Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 18
64 NtJAR KVÖLDVÖKUR veg sama um það. Hann hafði lofað að koma, og hún skyldi bíða hans til æfi- ioka. Langt úti á sléttunni var ógnarlítill dökkur blettur, sem ekki hafði verið þar fyrr. Hún þrýsti báðum höndunum að brjóstunum, til þess að halda hjartslætt- inum í skefjum. — Það var hann. Iiann var að koma. Hún stóð kyrr og beið og þorði tæp- lega að draga andann. Hann kom nær og nær, en honum miðaði hægt áfram, hann var auðsjáanlega þreyttur. Hvert augna- blik var svo óendanlega lengi að líða. Loksins staðnæmdist hann frammi fyrir henni þreytulegur með hár og skegg úfið og flókið og kolmórauður af ryki og sól- fcruna. En hvað gerði það? í augum henn- ar var hann fallegasti og bezti maðurinn, sem til var. Rödd hans var þreytuleg og dálítið hrjúf í fyrstu, þegar hann tók til máls. — Arína. — Nú er ég kominn, loksins. Fyrirgefðu mér hvað ég var lengi í burtu. Hún rétti fram báðar hendurnar. Allh' þessir löngu dagar, sem hún hafði staðið hér og horft og beðið voru gleymdir. Rödd hennar titraði af fögnuði: — Ég vissi að þú myndir koma. — Ef þú vissir það, Arína, hvað ég hefi orðið að þola og líða. En ég vann sigur í hverri þraut, og það var þér að þakka. För minni er lokið. Ég hefi fundið það, sem ég leitaði að: frið hjartans. Nú yfir- gef ég þig ekki framar, nú verður allt gott aftur. Svo gengu þau stíginn heim að tjöldun- um, stíginn, sem fætur Arínu höfðu markað í mjúka jörðina á eyrðarlausri göngu sinni, til að skyggnast eftir ástvini sínum- En nú var hann kominn. Bráðum mundi grasið festa þar rætur á ný. Þjóðsögur. Huldustúlkan og kýrin í þóreyjarborg. (Handrit Sigurbjargar Jónasdóttur, 1907). Það bar við á laugardaginn fyrir hvíta- sunnu 1888, að Málmfríður systir mín gekk heim frá spurningum. Veður var hið fegursta. Hún gekk fram hjá vatni, sem kallað er Hendilskotsvatn. Skammt frá því er einstök klöpp á háum hól, er heit- ir Þóreyjarborg. Þegar systir mín á eftir nokkra faðma að klöppinni, sér hún stúlku. Hún sat sunnan í borginni og var að lesa bréf. Hún hafði lítinn grænan kistil í kjöltu sinni. Hugði systir mín að ganga upp að klettinum til stúlkunnar, en þá stóð hún upp og hvarf í hólinn. Málm- fríður gekk allt í kring um klöppina, en varð einskis vör, hún sá stúlkuna ekki framar. Kona nokkur bjó í Keldudal, næsta bæ fyrir suhnan Hróarsdal, þar sem faðir minn býr. Hún heitir Guðný Jónsdóttir, og býr nú að Lóni í Viðvíkursveit. Þegar hún bjó í Keldudal, sá hún daglega sne- g'ráa kú með heimakúnum, en á kvöldin tók hún sig úr kúnum og hvarf við Þór- eyjarborg. ------------- Draumvísa. (Handrit síra Péturs Guðmundssonar í Grímsey). Konu Bjarna Jónssonar í Hraunholti dreymdi einhverju sinni eftir lát hans, að hann kæmi til hennar og kvæði: „Ei þarf gráta, öll þín tár eiga burt að flýja. Guð mun láta um eilíf ár okkur saman vígja“.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.