljúkast upp fyrir honum, eitthvað, sem alltaf hafði verið lokað. Þessi ókunna kona, sem hélt honum í örmum sínum og vætti varir hans með vatni, hún var svarið við þeirri miklu spurningu, sem alltaf hafði brunnið á vörum hans; þeirri spurningu, hvort ekki væri fleira fólk til á þessari jörð. Nú vissi hann það fyrir víst, og hann var sæll og ánægður. — Hver ert þú? spurði hún, er hún sá að hann var vaknaður aftur til lífs og myndi skilja spurningu hennar. Hún tal- aði sama mál og hann, aðeins með ann- arlegum en þó viðfelldnum hreim í rödd- inni. — Ég er Kain, svaraði hann með barns- legri hreinskilni, eins og það eitt væri nóg til þess að hún vissi hver hann væri. — En ég er Arína, dóttir Semits, svar- aði hún á móti. Ég fann þig hér og sótti vatn. Bráðum verður þú svo hress, að þú

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.