Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 36
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að petit dejeuner* hafði hún ráfað fram og aftur um tjaldið eirðarlaus og kvíð- andi því, að nú gæti höfðinginn komið á hverri stundu, og þá væri úti um allar vonir um flótta og frelsi. Hún leit enn einu sinni við með hryll- ingi og lét augun hvarfla um tjaldið með sínu íburðarmikla, austræna skrauti, þetta herbergi, sem hún var orðin svo einkenni- lega gagnkunnug þessa tvo mánuði. Hú.n myndi aldrei gleyma því. Það myndi vera mótað djúpt í huga hennar alla ævi eins og maðurinn sjálfur, erfið gáta, er hún aldrei gæti ráðið. Svo dró hún djúpt andann og gekk hvatskeytlega út í sól- skinið. Fyrir utan beið Gaston með hestana og stóð tilbúinn og hélt í ístaðið. Hún strauk hest sinn blíðlega og klappaði honum á silkigljáandi hálsinn, og var ekki laust við, að hönd hennar skylfi ofurlítið. Hún elskaði þennan hest, og í dag átti hann að hjálpa henni til að flýja. Hesturinn svaraði gælum hennar með lágu gleði- hneggi, nuddaði höfðinu upp að henni og fnussaði við henni með mjúkum flipan- um. Hún leit enn einu sinni á stóra tví- tjaldið, steig síðan á bak og reið á brott án þess að líta aftur upp frá því. Hún varð að stillast af fremsta megni og lát- ast vera róleg, þótt hana dauðlangaði til þess að hleypa Silfurtopp og ríða Gaston af sér. En hún var ennþá of nærri tjald- borginni til þess að þora að eiga það á hættu. Hún reið áfram á léttu tölti og hlífði hestinum ósjálfrátt- Hverri hugmyndinni á fætur annari skaut upp í huga hennar, en við nánari athugun reyndust þær all- ar - óframkvæmanlegar. Hún skeytti ekk- ert um tímann annað en það, að hann flaug alltof fljótt, svo að ætti eitthvað að * petit dejeuner: litla skattinn, þ. e. léttan morg- unverð. Þýð. gerast, þá varð að gera það fljótt. Gaston, sem reið fáein skref á eftir henni, gætti tímans vel og leit öðru hvoru á úr sitt. Allt í einu reið hann fram á hlið við hana og tautaði í afsökunarróm: „Fyrirgefið, madame! En það er orðið framorðið!“ sagði hann og sýndi henni á armbandsúr sitt. Díana leit ósjálfrátt á úlnlið sinn. en mundi svo allt í einu eftir því, að hún hafði brotið úrið sitt daginn áður. Hún stöðvaði hest sinn, ýtti sólhjálminum aft- ur á hnakkann og þurkaði svitann af enninu. Þá kom allt í einu allhvöss vind- hviða, eins og oft vill til á eyðimörkinni, þar sem vindhviður geta komið og horfið algerlega óvænt. Eins og elding flaug henni nokkuð í hug — auðvitað voru skilyrðin all tæp, en ef til vill — ef til vill gat það heppnast! Hún leit snöggt á Gaston, sem horfði í aðra átt, lyfti svo hendinni og lét vasaklút sinn flögra fyrir vindi — og sleppti honum svo. Vindur feykti honum spölkorn burt. Hún rak upp dálítið hljóð og greip í tauminn á hesti Gastons. „Æ, Gaston, vasaklúturinn minn!“ hrópaði hún og benti þangað, sem klútur- inn lá skínandi hvítur á flötum steini. Gaston varpaði sér af baki og hljóp af stað yfir Sandinn í áttina til klútsins. Hún beið, þangað til hann var kominn dálítið af stað, og sat á hesti sínum gagn- tekin af eftirvæntingu, með blikandi augu og hamrandi hjarta. Svo greip hún sólhjálm sinn og sló honum af öllu afli, svo að bergmálaði í klettunum, á lend hesti Gastons og fældi hann heim á leið aftur í áttina til tjaldanna. Svo keyrði hún Silfurtopp sporum sneri honum snöggt til norðurs og þeysti af stað og skellti skollaeyrum við hrópum Gastons, sem hafði orðið dauðskellkaður við til- tektir hennar. Silfurtoppur varð mjög æstur, og er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.