Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 44
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hefi kúlu í minni. Fáðu mér nú aftur pen- ingabuddrma mína, annars skýt ég þig nú strax.“ Svarti Mads leit á prestinn og sá að hér var ekki um neitt að villast, og nauðugur rétti hann honum peningabudduna. „Þú reyndist mér slyngari“, rumdi hann fokvondur. „Það er rétt“, sagði séra Jesper, „og vertu sæll, sonur minn“. Séra Jesper reið svo heim til sín með peningana sína. En Svarti Mads hvarf burtu úr hérað- inu. Þessi prestur var hans ofurefli, þótt hann væri bæði lítill og grannur. Æfi sína endaði Svarti Mads, sem flest- ir aðrir ræningjar. Hann var skömmu seinna tekinn höndum og hengdur. Þ. M. J. þýddi. Frá Ólafi Kollubor. (Handrit Gísla Konráðssonar). Ólafur hét einn af húskörlum Jóns sýslumanns (og Salarráðs að nafnbót) á Melum. Ólafur var við aldur, þungur til vinnu og kallaður Kollubor. Mjög var hann morgunsvæfur og seinn til verka. Griðka ein hét Ragnhildur, og var hún á Melum. Tók hún það upp, að vekja Ólaf á hverjum morgni. Gazt honum illa að því og hugði að hefna á henni og freista til þess með galdri. Kirkjugarður forn er á Melum. Fór Ólafur til nótt eina, er haust- aði og gróf eftir mannsbeini. Ætlaði nú að launa Ragnhildi eftirreksturinn og laumaði beininu undir kodda hennar. Liðu svo þrjár nætur og var Ragnhildur heil sem áður. Undraði Ólaf það og hugði, að mein mætti orka, ef sjálfur svæfi hann á beininu áður, og tók nú það ráð, að sofa sjálfur á því, en þó all æðrufullur. Brá þá svo við, að hann sýktist. Ingunn húsfreyja hagræddi honum eitt sinn, og fann þá beinið, og lét bera til kirkjugarðs og grafa. Við það batnaði Skrítlur. Dómarinn: Þú ert kærður fyrir að hafa hent félaga þínum niður af smíðapallin- um. Sá kærði: Já, fyrirgefið hr. dómari. Þetta orsakaðist þannig, að ég og Karl urðum ósáttir, og þá tók ég hann og lét hann hanga utan við pallinn, og þá sagði hann: „Ef þú sleppir mér ekki, þá kalla ég á lögregluna“. Nú, þá sleppti ég hon- um, því að ég kærði mig ekki um að kom- ast í tæri við lögregluna. Sálarfræðingur nokkur var að rann- saka áhrif vínanda á sálarstarfsemi manna. Meðal annars fékk hann leyfi til að koma í fangelsi til þess að grennslast eftir því, að hve miklu leyti vínandi væri orsök að glæpum. »Segið mér«, sagði hann við fyrsta fangann sem hann hitti; »er það fyrir brennivín, eða aðra sterka drykki, að þér eruð hingað kominn?« »Já, það megið þér bölva yður upp á«, svaraði fanginn. »Hvernig þá?« »Bæði kviðdómendurnir og dómarinn, sem dæmdu mig, voru blindfullir«, svar- aði fanginn. Fór sína leiÖ. „Hvað sagði kærastinn þinn, þegar hann fékk að vita, að pabbi þinn hefði tapað öllum eigum sínum?“ „Ég veit það ekki. Ég hefi ekki séð hann síðan.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.