Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Qupperneq 17
SÝSLUMANNSDÆTURNAR 11 taka enda. — Við verðum að hugsa um að spara ofurlítið, svo að við getum gift okkur — „Puh — gifta okkur“, greip Hilda fram í, það liggur ekkert á með það. Við verð- um þó að skemmta okkur ofurlítið fyrst“. „Já, en Hilda — það er þó takmarkið — að þið getið gift ykkur“, skaut Aníta inn í hæglátlega. „íssj, takmarkið! Þið segið alltaf allt svo agalega leiðinlega. — Jæja þá — settu nú ekki upp svona vandræðasvip, góða Aníta. — Úr því þú segir, að það sé tak- markið — jæja, gjarnan það, mín vegna. — Hamingjan gæfi, að það væri kominn morgun. — Nú förum við að hátta“. Aníta lá lengi vakandi, eftir að Hilda v'ar sofnuð með vekjaraklukkuna í fang- inu. Hún reyndi að hugsa um Weymann, sem var svo reglulega skemmtilegur — en það stoðaði lítið. — Það er svo erfitt að valdbjóða hugsunum sínum. — Loksins — loksins sofnaði hún.----- Malla frænka kom hljóðlega inn til að slökkva ljósið. Það hafði lýst inn um dyragættina til hennar og haldið fyrir henni vöku —- hún skildi, að þær höfðu sofnað frá því. Hún stóð lengi kyrr og horfði á báðar ungu stúlkurnar, sem henni þótti svo innilega vænt um. Enginn þekkti þær eins vel og Malla frænka. — Hún brosti, er hún leit á Hildu með vekjaraklukkuna í fanginu: „Ærsladrósin þín“, tautaði hún lágt. Og: „Veslingurinn litli“, hvíslaði hún og leit ástúðlega á Anítu, sem lá með spenntar greipar. — Malla frænka þekkti smá-telpurnar sínar. Jól og nýár voru um garð gengin með öllum sínum skemmtunum og ralli. „Guði sé lof“, sagði Erlingur Hauss, „já, því það verður þó að vera eitthvert hóf á þessu“: Hann sat á eldhúsborðinu hjá móður sinni og horfði á hana slétta og stífa lín. „Já, mér finnst líka, að allt eigi að vera í hófi“, sagði frú Hauss og brosti, „en Hilda litla er nú alveg óseðjandi í þá átt“. Erlingur Hauss yppti öxlum gremju- lega. „Já, það er ekki einusinni skynsemis- glóra í henni heldur. Nú höfum við hald- ið þessu áfram í þrjá mánuði á þennan hátt. Alveg glórulaust. Og þvílík peninga- bruðlun. — Ég sagði við hana hérna um daginn, að nú yrði ég að fara að spara, svo að við gætum hugsað til að gifta okk- ur einhverntíma — þá segir sú litla: Jæja, góði bezti — úr því þú segir það svo — en það er svo heimskulegt. Ég hefi nóga peninga. — Ég reyndi að útskýra það fyrir henni, að við ættum að lifa og stofna heimili með mínum peningum. En hún hélt, að það hlyti að vera hér um bil það sama. Hennar væri mitt, og mitt væri hennar o. s. frv.-----Það er annars ekki aðeins þetta. Ég hefi ekki lengur neitt gaman að því. Og mér gremst það, að hún skuli geta haft gaman af því. — Mér jinnst, hún ætti að hafa ofurlítinn áhuga fyrir einhverju öðru en — íþróttum, dansi og sjónleikjum. Þegar ég sé An- ítu —“ Frú Hauss leit snöggt upp, en hélt svo áfram verki sínu. Og á hinu blíða og góð- lega andliti hennar brá fyrir íhugulum svip. „— hvernig hún er. Rösk og dugleg bæði við heimilisstörfin og ýmsa handa- vinnu. Og hún getur þó líka skemmt sér. Hvenær sérðu Hildu sitja með nokk- ura handiðn?“ „Hún hefir oft setið hjá mér með hand- iðn sína“. „Jæja. — Og ef við höfum ekki bein- línis aftalað, að ég skuli koma á einhverj- um ákveðnum tíma — þá er hún aldrei heima. Úti á slangri. Á bíó — sleðaferð- 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.