Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Síða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Síða 46
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hún hristi höfuðið við kaffinu, sem hann bauð henni, og skeytti ekkert um nöldrandi taut hans — hún skildi heldur ekki, hvað hann var að segja, þar eð hann talaði arabisku. Vindlingurinn hafði verið Díönu einskonar rek-akkeri, þar eð hann hafði spornað við því, að varir hennar skylfu. Og er hún lagði stubbinn frá sér á síðustu stundu, greip höfðinginn með feitri hönd sinni utan um úlnlið hennar og kippti henni til sín. „Hve marga riffla færði Frakklending- urinn syni myrkursins?“ spurði hann hranalega. Hún varð hissa á spurningunnni og leit við og mætti þá blóðhlaupnum augum hans, sem störðu á hana og skein bæði ógnun og aðdáun úr augnaráði hans — svo leit hún aftur til hliðar. „Það veit ég ekki“. Hann herti á takinu um úlnlið hennar. „Hve margt manna hafði Ahmed Ben Hassan í tjaldborginni, þar sem þú varst?“ „Það veit ég ekki“. „Það veit ég ekki! Það veit ég ekki!“ apaði hann eftir henni og hló allt í einu hátt og hryssingslega. „Sannaðu til, að þú munt vita allt þetta, þegar ég er búinn að ná tökum á þér!“ og hann þrýsti fastara að úlnlið hennar, þar til hún lét sig og hljóðaði lágt af kvölum og leit undan, svo að hann skyldi ekki sjá framan í hana. Nú rak hver spurningin aðra, og allar um höfðingjann og kynflokk hans, en Díana leit stöðugt í aðra átt og sat þögul með samanbitnar varir. Hann skyldi ekkert fá að vita hjá henni, er gæti orðið til tjóns manni þeim, sem hún elskaði, ekki einu sinni þótt hann píndi hana til sagna, og þótt hún yrði að gjalda þögnina með lífi sínu, en það yrðu sennilega leikslokin. Kuldahrollur gagntók hana skyndilega. „Á ég að segja þér hvað þeir muni gera við hann?“ Hún heyrði aftur greinilega rödd höfðingjans nóttina minnisstæðu, er hún hafði spurt hann, hver örlög Gastons myndu verða, félli hann í hendur Ibrahim Ómairs. Hún gat enn heyrt hann svara þessu, hægt og seint, með áherzlu á hverju orði. Hún sá enn grimmilegt bros hans! Hún dró andann snöggt og þungt, en hún hélt enn hugrekki sínu. Hún hélt dauða- haldi í vonina, sem enn var allur hennar styrkur. Ahmed varð að koma í tæka tíð! Og hún þaggaði niður kveljandi efann, er í sífellu hvíslaði að henni, að ef til vilL fyndi hann hana aldrei, eða þegar hann loks fyndi hana, þá væri það ef til vill of seint! Ibrahim Omar hætti spurningum sínum. „Þú munt fá málið, þegar frá líður!“ sagði hann með áherzlu á hverju orði og sötr- aði meira kaffi, og orð hans fylltu á ný sál hennar ótta og skelfingu þeirri, er hún til þessa hafði barizt við að bæla niður. Nú var það hún, en ekki Gaston, er stóð andspænis grimmd þeirri og miskunnar- leysi, sem hún þá hafði útmálað í huga sínum, og hrollur sá, sem gagntók hana með ógn og skelfingu, hristi hana og skók frá hvirfli til ilja, þótt hún berðist við að bæla hann niður. Hún beit saman tönn- unum í örvæntingu og reyndi að halda vörum sínum í skefjum. Allt í einu varð hún gagntekin af ægi- legri andstyggð, er hún fann hönd Ibrahim Ómairs strjúka upp eftir handlegg sér, yfir hálsinn, og síðan niður eftir líkama hennar, og um leið og hann kreisti upp innibyrgt hljóð, dró hann hana að sér. (Framhald). ------------------- Kveðja. Hve þögul er vor viðkynning, en veitul samt á aðhlynning. Og því er bezt í þögn að vefja þessa stund. Og kveðjast hljótt. Söknuð minn til munns að hefja mér er ofraun. — Góðan ótt.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.