Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 8
54 NÝJAR KVÖLDVÖKUR heilabrot voru honum fjarri skapi. — Foreldrar hans elskuðu hann, því að hann var þeim æfinlega góður og eftir- látur og kom aldrei með óþægilegar spurningar. Þeir völdu sér sitt lífsstarfið hvor. Kain gerðist jarðyrkjumaður. Hann hlúði að aldintrjánum, svo að þau gáfu stærri og betri ávexti, og hann sáði korni og fékk góða uppskeru. Hann blátt áfram elskaði þessa dökku og mjúku mold, sem virtist geyma alveg óendanlegt frjómagn í skauti sínu. Ekkert gat eins vakið stolt hans og gleði og góð uppskera. Þá gat hann jafn- vel gleymt því um stundarsakir hvað líf- ið var annars gleðisnautt, miskunnar- laust og tilgangslaust. En í þeirri gleði var þó ætíð falinn sár broddur. Enginn tók þátt í henni með honum. Jafnvel í gleð- inni var hann einn, — aleinn. Abel gerðist aftur á móti fjárhirðir, því að hann hafði yndi af skepnum. Kindurn- ar og geiturnar voru elskar að honum, því að hann var þeim góður. Hann strauk þeim og talaði við þær, og hann hélt þeim til beitar þar sem haglendið var bezt, svo að þær gáfu meiri og betri afurðir. Faðir þeirra var ánægður yfir því að hann valdi sér það starf, því að með hækkandi aldri gerðist hann þyngri upp á fótinn, en hjarðmannsstarfið hafði ætíð verið honum hjartfólgnast. Hann var stoltur og hreykinn af honum og dró engar dulur á það hvað Abel væri Kain fremri í öllu. Allt það, sem hann sagði eða gerði var það eina rétta. Þá sjaldan Kain lagði eitt- hvað til málanna, var það fjarstæða eða heimska. Athugasemdir hans voru ætíð hvassar og hlífðarlausar. Ekki þorði hann þó að hirta hann nú orðið, þótt hann hefði oft sterka löngun til þess. í staðinn beitti hann því vopni að virða hann einsk- is og láta sem honum stæði nákvæmlega á sama um tilveru hans; og Abel tók þetta smám saman eftir föður sínum, að gera lítið úr bróður sínum. ÖU umhyggja móð- ur þeirra snerist um Abel; í hennar aug- um var hann alltaf barn, sem þurfti að vernda og varðveita frá öllu illu. Hún var aftur á móti hálf hrædd við eldri son sinn, því að hún hafði aldrei getað skilið hann, eða þótt reglulega vænt um hann. Hann var ætíð svo ónærgætinn og hryss- ingslegur, og hugsanir hans og áhugamál voru svo fjarlæg og kynleg. — —------Löngun Kains til þess að kynn- ast leyndardómum tilverunnar var engu minni nú en fyrr, en hann vissi að ekkí þýddi að spyrja neins. Ef hann átti nokk- urntíma að fá lausn á þeim ráðgátum, sem hvarvetna mættu honum, þá yrði hann að leysa þær sjálfur. En þótt skiln- ingur hans hefði þroskazt og skoðanir hans breytzt á mörgu eftir því, sem hann eltist, var alltaf jafn margt, sem hann skildi ekki, en vildi vita skil á. — Átti hann að hætta sér út í hina stóru, óþekktu veröld? Sú tilhugsun bæði heillaði hann og vakti honum geig í brjósti. — Hann hafði einu sinni ætlað að komast til fjall- anna, sem hann svo oft hafði mænt löng- unaraugum til. En vegalengdin var mörg- um sinnum meiri, en hann hafði órað fyr- ir, ein óendanleg, sólheit eyðimörk. Fæt- ur hans sukku ofan í brennandi sandinn. Loftið titraði fyrir augum hans. Auðnin og einveran fylltu hann ótta og örvinglan. Hann sneri við og komst með naumind- um heim aftur, vonsvikinn og sneyptur yfir þrekleysi sínu og vanmætti. Síðan hafði hann ekki lagt upp í nýja leiðangra. En þetta tilbreytingarsnauða og til- gangslausa líf varð honum því þungbær- ara, sem lengur leið. Hann var farinn að hata foreldra sína og bróður sinn, sem öll virtust leggjast á eitt með að gera honum lífið óbærilegt. Allt gekk út á það að lít- ilsvirða hann og gefa honum í skyn, hvað hann væri gersamlega þýðingarlaus, jafn- vel algerlega ofaukið. Hann fjarlægðist

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.