Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Side 38

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Side 38
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR drengurinn var einkabarn hans og auga- steinn. Helmar skipstjóri brosti þunglyndis- lega. „Jú, — auðvitað verður hún hálf- óróleg. Ég vonaði fastlega að ná heim í kvöld, en gangi allt þolanlega, komumst við samt heim seinni partinn á morgun. En í kvöld verðum við að láta okkur nægja þetta hérna“, — og hann benti á lítið jólatré, sem stóð alskreytt í einu káetuhorninu. — „Ég held, að hann sé að hvessa“, bætti hann við hálf-órólegur, er skipið fleygðist nærri því á aðra hiiðina og heljar mikill brotsjór buldi á þilfarinu. „Já, hann er venjulega heldur krappur, sjórinn, hérna úti fyrir henni Hlésey“, sagði Hinriksen, „en fyrir svona stór gufuskip gerir það nú ekki mikið til. Það var eitthvað annað í þann tíð, er ég fór með seglskipum“. Hann þagnaði og hlust- aði stundarkorn. „Þetta er rétta veðrið fyrir Sœvofuna“, bætti hann við í hálfum hljóðum og eins og við sjálfan sig. „Sæ- vofuna?“ sagði skipstjóri brosandi. „Er hún á ferðinni hér um slóðir?“ „Sævofan fer um öll höf“, svaraði Hin- riksen. „Hefirðu sjálfur séð hana?“ spurði skipstjóri. „Nei, en ég hefi þekkt ýmsa, sem hafa séð hana“, svaraði Hinriksen stillilega. „Faðir minn sá hana einu sinni of oft. Hann fórst í Indlandshafi“. Helmar lauk úr bollanum og brosti í laumi að hjátrú stýrimannsins. „En það er nú samt ekki alltaf svo, að hún boði feigð og sjóslys“, sagði hann. „Nei“, svaraði Hinriksen stillilega. „En það er nú einmitt það versta, að maður veit það aldrei fyrirfram, hvort koma hennar boðar gott eða illt“. Hann var nú búinn úr bollanum og stóð upp. „Ég held, að ég leggi mig nú út af einn eða tvo klukkutíma", sagði hann. Stóreflis brotsjór steyptist á ný yfir skipið, sem hrisstist ógurlega, þegar skrúfan kom upp úr sjónum og snerist í tómu loftinu. Stýrimaðurinn hentist aftur ofan í sætið, en Kaj stökk að borðinu og bjargaði bollanum, sem annars hefði olt- ið niður á gólf. Skipstjórinn reis nú á fætur. „Ég held ég verði að ganga upp og vita, hvernig Andersen líður“, sagði hann og fór að klæða sig í olíufötin. „Mér lízt ekki meira en svo á þetta“. Hann hljóp síðan upp stigann og opnaði hurðina, og heyrð- ist þá veðurgnýrinn greinilega niður; en er hann hafði lokað hurðinni kyrrðist nokkmmveginn aftur. „Hinriksen!“ sagði Kaj, „hver er hún, þessi Sœvofa?“ Stýrimaðurinn leit til drengsins. „Hver hún er?“ svaraði hann hæglátlega. „Það veit ég nú eiginlega ekki. Það er að lík- indum einhver aumingja vansæl sál, sem sökum synda sinna finnur hvergi hvíld eða frið og verður því að flækjast fram og aftur um höfin. „Já, en hvernig lítur hún út, og hvað gerir hún?“ spurði drengurinn ákafur. „Hún er í olíufötum og með sjóhatt á höfði. En annars er hún bara beinagrind. Stundum situr hún uppi í reiðanum og bendir þaðan í ákveðna átt, og sé þá stýrt eftir bendingu hennar, skeður ætíð eitt- hvað, annaðhvort gott eða illt, en hvort heldur, — það veit maður ekki fyrr en eftir á“. „En ef við sæjum hana nú í kvöld, þá gæti það ekki táknað neitt illt“, sagði Kaj. „Hún myndi alls ekki fá leyfi til þess á heilaga jólanótt“. „Nei, það er nú sennilegt“, svaraði stýrimaður. „En nú skulum við hætta að hugsa um hana. Nú fer ég að sofa. Vektu mig svo eftir tvo tíma, þá verð ég að fara á vörð aftur“.-------- Klukkan var hér um bil 4, þegar Hin- riksen stýrimaður kom aftur á vörð.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.