Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 24
18 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Auðvitað síma ég heim — það er að segja, ef ég þá gleymi því ekki. Æ, það er alltaf svo margt og mikið, sem maður þarf að segja á síðustu stundu“. — „Já — ekki segjum nú við mikið“, greip Malla frænka fram í. „Nei, nú fer ég, og svo er orðið frjálst — bless Aníta — hafðu það nú gott, syst- irin mín, og skrifaðu mér oft. — — Og líttu dálítið eftir Erlingi11. „Hilda“, hvíslaði Aníta og ríghélt Hildu um hálsinn — „ertu nú alveg viss um, að þú iðrist aldrei eftir þessu?“ „Aldrei“, sagði Hilda. Svo losaði hún gætilega arma Anítu af hálsi sér og sneri sér að Möllu frænku. „Malla frænka“, tautaði hún — og Malla frænka, sem skildi -til fulls víðáttu sorgarinnar og örvæntingarinnar af hljómblæ raddarinnar — þrýsti henni blíðlega að brjósti sér og hvíslaði: „Guð blessi þig, litla stúlkan mín“. Á næsta augnabliki small hurðin í lás á hæla Hildu. Niðri á götunni náði Hilda í bíl, og á leiðinni ofan eftir reyndi hún að telja sér trú um, að í raun og veru væri hún svo glöð. Því auðvitað áttu þau Erlingur ekki saman. Það var alveg ljóst. — Og í rauninni var svo gott að vera frjáls. Nú ætlaði hún að biðja pabba um að fá að fara til útlanda. Og —• til allrar hamingju — það voru þó fleiri karlmenn til. Var t. a. m. ekki einn, sem einu sinni hafði sagt: „Ævintýrið mitt!“ — En því miður! Hugsunin um þessi tvö orð vakti ekki þægilegar endurminningar hjá henni. Því hafði hún ekki svarað, að væri hún ævintýri nokkurs manns — þá væri hún ævintýri unnusta síns? — Issj, burt með alla þessa heimsku. — Nú var hún á heimleið. Til Bergen — skyldi þar vera rigning? — norður með ströndinni og síðan inn fjörðinn. Til „eyrarinnar þetta og eyrar- innar hitt“ með eintóm kunnug andlit á bryggjunum. Heim til fjarðarins og „Vesle Frik“. Til sýslumannssetursins uppi undin skriðjöklinurm — En — þegar blásið var til burtferðar, og lestin hnykkti í, fyrst hægt og svo sterk- ara og tók að síga út frá stöðinni með sí- vaxandi hraða — þá var það lítil og aum- ingjaleg Hilda, sem faldi andlitið í ferða- sjalinu og gráthikstaði: Úff, Erlingur! — Loksins — langt úti í júní kom bréf frá Anítu, sem skrifaði, að nú hefðu þau •Erlingur trúlofað sig. Hilda hló, er hún rétti stjúpmóður sinni bréfið: „Þeim finnst víst, að nú sé liðinn nógu langur tími til þess, að nú geti það þótt eðlilegt, að Erlingur hafi náð sér eftir að hafa syrgt mig svo hræðilega og leiti nú hamingjunnar á öðrum sviðum. — Eg verð að skrifa og segja þeim, hvað ég sé glöð yfir því, að endirinn hafi orðið svona góður“. Stjúpmóðir hennar horfði á hana rann- sóknaraugum: „Er það nú alveg víst, að þú sjáir ekki eftir honum?“ Hilda hló. „Þú talar eins og um látinn vin! — Nei, elsku Álfhildur — ég fullvissa þig um, að ég sé ekki eftir honum, eins og þú segir. Eg' játa fúslega, að það var ofurlítið hart aðgöngu til að byrja með. Þú varst veru- lega elskuleg við mig þá. — Mér finnst það svo inndælt, að pabbi veit ekkert um þetta allt saman. En hamingjan góða, hvað hann var reiður við mig — af því ég hafði rofið heit mitt“. „Hann var ekki reiður við þig, Hilda, — hvernig geturðu sagt annað eins“. Hilda hló. „Játaðu nú, að hann hafi verið það, Álf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.