Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 33
AR AB AHÖFÐIN GINN 79 ungs drengs, léttur og stæltur gangur hennar og höfuðið, sem hún bar hátt og sjálfbyrgingslega, allt minnti hann á einn af hinum kynhreinu gæðingum hans- Hún var jafn fögur og jafn tryllt og ótamin og einn þeirra. Og eins og hann tamdi þá, ætlaði hann að temja hana líka! Og hún var nú orðin all mjög tamin, en ekki til fulls; og við nafn Allah! Hún skyldi verða það! Hann sveiflaði til fætinum og rak hann af tilviljun í hálsbandið, sem hún .hafði fleygt frá sér á gólfteppið- Hann tók það upp og kallaði á hana. Hún kom hægt og tregt, og þrái og mótþrói lýsti úr augum hennar. Hann rétti henni hálsbandið þegjandi, og hún horfði á það þögul, en leit ekki ú hann. Hjarta hennar tók að slá hraðara, og hún fölnaði smárn saman og varð alveg hvít í framan. „Taktu það! Ég óska þess!“ sagði hann rólega. „Nei!“ hvíslaði hún svo lágt, að varla heyrðist. „Þú berð það til þess að gleðja mig“, sagði hann í sama þýða tón og með gamla hæðnisleiftrið í augunum, — „og til að gleðja mína höfðingjasál. Því að ég hefi höfðingjasál, þó að ég sé bara Arabi!“ „Ég vil það ekki!“ Hæðnisglampinn í augum hans hvarf í einni svipan fyrir hinu venjulega tryll- ingslega leiftri, og hann hleypti hnykluð- um augnabrúnunum og varð þungur á svip. „Díana! Þú gerir eins og ég segi!“ Hún beit á neðri vörina, unz blæddi undan. Hefði hann aðeins viljað hrópa hátt og buldra og bölsótast, eins og karl- manna er siður, þá fannst henni, að hún gæti boðið honum byrginn og þverskall- ast miklu lengur. En þessi stöðuga kalda °g rólega heiftúð hans var langtum ægi- legri og lamaði hana með þögulum krafti sínum. Hún hafði aldrei heyrt hann hækka róminn í reiði og ekki einu sinni tala hraðara né með ákafa — alltaf í sama hæga, lága róm, en með hljómblæ og augnaráði, sem var ægilegra en nokkurt reiðikast- Hún hafði séð menn hans bug- ast undan augnaráði hans, er hún af til- viljun hafði staðið nálægt þeim, án þess þó að geta heyrt, hvað hann sagði. Það var tilgangslaust að strita á móti — hann myndi sámt, eins og ætíð áður, sigra að lokum. Hún leit undan augnaráði hans; hún andaði þungt, og brjóst hennar sté og hneig undir léttu silkinu. Hún skalf og nötraði öll, er hún rétti út hönd- ina eins og í blindni og tók hálsbandið. En er hún fann kalda steinana snerta háls sinn, var eins og hjaðnað hugrekki hennar vaknaði til nýs lífs. Hún lyíti höfði þrákelknislega og brennandi roði flaug upp í kinnar hennar, hún opnaði munninn —- en hann dró hana söggt að sér og lagði höndina á munn hennar: „Já, ég veit það! Ég veit það! Ég er skepna, djöfull! Þú þarft ekki að segja mér það aftur! Það fer að verða dálítið leiðigjarnt. Hönd hans rann niður yfir öxlina á henni, og fingur hans gripu fast utan um hand- legg hennar. „Hve lengi ætlarðu að þrjóskast við mig? Heldurðu ekki að það væri hyggilegast — eftir allt það, sem þú hefir séð í dag — að kannast við, að pað er ég, sem er húsbóndi hérna?“ „Þér eigið við, að þér munið fara með mig, eins og þér fóruð með unga hestinn í dag? hvíslaði hún, og augu hennar litu ómótstæðilega til hans aftur og mættu augnaráði hans. „Ég á við, að þér hljóti loksins að verða það ljóst, að vilji minn er lög, sem hlýða ber.“ „Og ef ég geri það samt ekki!“ Hún tal- aði svo lágt, að hann varð nærri því að gizka á, hvað hún sagði. „Þá mun ég kenna þér það, og ég held, að mér takist það bráðum!“ Hún skalf og titraði í höndum hans. Þetta var hótun, en hún vissi ekki, hve

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.