Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Side 15
EFTIRSPIL 9 1. VERA (réttir svipnum aðra höndina): Velkomin, þreytta sál, úr myrkrunum til ljóssins. 2. VERA: Nú er hann líka að skilja við. (Svipur Eyvindar rís upp með sama hætti og svipur Höllu áður við höfða- lag hans. Það birtir meira svo að nú vottar fyrir öllu útsýni). 2. VERA: Þrautin mikla er liðin hjá. Dýrð sé höfundi lífsins, dauðinn er ekki til. (Það bitrtir snögglega sem mest má verða, og útsýnið er lág fjöll í fjarska, og bláhvítur himinn alsettur stjörnum, gulum, rauðum, grænum og bláum. Ennfremur ljóma á himninum þrjár sólir, blá, rauð og hvítgul, og í sam- ræmi við það er birtan. Samstundis vakna svipirnir til fulls). SVIPIRNIR (báðir í senn): Ó, sú dýrð. Hvar erum við? 1. VERA: Þið eruð í heimi ljóss, lífs og friðar. 2. VERA: Þið eruð í móður-faðmi lífsins sjálfs. SVIPIRNIR: Getur guð fyrirgefið okkur? 2. VERA: Guð er lífið. Hann fyrirgefur allt, því hann skilur allt. HALLA: En ég hefi afneitað guði. 1. VERA: Ekki hinn minnsti ormur hætt- ir að vera til þó að allt mannkynið af- neiti tilveru hans. HALLA: En það er svo voðalegt að hafa afneitað guði. 1. VERA: Þú iðrast þess líka, og margs annars. Iðrunin er einu þjáningarnar, sem bíða ykkar hér, en sú þjáning þroskar sálina, og afplánar þannig margar misgerðir. EYVINDUR: Við höfum syndgað mikið. 2. VERA: En þið hafið líka liðið mikið, og lögmál lífsins er réttlæti. A stundum miskunnarlaust réttlæti að því er mönn- um virðist. HALLA: En Tóta? Ég get ekki lifað án Tótu. 1. VERA: Það er af því að þú elskar hana, og hún vitjaði þín á dauðastund þinni í skaflinum af því að hún elskar þig. (Bendir). Þetta er dýrðleg veröld. Einu sinni flúðu þið inn til fjalla. Sjáið nú þessi fjöll, þar koma aldrei frost né hríðar. Þangað eru margar dagleiðir, og á þeirri vegferð gefast ykkur mörg tækifæri til að hlynna að lifandi verum, og sérhvert góðverk sem þið gerið flýt- ir för ykkar og léttir ykkur sporin. Þar mun ykkur líða vel, og þegar þið hafið bætt fyrir öll afbrot ykkar, og þannig fullnægt öllu réttlæti, eignist þið Tótu aftur að eilífu.-------------Farið nú í guðs friði. Við fylgjum ykkur á leið. KÓR bak við tjöldin: „Hærra minn guð til þín hærra til þín. Enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín hærra minn guð til þín, hærra til þín“. (Tjaldið). Molar. Eigingirnin er frumhvöt allra athafna vorra, en munurinn er sá, að eigingirni þroskaðrar manneskju leiðir af sér kær- leiksríkar og nytsamar athafnir, en eigin- girni hinna óþroskuðu illgjarnar og óþarfar. Því aðeins er lýgin hættuleg að hún er venjulega klædd í einhverjar flíkur af sannleika.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.