Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 29
S Y SLUM ANN SDÆTURN AR 23 „Hingað!“ Já, en hérna er enginn stað- xu:“. „Er héma enginn staður?“ „Ég á við „Heyrið þér nú“, sagði hann rólega, — „farið þér nú ofan eftir til fólksins með mjólkina þá ’arna. Ég bíð á meðan — ég hefi tíma til að bíða“. Hún svaraði engu, tók aðeins fötuna og hrífuna og fór af stað. Allt hringsnerist fyrir henni. Henni fannst það ekki vera ein heil hugsun í litla hrokkin-kollinum sínum. Hann settist niður og beið. — Það var, eins og hann hafði sagt við Hildu —- •hann mátti vera að því að bíða. Núna. — Enginn flýr örlög sín. Og nú hafði -hann mætt örlögum sínum. Að stundarfjórðungi liðnum kom Hilda aftur. Hún settist í grasið við hlið hans. „Það var skringilegt, að þér skylduð koma þessa leið — og að ég skyldi standa hérna“, sagði hún. „Það voru forlögin11, sagði hann. „Mun- ið þér ekki, að þér hafið ætíð verið ævin- týrið mitt?“ Hún hló. „Nei, munið þér vitleysuna þá ennþá?“ „Það hefir aldrei verið nein vitleysa. Og núna síður en nokkru sinni. Hilda — ég ætla að segja yður allt saman“. Og nú sagði hann henni, hvernig hann hefði verið að reyna að telja sér trú um, að honum væri alveg sama um hana — °g hvernig ástin hefði bálað upp aftur í honum, er hann frétti, að það væri Aníta °g ekki Hilda, sem var trúlofuð. Hann sagði henni líka, hvernig hann hefði breytt ferða-áætlun sinni á Otta — og svo „svo sat ég þarna hálf-sofandi og öreymdi um ævintýrið mitt, og allt í einu stóðuð þér þarna. Eru þetta þá ekki for- lög?“ „Máske. En hvað svo?“ »Hvað svo? — Jú, svo er það aðeins þetta. Haldið þér ekki, að yður með tím- anum gæti þótt svo vænt um mig, að þér einhverntíma seinna vilduð verða konan mín?“ Hilda leit á hann til hliðar. „Hvernig getur yður hafa þótt svona vænt um mig? Þér þekkið mig ekkert“. „Ég get ekki skýrt það fyrir yður. — Mér þykir það bara“. „Þegar þér kynnist mér betur, þá hætt- ið þér því eflaust“. Hann brosti aðeins við hennL „Þér brosið, en heyrið þér nú bara“, sagði Hilda óróleg — „það var eg, sem var trúlofuð Erlingi Hauss í vetur“. „Voruð það þá þér?“ „Já — en hann varð leiður á mér. Ég var ekki, eins og hann hafði búist við. Aníta var það“. „Og þetta sagði hann yður?“ „Nei, ég komst að því. — Og svo sagði ég honum upp“. „Var það kvöldið, sem þér munið víst — þegar bíllinn — að þér komust að því?“ „Já“. Hún sat og leit niður fyrir sig. „Þér voruð ákaflega óhamingjusöm það kvöld“, sagði hann stillilega. — „Já“, sagði Hilda, og eftir dálitla þögn bætti hún við: „Var“. „Voruð? Þér eruð það þá ekki lengur?“ „Virtist yður ég óhamingjusöm á svip, er ég stóð þarna áðan og beið bílsins?“ „Nei — það virtist mér ekki. — O, Hilda — svarið mér nú því, sem ég spurði um?“ Hann tók utan um litlu sólbrúnu hönd- ina hennar. „Já, en hugsið yður nú, ef þér yrðuð líka fyrir vonbrigðum —“ Hann dró hana gætilega nær sér. „Elsku Hilda, nú er ekki framar nein laus og liðug Aníta, sem ég get borið vft- ur saman við —“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.