Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Qupperneq 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Qupperneq 52
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR heimtumennina að koma á þeim tíma, sem börnin voru í skóla, og þau báru höf- uðið hátt og lofuðu, að í næstu viku.... Þau héldu í bílinn, því Beta gat ekki far- ið í skólann með strætisvagni. Og þau héldu í húsið, því að Pétur gat ekki boðið skólabræðrum sínum heim í litla leigu- íbúð. Henry tók lán út á líftryggingu sína til að borga upp í hin lánin. Og þegar Beta og Pétur voru boðin í afmælisveizlu, höfðu þau ætíð dýrar gjafir með sér. En einu sinni er þau buðu náustu kunn- ingjum sínum til miðdegisverðar, var sós- an misheppnuð og steikin brermd. Þá var það í fyrsta sinn, að þau buðu eigi hvort öðru góða nótt með kossi. Og svo vöndust þau smám saman alveg af því. Smámsaman hættu þau að umgangast kunningja sína. Það var voðalega hart að- göngu, en þau urðu að varast að þiggja gestrisni af öðrum án endurgjalds. Henry varð að brjóta odd af oflæti sínu og taka við stöðunni hjá Dybers, þótt hann fyrirliti sjálfan sig fyrir að gera það. En þau létu alltaf eins og ekkert væri að og töluðu aldrei um peninga, svo börnin heyrðu, né rifust í nærveru þeirra. Og tækju börnin eftir því, að þau væru ekki eins ástúðleg hvort við annað eins og áð- ur fyrri, — nú, jæja, hvað þá? Foreldrar Jens Randlers bjuggu ekki einu sinni saman. ... Svefnherbergishurðinni var hrundið upp, og börnin komu þjótandi inn. Beta reif af sér hvítu húfuna og þeytti henni frá sér. Elísabet tók hana upp úr gólfinu og burstaði af henni. Þegar húfan var farin af höfðinu, hrundu allar björtu krullurnar niður um kinnar Betu. Elísa- betu fannst hún vera ljómandi falleg, en hún tók eftir því, að Beta stillti sér fyrir framan stóra búningsspegilinn og tók tvö- þrjú dansspor. Elísabetu flaug í hug, hvort Beta litla myndi ekki vera orðin heldur fullorðinsleg eftir aldri. „Mamma“, sagði Beta „ég verð að fá. loðkápu!“ Elísabet vafði morgunkjólnum betur að' sér, eins og hún fjmndi til kulda. „En Beta“, sagði hún, „hvað ætlarðu með loðkápu? Þú hefir alls enga þörf fyrir hana“. „Jú, ég hef það víst“, svaraði Beta. „Veiztu nú hvað, þú sem ekur í skól- ann og úr honum í lokuðum bíl —“ „Já, en ég þarj hennar samt“, svaraði Beta. Inga Vinberg hefir fengið loðkápu. Hún er úr gráu íkornaskinni og breið yfir axlirnar með stórrnn kraga“. Elísabetu fannst hún heyra til frú Vinberg í orðum Betu. „Og það eru loðhnappar á henni". „Er nokkuð að frakkanum þínum?" sagði Henry hörkulega og nærri því ógn- andi. Betti rak fótinn fyrirlitningarlega í svarta frakkann, sem hún hafði fleygt frá sér á stól. „Gamla tuskan sú ’arna“, sagði hún.. „Hann er frá því í fyrra“. Það hefði get- að verið hlægilegt, hve telpan ósjálfrátt apaði eftir fullorðinni stúlku, en það var nú allt annað. „Jonna Frandsen á líka að fá loðkápu. Hún segir að hún eigi að vera úr bjórskinni“. „Já, en þessvegna þarft þú ekki....“ „Jú, ég þarf þess“, sagði Beta. Svo fór hún að gráta alveg stjórnlaust. „Ég hélt annars, að þú vildir, að ég væri alveg eins fín og hinar“, sagði hún með grát- ekka. Elísabet leit til Henry’s yfir höfuðið á Betu, og Henry leit undan. Hún var svo bjargarlaus og einmana. Það var alveg vitlaust, það var henni fyllilega ljóst, — en einnig hitt, að hvernig sem fram úr því yrði ráðið, þá varð Beta að fá þessa loðkápu. „Ég skal hugsa um það“, sagði hún. Og hún var þegar farin að hugsa. Hafði mað- ur leyfi til að selja trúlofunargjöf sína

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.