Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Qupperneq 8
2 NÝJAR KVÖLÐVÖKUR ætla, að hvorttveggja hafi brugðizt þvi hlutverki hatramlega. Hvað afskipti skól- anna af þessum málum snertir, veit ég ekki til að þau séu eiginlega nein, en af- skiptaleysi getur stundum tekið jafnvel fjandsamlegum afskiptum fram í skað- semi, og hefði þjóðin yfirleitt gott af að hugleiða það. Hvað blöðin hinsvegar á- hrærir, eiga þau stöðu sinnar vegna ekki eins hægt með að hliðra sér algerlega hjá afskiptum þessara mála. Raunar viðra þau venjulega allt þessháttar fram af sér, sjái þau nokkra smugu til undankomu. En af því það tekst ekki æfinlega, hafa þau komið sér upp einskonar sérstökum stílsmáta, sem þau grípa jafnan til, er þau ræða um listræn efni. Orðaforði hans er mestmegnis lýsingarorð, sem liggja ein- hverstaðar á landamærum iíís og góðs, og er svo venjulega skeytt við þau einhverj- um sperrulegg, sem gerir auðveldara að teygja þau inn á hvort sviðið sem er, svo sem: „Ekki ólaglegt", „ekki óskemmti- legt“, „ekki ósmekklegt“, „sæmilegt“, o. s. frv. Veit ég vel, að oft mun það vera varfærin góðmennska ritstjóranna, sem hér er að verki, og þeir meina víst allt hið bezta. Þ. e. a. s. ekki neitt. Því að svona skrifar enginn maður um málefni, sem hann hefir áhuga fyrir. Það er kann- ske afleitasti ljóðurinn á okkar algengu blaðamannagagnrýni (kritik) um listir og bókmenntir að „láta sér fátt um finnast" allt sem afrekað er á þeim sviðum, gagnrýna eiginlega ekki neitt, en láta svona í veðri vaka að það sé svo sem ekki athyglisvert þó að fram komi t. d. nýtt leikrit eða samhengis-tónverk, sem þó mun vera einna óalgengast af listrænni framleiðslu vor á meðal. Þessi hundslegi tónn í garð upprennandi skálda og lista- manna er svo áberandi að miklu er líkara því að við hefðum átt og ættum enn fyrir- liggjandi a. m. k. nokkra af jafnokum Goethes og Beethovens, en að hér sé um að ræða fyrstu kynslóð sem leggur þessar listgreinar fyrir sig. Sé hinsvegar um nokkra gagnrýni að ræða, ef því nafni skyldi nefnast, má venjulega skifta henni í þrjá flokka. í fyrsta flokkinn kemui' þá, of hörð og jafnvel heiftúðug gagnrýni þar sem einungis gallarnir eru teknir til athugunar á ómannúðlegan og særandi hátt, en annað hvort þagað um kostina eða þá dembt örökstuddum sleggjudóm- um yfir alla heildina, bersýnilega í því skyni að kveða verkið og höfund þess niður, enda leiðir slík gagnrýni ekki til annars en að særa hlutaðeigandi og lama, eða jafnvel dauðrota alla viðleitni hans, það eru jafnvel dæmi til að gagnrýnend- ur hafa blátt áfram stytt mönnum aldur á þennan hátt, eins og t. d. franska tón- skáldinu Bizet, og mættu gagnrýnendur vorra tíma gjarnan festa sér það afrek stéttabræðra sinna í minni. Þá er annar flokkurinn, alveg gagnstæður, þar sem allt það bezta er tekið til athugunar og hrósað á hvert reipi í hóflausu dálæti og svo loks klykkt út með órökstuddum sleggjudómi yfir heildina jafn bersýni- lega í þeim tilgangi að nota hlutaðeigandi verk og höfund þess til að skyggja á sér hæfari menn og verk þeirra a. m. k. um stundarsakir. Þótt þessi gagnrýni virðist í fljótu bragði meinlausari en sú fyrnefnda leiðir hún eigi að síður margt illt af sér. í krafti hennar er hlaðið undir allskon- ar þvætting, sem ekki á annað erindi í heiminn, en að spilla listasmekk njótenda sinna og draga athygli þeirra frá því, sem hæfara er, sem á þann hátt verður óbein- línis að víkja úr augsýn, þótt ekki sé nema um stundarsakir, þar að auki er órökstutt lof skaðlegt þeim, sem fyrir því verður, því að það leiðir hann til óvandvirkni og ofmetnaðar, sem með öllu útiloka þá framför sem einungis iðni og vandvirkni fá til vegar komið. Loks kemur svo þriðja og, ég vil meina versta tegundin, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.