Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 37
AR AB AHÖFÐIN GINN 83 hann nú loksins fékk að ráða sér sjálfur, þaut hann af stað eins og elding, og vind- urinn hvein sem ofviðri um eyru Díönu. Henni kom ekki einu sinni til hugar hvað kynni að verða um Frakklendinginn, sem hún hafði skilið eftir einsamlan og hest- lausan, örlögunum ofurseldan, margar mílur frá tjaldbúðunum — hann var nú um hríð algerlega útilokaður úr huga hennar. Hún hugsaði þessa stundina að- eins um sjálfa sig. Bragð hennar hafði heppnast, ef til vill einmitt sökum þess, hve það var einfalt og óbrotið. Hún var frjáls, frjáls! Hafði enga áætlun, enga hugsun, hvað gera skyldi, né hvert halda skyldi, nema það eitt að stefna til norðurs. Hún hafði eins og veika von um, að skeð gæti, að hún rækist á hóp friðsamra Araba, sem gegn loforði um góða borgun fylgdu henni aftur til menntaðra manna. Þeir kunnu flestallir dálítið hrafl í frönsku, og hún ofurlítið í arabisku- Henni var full ljóst, að það var hreinasta brjálæði, að ríða einsömul yfir eyðimörkina, en hvað skeytti hún um það! Hún var frjáls, frjáls! Og hugsunin um þetta frelsi gerði hana svo vonglaða, að hún tók að hlæja hátt og kalla upp yfir sig, eins og hún væri ekki með öllum mjalla. Og þessi óstjórnlega gleði hennar hafði einnig áhrif á gæðinginn, sem herti enn meira á sprettinum. Díana vissi vel, að hún gat ekkert við hann ráðið, og ekki einu sinni stöðvað hann, þótt hún vildi, en henni var algerlega sama um það þessa stund- ina. Þeim mun betra! Hann myndi ein- hverntíma þreytast. (Framh.). ---------- Hún: „Elsku Viggó, hvað ertu að hugsa um?“ Hann: „Ó, María, eg er að hugsa um, að þetta er seinasta kvöldið, sem við verðum saman, þangað til á morgun“. SÆVOFAN. — Þýtt úr dönsku. — „Skárra er það nú veðrið“, tautaði Hin- riksen yfir-stýrimaður um leið og hann kom inn í káetuna og hristi sig eins og hundur nýdreginn af sundi. Olíufötin hans voru fannbarin, og ísnálar glitruðu bæði í augabrúnum hans og í dökku skegginu. Inni í káetunni var hlýtt og notalegt, og þó að klukkan væri ekki nema 4, var samt búið að kveikja á lampanum, því að dagsbirtunnar naut ekki nema stutta stund sökum hinnar ógurlegu stórhríðar, sem gufuskipið Marz hafði nú barist gegn á þriðja dægur. „Jólaveður?11 sagði Hinriksen, um leið og hann hengdi upp olíufatnað sinn og settist síðan við borðið andspænis skip- stjóranum. „Já, það er rétt. Er ekki af- fangadagurinn á morgun?“ „Kaj segir, að jólanóttin sé í kvöld“, svaraði Hinriksen og horfði brosandi á kviklega káetudrenginn, sem í sörnu svif- um kom inn með rjúkandi heitt te handa stýrimanninum. „Og það þarf varla að efa, að hann viti það. Þetta eru fyrstu jólin, sem hann er að heiman“. Hinriksen greip nú bolla sinn báðum höndum og slokaði sjóðheitan drykkinn, en vatnið rann ofan eftir andlitinu, þegar ísinn bráðnaði í hári hans og skeggi. „Aumingja Kaj“, sagði hann og brosti góðlátlega til káetudrengsins. „Svona fór það nú, að ekki náðum við heim fyrir jólanóttina. Heldurðu nú ekki, að mamma verði hrædd um litla drenginn sinn?“ „Nei“, svaraði Kaj öruggur. „Mamma veit vel, hvernig okkur sjómönnunum líður, og svo er ég nú líka með pabba“, og hann leit um leið til skipstjórans. En 11*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.