Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Blaðsíða 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kyrrð. — Arabarnir höfðu allt í einu hætt öskri sínu og hrópi — heitur sandurinn með hillingum og tíbrá, heiður himininn, sem hvelfdist hreinn og tær hátt uppi, þessi hópur hrikalegra og ógnandi óvina, sem þögulir og ægilegir nálguðust hana jafnt og þétt, Dansandi fallinn og hestur Gastons, sem stóð rólegur við hlið hins dauða félaga síns, og loksins maðurinn sjálfur við hlið hennar, sem barðist hug- rakkur og tryggur fram í rauðan dauðann, —- allt þetta virtist henni öfgakenndur, óverulegur draumur. Hún vir.ti allt þetta íyrir sér, rólega og ástríðulaust, eins ■ og væri hún fremur áhorfandi en meðleik- andi í þessum fártryllta 'leik. En aðeins augnablik — svo varð henni allt í einu ægilega ljóst, hvað þetta var í raun-og veru. Hvorugt þeirra mælti orð af vörum — það var eins og ekkert þyrfti framar að segja. Á hverju augnabliki gat öðru hvoru þeirra eða báðum verið bráður bani búinn, og ósjálfrátt leitaði hún inn að Gaston. Þjónninn lagði vinstri hönd sína á handlegg hennar, eins og hann með því svaraði bæn hennar um fóst- bræðralag og félagsskap. Og hann greip fast um hönd hennar, er kúla fletti sund- ur ennishúð hans, svo að blóðið rann nið- ur í augu honum. Hann sleppti hönd hennar snöggvast til að strjúka hand- leggnum yfir ennið, en er Arabarnir urðu þess varir, réðust þeir að þeim á ný með öskri og óhljóðum. Gaston sneri sér eldsnöggt að Díönu, og hún las þegar áform hans í óttaslegnum augum hans. Hún kinnkaði ofurlítið kolli, brosti djarflega og teygði fram höfuðið í áttina til hans. „Já, gerið það“, hvíslaði hún, „en fljótt!“ Handleggur hans krepptist eins og í krampadráttum. „Lítið undan“, tautaði hann í örvæntingu. „Ég get það ekki, þegar þér —“ í sama vetfangi kvað við ógurleg skot- hríð, og Gaston stundi við og hneig niður. í næsta augnabliki var eins og allur Vít- is-her léki lausum hala. Hún stóð hálf- bogin yfir Gaston og skaut sínu síðasta skoti og þeytti síðan tómri marghleyp- unni framan í mann þann, er hlaupið hafði af baki til að grípa hana. Hún sneri sér við og gerði árangurslausa tilraun til að ná í hest Gastons, en hringur hinna brúnu ógnandi manna herti að henni og þrengdist í sífellu. Hún stóð þarna eins og hjörtur gagnvart hundaþvögu, með kreppta hnefa og samanbitnar tennur og horfði hugrökk með leiftrandi augum framan í hina hrikalegu óvini sína. Svo fann hún, að hún var slegin þungu höggi í höíuðið. Jörðin lyftist undir fótum -hennar, og henni sortnaði fyrir augum, og án þess að reka upp hljóð hneig hún meðvitundarlaus til jarðar. Seint um eftirmiðdaginn sat Saint Hu- bert enn við skriftir í stóra tjaldinu. Henri hafði tekist að ráða fram úr rún- um þeim, sem hann gat ekki lesið sjálfur um morguninn, og greifinn hafði síðan notað einveruna til þess að ljúka við starf, sem hann hafði vanrækt allt of lengi. Og hann hafði verið svo önnum kafinn og með allan hugann við verk sitt, að hann hafði algerlega gleymt tímanum og gleymt því að furða sig á fjarveru Dí- önu, og hve lengi hún varð. Hann hafði alls eigi gert sér ljóst, hvað mundi dvelja hana. Ahmed hafði að vísu minnst á, að erfðaóvinur hans væri smámsaman að færa sig nær honum, en Saint Hubert hafði eigi skilist, hve nærri hann væri kominn. Greifinn var svo mjög annars hugar, að hann tók ekki eftir hinum venjulega klið og óróa tjaldbúðar-manna, er boðuðu komu höfðingjans. Hann leit því forviða upp, er Ahmed Ben Hassan hratt og óvænt kom inn um dyrnar. Höfðinginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.