Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 49
BÓKMENNTIR 95 ið en vér gerum og minnast þeirra og reyna að treysta sambandið við þá. Vænti ég þess þó, að hér eftir verði gert meir að gagnkvæmum heimboðum en verið hefir, enda mun smágreiðast um sam- göngur og ferðalög vestur og að vestan eftir því sem tímar líða. HILLINGALÖND nefnast fjórtán sög- ur, sem nýkomnar eru út í Rvík eftir skáldkonuna Guðrúnu H. Finnsdóttur í Winnipeg. Frúin hefir ennþá verið lítt kunn hér á landi, en sögur hafa birst eft- hana bæði í bókinni Vestan um haf og í blöðum og tímaritum vestan hafs. Eru sögur þessar skyndimyndir úr lífi landa vestra og fjalla um örlög þeirra og afdrif og þau menningaráhrif, sem þeir hafa orðið fyrir í hinni nýju heimsálfu. Fjaila sumar þeirra um hinn einkennilega klofning, sem verður í sálarlífi innflytj- endanna, þar sem þeir standa öðrum fæti í íslenzkri sveitamenning en hljóta á hinn bóginn að verða að samlagast gerólíku menningarumhverfi. Fyrsta sagan, „Utan- garðs“, lýsir þessari tilfinningu prýðilega. í sál konunnar, sem flutt var af sveitinni heima og kemst þar í álnir, er háð hörð barátta milli ættjarðarástarinnar, hinnar eðlisgrónu heimþrár, og skynseminnar, að vera þar, sem lífsskilyrðin eru betri: „Mig hefir alltaf langað til að geta náð sjálfri mér í eina heild í stað þess að vera tví- skipt“. En niðurstaðan verður þessi, að hún sér að þarna verður hún að vera, af því að hún veit að ætt sín muni blómgast þar betur. Hún finnur og kann að meta frelsi og gæði hinnar nýju fósturjarðar, en þó er alltaf eftir einhver hluti af henni heima. Við slíka tilfinningu hafa margir átt að berjast, sem lifað hafa beggja meg- in hafsins. Löndin toga í menn sitt á hvað, svo að í andlegu tilfinningalífi sínu verða þeir utangarðs, þykir vænt um báðar fóst- urjarðirnar, en una sér einmitt þess vegna ekki fullkomlega á annarri. Ætla ég að þetta sé talsvert algengt einkenni á mörg- um Vestur-íslendingum og lykillinn að skilningnum á þeim mörgum hverjum. Frú Guðrún H. Finnsdóttir er fædd á Geirólfsstöðum í Suður.-Múlasýslu og fluttist tvítug vestur um haf árið 1904. Er hún gift Gísla Jónssyni skáldi og prent- smiðjustjóra í Wirmipeg, ættuðum frá Há- reksstöðum í N.-Múlasýslu, bróður Einars Páls, ritstjóra Lögbergs. Er hún kona fljúgandi gáfuð eins og sögurnar bera með sér. En þær eru í stuttu máli sagt hver annarri betri, sagðar á furðulega svipmiklu og þróttauðugu máli og lýsa skapríku og djúpúðgu lundarfari. Meðan orðfæri landanna vestanhafs er líkt þessu, er ekki ástæða til að örvænta um afdrif íslenzkunnar þar. Að vísu má sjá áhrif enskunnar á einstöku orðum og orðatil- tækjum, en yfirleitt er þó málið á sögun- um merkilega sviphreint og með skáldleg- um tilþrifum. Það er veruleg prýði að þessari bók meðal íslenzkra bókmennta og hafi þær íslenzkar konur í Reykjavík þökk fyrir, sem stuðluðu að útgáfu henn- ar og leituðust með því við, að efla þekk- ingu heima-íslendinga á bókmenntastarfi landa vorra vestan hafs, hugsunarhætti þeirra og lífskjörum. Önnur bók eftir Vestur-íslending, sem ég hefi lengi ætlað að minnast á er: Norð- ur-Reykir, kvæði eftir Pál S. Pálsson Winnipeg. Þau komu út árið 1936 og veit ég ekki um, hvort þau eru nokkursstaðar á bókamarkaðinum hér heima. En Páll hef- ir um mörg ár verið Vestur-íslendingum kunnur sem ágætt gamanskáld og ofj; vak- ið gleði með kveðlingum sínum í sam- kvæmum. En það er þó ekki þessi hlið á kveðskap hans, sem kemur fram í þessari bók, heldur eru þetta meiri alvörukvæði frá ýmsum tímum æfinnar. En því er eins háttað með höfundinn og verið hefir um ýmsa þá, sem oftast hafa spaugsyrði á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.