Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Síða 14
8 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Björgvin Guðmundsson: Eftirspil. (Skrautsýning). (Nærri niyrkur, og umhverfi sést mjög óglöggt. Nálægt miðju leiksviði aftan til er lágt afdrep eða steinn, og fram af honum snjóskafl, sem nemur við brún þess og hallar fram. Snjóstormur). HALLA (kemur reikandi í göngulagi, ráf- ar um leiksviðið meðan hún talar, og staðnæmist loks vinstra-megin í snjó- skaflinum. Hún talar slitrótt). HALLA: Ó, guð minn góður. — Nei, —- nei,-----það er enginn guð til.-------- Æ, — æ. — Allt tapað,-------allt tapað, -----allt.------Hann ætlaði að skilja mig eina eftir í kofanum:--------Hann sagði að ég væri ljót. — Ég, — ég sem fórnaði öllu fyrir hann. ö 11 u. (Örvingl- uð og grimm í máli). Það er hann sem verður einn til í kofanum. Hann, sem ætlaði að yfirgefa mig. — Ég hata hann. (Fellur saman).-----Æ, — æ. Allt tap- að. — — Allt misst. (Er komin að skafl- inum). Ég hefi glatað öllu.----Öllu, — og líka ástinni í sjálfri mér. (Þegir and- artak). Ég heyri barnsgrát. — Ó, ó. (Tekur fyrir eyrun, og hnígur niður í skaflinn. Stutt þögn. Rödd Eyvindar í nokkurri fjarlægð): Halla. (Nær): Halla. EYVINDUR (kemur inn, reikandi, og lit- ast um. Kallar í örvæntingu): Halla. (Reikar að skaflinum. í hálf-kæfðum róm): Halla. (Verður hennar var í fönn- inni. Hrópar, yfir sig glaður): Halla. — Elskan mín. (Fleygir sér niður í skafl- inn við hlið hennar, og faðmar hana ákaft að sér): Elsku Halla mín. Aldrei hefi ég fundið ems vel og nú hve vænt mér þykir um þig. Aðan, þegar ég kom inn í tóman kofann og saknaði þín, fannst mér veröldin verða að engu. Mér' fannst að jafnvel himnarnir gætu ekki rúmað sorg mína og ást.-------Ég fann svo sárt til þess hve harður ég hafði verið við þig að mér þótti engin refsing nógu þung á mig fyrir það.--------Get- urðu fyrirgefið mér það?------Geturðu fyrirgefið mér allt? (Þegir andartak): Elsku Halla mín. Þú verður að fyrir- gefa mér áður en við deyjum bæði, — því að nú vil ég það sama og þú, — að- við deyjum saman hér í skaflinum, Fyrirgefðu mér, Halla, og segðu að þú elskir mig, þá dey ég glaðastur allra manna. (Lagið „Allt eins og blómstrið eina“ leikið veikt á orgel bak við tjöld- in). HALLA: Við elskum hvort annað, og fyrirgefum hvort öðru allt. (Þau hjúfra sig hvort að öðru). Nú er gott að deyja. (Þögn, nema lagið er leikið áfram). (Hvít barns-vera kemur inn, og rtað- næmist utarlega á framanverðu leik- sviði). HALLA (rís snögglega upp. Hást): Hvað er þetta? (Hrópar): Tóta! (Fórnar hönd- unum og hnígur niður. í sama bili hverfur barns-veran). EYVINDUR (rís upp til hálfs. Lýtur yfir Höllu): Hún er að deyja. — Ó, guð, Miskunna þú okkur. (Hnígur niður. Lagið leikið áfram. Tvær hvítar verur koma inn, sín frá. hvorri hlið. Þær staðnæmast með upp- lyftum höndum hvor gagnvart annari á baka til við skaflinn. Orgel-leikurinn hættir). 1. VERA (Höllu megin): Nú er hún að skilja við. 2. VERA (Eyvindar megin): Við fögnum því. (Veikt orgel-spil, „Hærra minn guð til þín“. Það birtir ögn). SVIPUR HÖLLU (svefnlegur og óstyrk- ur, rís hægt upp bak við höfðalag Höllu).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.