Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 16
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR myndir þú bera höfuðið hátt og líta björtum augum á lífið. — Ef ég segði þér allt, Semit, myndi velvild þín snúast upp í fyrirlitningu, og þú myndir kalla á þræla þína, til þess að reka mig burt frá augliti þínu. — Ógæfa þín veldur mér sorgar, sonur minn, sagði Semit og lagði aðra hendina hughreystandi á öxl unga mannsins. Viltu ekki trúa mér fyrir því, sem vekur þér svo sáran harm í hjarta? — Snertu mig ekki, sagði Kain, og stökk á fætur. En ég skal segja þér allt, en ekki í því skyni að réttlæta mig, eða ætlast til að þú takir þátt í óhamingju minni. Hana verð ég að befa einn. — Hendur mínar eru flekkaðar blóði. — Ég drap bróður minn. — Ég virði hreinskilni þína, sonur minn, mælti Semit eftir stundarþögn, og strauk ákaft skegg sitt. Margur hefði kin- okað sér við að ákæra sjálfan sig fyrir bróðurmorð. Ég dæmi þig ekki. Tæplega hefir þú unnið það verk að orsakalausu. — Hann var yngri en ég, hélt Kain áfram í ákafri geðshræringu, án þess að gefa því gaum, sem hinn sagði. Foreldrar okkar elskuðu hann meira en mig, og ég var látinn einn og afskiftalaus. Ég gat aldrei látið mér þykja vænt um hann, mér fannst hann hafa rænt foreldrum mínum frá mér. — Honum var hrósað og fyrirgefið það sem ég var skammaður eða barinn fyrir. Allt var gott, sem hann gerði. Hann naut umhyggju og ástúðar. Ég var lítilsvirtur. Sú bölvun, sem fylgir því að vera einn og yfirgefinn af öllum ío) herti hugarfar mitt gagnvart honutn, og einu sinni er okkur greindi á, gat ég ekki stillt mig lengur. — Ég drap hann. Ég sá það strax, hélt hann áfram eftir litla þögn, og mesta geðshræringin var horfin úr rödd hans, en því miður aðeins of seint, að með þessu hafði ég aðeins aukið á ógæfu mína og einstæðinsskap. Ég gat ekki umgengist foreldra mína. með hendur mínar flekkaðar af blóði bróður míns. Ég flúði út í eyðimörkina til að deyja. í marga daga og nætur reik- aði ég áfram, án þess að vita hvert ég stefndi, en ég fékk ekki að deyja, Arína. dóttir þín fann mig og bjargaði lífi mínu. — Mikil er ógæfa þín, mælti Semit hugsandi og áhyggjufullur, þegar Kain hætti, en þrátt fyrir það er ekki ástæða fyrir þig að örvænta. Allt hefir sinn til— gang, einnig það, að þér var bjargað frá dauða. Að vísu hefir þú unnið illt verk,, en þú hefir fyrir þá sök þolað miklar raunir. Engin hegning er þyngri en sú, sem okkar eigin samvizka leggur okkur á herðar. Það sem liðið er verður ekki aft- ur tekið, en þrátt fyrir það er engin ástæða til þess að gefa upp alla von um hamingju og ’hugarfrið. — Hamingja og hugarfriður, endurtók Kain með þreytu- og vonleysishreim í röddinni. Hvernig ætti ég að geta öðlast það hvorttveggja eftir allt það, sem liðið er? -— Tíminn læknar öll mein smátt og smátt, og ef þú berð höfuðið hátt og lítur með djörfung og trausti til framtíðarinn- ar, verður það fyrr en varir. Eigi getur þú flakkað um jörðina, eins og flóttamað- ur, allt þitt líf. Einhverntíma verður þú að staðnæmast, reisa þér bú, taka þér konu, sem elur þér börn, og gerir líf þitt auðugra og betra. Á annan og betri hátt getur þú ekki friðþægt fyrir brot þitt, en með því að vekja bróður þinn aftur til lífs, — í afkomendum þínum. — Ef til vill hefir þú satt að mæla Semit, en þú verður að minnast þess, að ég hefi lifað við önnur og ólík lífsskilyrði, en aðrir menn. Útþrá og þekkingarþorsti hefir alltaf brunnið mér í blóði, og þeim þrám er ennþá að litlu leyti svalað, hvað sem öðru líður. — Kain, sonur Adams. Ég skil þig, og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.