Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 28
74 NÝJAR KVÖLDVÖKUR glumdu við úr öllum áttum, og sjálfur kom hann hlæjandi aftur til höfðingjans og pataði höndum og yppti öxlum. Þeir spjölluðu saman stundarkorn, en of lágt til þess, að Díana gæti heyrt orðin, og því næst gekk Ahmed Ben Hassan aleinn inn í hópinn- Díana greip andann á lofti. Hún skildi þegar hvað hann ætlaði sér, og gekk tvö eða þrjú skref út úr fortjaldinu og mætti Gaston, sem var að vefja vasa- klút utan um sár á annari hendinni. „Monseigneur:!: ætlar að reyna?“ sagði hún hratt og dálítið hikandi. Gaston leit snöggt á hana. „Reyna, madame?“ tók hann upp aftur í einkenni- legum tón. „Já, hann ætlar að reyna!“ Enn á ný sat reiðmaður í hnakknum, og einkennileg kyrrð og þögn féll á hinn há- væra hóp, sem nú horfði á leikinn með sterkri eftirvæntingu. Díana fylgdi nú því, sem fram fór, með björtum, harð- neskjulegum augum, og hjartað barðist tryllingslega í brjósti hennar. Hún sár- þráði það og óskaði þess, að ótemjan steindræpi hann — og óskaði samtímis á hinn bóginn, andstætt öllum rökum, að sjá hann temja hana og yfirbuga. íþrótta- mannseðlið var nú vaknað hjá henni, og hún tók lifandi þátt í bardaga þeim, er fram fór fyrir augum hennar. Hún hataði hann, og hún vonaði þá og þegar að sjá hann liggja sundurkraminn á jörðinni, en neyddist samstundis til að dást að hinni frábæru reiðmennsku, er hún nú var vott- ur að. Höfðinginn sat fastur og óbifanleg- ur í hnakknum, eins og hestur og maður væru samfelld heild, og allar tilraunir ó- temjunnar að henda honum af baki urðu algerlega árangurslausar. Hesturinn kast- aði sér út á hliðarnar á víxl, þeyttist á- fram í blindum tryllingi, stóð allt í einu *■ Monseigneur þýðir eiginlega: herra minn. Er nú notað aðeins við mjög háttstandandi per- sónur. ' Þýð. fastur sem klettur og spyrndi við fótum, í þeirri von að losna við reiðmanninn, hringsnerist svo eldsnöggt eins og skopp- arakringla, að ætla mætti, að hann næði aldrei aftur fótfestu- Svo prjónaði ótemj- an hátt í loft upp, hærra og hærra, steypti sér svo niður á fjóra fætur og byrjaði á nýjan leik án þess að varpa mæðinni. „Madame! Sjáið þér nú til!“ Það var Gaston, sem kallaði, og Díana sá höfðingj- ann líta aftur fyrir sig, og er ótemjan næst dansaði á afturfótunum, tók höfð- inginn fast í taumana og kippti honum ró- lega aftur á bak og sveiflaði sér sam- tímis með heljarafli úr hnakknum, áður en ótemjan lá afvelta í sandinum; og um leið og skelkuð og æðisgengin skepnan var komin á fætur, sat höfðinginn í hnakknum. Og nú hófst leikur, sem Díana gleymdi aldrei síðan. Það var úrslita- þrautin, sem hlaut að enda með ósigri annarshvors aðiljans, mannsins eða hests- ins. Og höfðinginn hafði ákveðið, að maðurinn skyldi sigra. Þetta varð hegn- ing, sem hið skelkaða dýr myndi al- drei gleyma. Reipdráttur .og átök milli heljarafls mannsins og tryllings hestsins. Andstyggileg sýning á hrottalegu afli og miskunnarlausri grimmd. Díönu lá við svima, og hún var veik af andstyggð og hryllingi þegar frá upphafi. Hana langaði til að snúa sér undan, en augu hennar héngu við það, sem fram fór. Kyrðin og þögnin, er hvílt hafði yfir mannfjöldan- um, var nú rofin af hrifni-trylltum hróp- um og öskri, og mennirnir ruddust áfram í mesta ákafa, en þustu svo undan aftur, eins og fætur toguðu, ef hófar ótemjunn- ar leiftruðu of nærri þeim- Díana skalf og nötraði frá hvirfli til ilja. Hún kreppti og opnaði hnefana á víxl og starði á manninn, er virtist sam- vaxinn hestinum, sem hann sat á. Ætlaði þetta þá aldrei að taka enda? Á þessu augnabliki var henni alveg sama, hvor

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.