Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 3
Sigurdur Róbertsson KAIN. i. í forsælunni undir laufríkum olíuviðar- runni sat lítill drengur á hækjum sínum og horfði dökkum, spurulum augum út í fjarskann, þar sem tvö lítil, ljósleit ský móktu yzt út við sjóndeildarhringinn. Að öðru leyti var himininn heiður og blár, og sólin hellti brennandi geislum sínum yfir jörðina. Drengurinn, sem sat þarna kyrr, og horfði stöðugt á þessa tvo skýhnoðra, sem höfðu dregið að sér athygli hans, var alls- nakinn. Hörund hans var dökkbrúnt af sólbruna. Hár hans var svart og strítt og hékk niður á herðar. Andlit hans var stór- skorið og beinabert eftir aldri. Nefið var langt og dálítið íbogið. Djúpar hrukkur á milli augnanna sýndu greinilega, að hann var að brjóta heilann um eitthvað flókið og torskilið. Af og til, þegar hann þreyttist í augunum, kreppti hann lófana til hálfs og brá þeim þannig upp fyrir augun og horfði í gegnum þá á þessi tvö, litlu, ljósu ský, sem alveg ný- lega höfðu birzt honum þarna út við sjón- deildarhringinn. Raunar hafði hann séð ský fyrr, en hann hafði aldrei veitt þeim neina sér- staka eftirtekt fyrr en nú, og þau höfðu aldrei gefið honum tilefni til heilabrota, þótt þau hefðu verið bæði stærri og öðru- vísi en þessi tvö, sem höfðu seitt til sín hug hans allan, þessa stund. Hann hafði álitið, allt til þessa dags, að N.-Kv'. XXXI. árg., 4.-6. h. himininn, þessi bláa, stóra hvelfing, væri skorðuð ofan á heiðarnar og fjöllin, sem lengst voru í burtu, og heimurinn væri ekki annað en það, sem hann gat séð úr krónum hæstu pálmanna í vinjanum, sem var bústaður foreldra hans. En í dag höfðu þessar hugmyndir hans raskazt all- verulega. Hann hafði, með eigin augum, horft á þessa tvo skýhnoðra koma upp á bak við fjöllin og líða undur hægt upp á himininn. Þar var því eitthvað svolítið bil á milli, að minnsta kosti nógu stórt fyrir tvö lítil ský. Eftir því hlaut himin- inn að ná eitthvað töluvert lengra, og ef til vill náði jörðin eitthvað dálítið lengra líka. Það var annars merkilegt, hvernig þau fóru að því að svífa svona í lausu lofti, þessi tvö litlu ský. Líklega höfðu þau vængi eins og fuglarnir, en þeir voru bara ósýnilegir, því að hann gat enga vængi séð, hvernig sem hann horfði. Þau fóru líka smá-minnkandi unz þau hurfu alveg, og himininn var jafn heiður og blár, þar sem þau höfðu verið, og annarstaðar. Drengurinn hætti að horfa og neri augun, sem hann var farið að verkja í. En hrukkurnar vildu ekki hverfa af enn- inu. Hvaðan höfðu þau komið, og hvert höfðu þau eiginlega farið? Hugur hans fór að glíma við þessar spurningar, án þess þó að komast að nokkurri niðurstöðu. Hann hrökk upp úr þessum hugsunum sínum við að heyra móður sína kalla: — Kain, Kain! Hvar ertu, Kain? 7

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.