Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Side 10
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Persónur leiksins eru 12 að tölu og nokkr- ir „statistar“ að auk, en aðalpersónur eru fyrnefnd Fróðárhjón, Þórir Viðleggur, Þórgunna og Björn Breiðvíkingakappi. Skal nú gangur leiksins rakinn, og er hann í stuttu máli á þessa leið. Fyrsti þáttur fer fram á Fróðá að kvöldi dags og hefst með löngu samtali milli Þórgunnu og Þóris Viðleggs, og í þessu samtali varp- ar Þórir ljósi yfir fortíð þeirra Fróðár- hjóna, Þórodds og Þuríðar og sína eigin. Þórir er stjórnandi persóna leiksins. Hann er gamall maður og hálf örvasa, ill- yrtur og óheflaður, en forn í skapi og fastur í rásinni. Hann á um sárt að binda. Synir hans tveir liggja óbættir, höfðu þeir fallið fyrir Birni Breiðvíkingakappa í liði Þórodds, manns Þuríðar. Eina hug- sjón hans er að koma fram hefndum á hendur Birni og öðrum, er hann telur óbeinlínis valda að falli sona sinna, og miða allar hans athafnir að því. Nú ber svo vel í veiði, að Björn er nýkominn heim eftir margra ára útivist, og hug- kvæmist Þóri þegar að koma því til leið- ar, að hann nái fundi Þuríðar í þeirri von, að ástir takist með þeim á ný, sem aftur muni leiða til þess að þeir Þóroddur og Björn berist á banaspjótum og falli annarhvor eða báðir, þar eð báðir voru frændsterkir. Þórir grípur því tækifærið, er Þóroddur fer í skreiðarferð út á nes og gerir Birni aðvart um fjarveru hans. Björn bregður við skjótt og kemur Þur- íði, sem ekki hafði frétt um útkomu hans, í opna skjöldu og leitar eftir ástum henn- ar. En hún vísar honum á bug vegna skylduræktar við eiginmann, börn og heimili, sem hún er orðin rótgróin við, þó að undirniðri elski hún Björn, og lýkur þar fyrsta þætti. Annar þáttur fer fram morguninn eftir á heimili Kormáks leys- ingja og landseta Þórodds, þar sem hann er að búast heimleiðis úr skreiðarferð- inni. Þar fréttir Þóroddur útkomu Bjarn- ar, og að hann hafi þegar kvöldið fyrir riðið til Fróðár á fund Þuríðar, og vekur sú frétt hina langvarandi afbrýði hans til fullrar heiftar. En í sama mund drukknar Börkur litli sonur hans þar í lendingunni, og endar þátturinn með því, að Kormákur lætur hringja líkklukkum í tilefni af at- burðinum. Þriðji þáttur fer fram í nánd við Fróðá síðari hluta sama dags. Þar tal- ast þau við Þórir og Þorgríma galdra- kinn kona hans. Má Þórir ekki hugsa til að Björn sleppi við svo búið og fær konu sína til að galdra hann á sinn fund. Og hvort sem nú galdurinn hrífur eða ekki, kemur Björn á vettvang, læst Þórir þá vera vinur hans og semst svo með þeim að hann kemur Þuríði á fund Bjarnar, sem enn á ný ítrekar ástamál sín, og vill fá hana til að strjúka með sér af landi burt, en hún neitar sem fyrr og skilur þar að fullu með þessum elskendum, Björn fer burt, en Þuríður liggur grát- andi eftir, og í þeirri svipan koma Þór- oddur og menn hans með lík Barkar. Er þetta fjölbreyttasti þáttur leikritsins. Þá hefst síðasti þáttur leiksins að kvöldi sama dags í hofinu að Fróðá. Þar opnar Þóroddur að nokkru leyti sinn innra mann fyrir Þórgunnu. Hann er metorða- gjarn en veikgeðja, hafði hann fengið viðurenfnið „Skattkaupandi“, og alþjóðar ámæli af viðskiptum sínum við skipbrots- menn í nánd við írland og finnur undir niðri til samvizkubits. Það, og óttinn við almannaróminn, að viðbættri „króniskri“ afbrýðisemi vegna Þuríðar, gerir hann hugdeigan og reikulan í ráði. Hann sér alltaf „manninn á glugganum“ og heykist á sérhverju þegar á reynir. Hann „botn- ar“, eins og hann sjálfur kemst að orði, allar níðvísur um sjálfan sig með „jái“ og „amen“, eins og raunar allir gera. Því að almannarómurinn megnar jafnvel að skapa í sinni eigin mynd þá, sem ekki eru því sterkari, svo máttugur er hann.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.