Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 4
50
JÓN EIRÍKSSON
N. Kv.
eitruð hart, því örin snart
innstu hjartarætur.
þess að allir þoli hina hispurslausu frásögn
hans, þoli að flett sé ofan af f jársvikum og
„gljáfægðum hrottaskap“ manna, er þeim
eru nákomnir, jafnvel þótt nöfn þeirra
manna séu ekki nefnd, heldur aðeins sagt
hvaða stöður þeir hafi haft og lýst ýmsum
atvikum úr lífi þeirra, sem eru næg til þess,
aö þeim kunnugir menn kannast við þá.
En undarlegasta árás, sem gerð hefir verið
á Jón, vegna sögu hans, er grein, sem kom
í Morgunblaðinu rétt fyrir síðustu jól, und-
irskrifuð af fjörgamalli systur hans. Virðist
greinarhöfundur mest móðgaður yfir því,
að Jón skuli segja frá fátækt foreldra
sinna. Þegar grein þessi var lesin fyrir Jón,
þá orti hann skömmu seinna kvæði það,
sem hér fer á eftir:
í mótgangs heimi menn og víf
margs kyns stríðið heyja.
Aftur byrjar annað líf,
því allir hljóta að deyja.
Einn þótt kvíði umskiptum,
annar verður feginn.
Allir fara á endanum
einn og sama veginn.
Einum seinna, öðrum fyrr, -
áfram veginn greiðir
inn um þessar dimmu dyr,
dauðinn alla leiðir.
Meinleg örlög margan þjá,
metorð, stærilæti.
Enginn veit hver öðlast þá
æðstu tignarsæti.
Dauðs nær þokan þykk og grá
þessi lokar sundin,
hjá mörgum doka munu þá
monts og hroka pundin.
Angrar margt, nú uni eg vart
einn um svartar nætur,
Mörg önnur kvæði hefir Jón ort síðan
hann varð blindur og yrkir enn, þótt hann
sé kominn fast að níræðu. Og það sýnir
bezt hvað minnugur hann er, að kvæði
þessi man hann og les upp úr sér, þótt
mörg þeirra séu alllöng.
Jón Eiríksson er meðalmaður á hæð, en
þrekinn og sterklega byggður. Hann er
fríður sýnum, höfðinglegur og gáfulegur.
Heyrn hans er enn allgóð og ekkert er rödd
hans farin að bila, er hún skýr og karl-
mannleg. Hann er minnugur með afbrigð-
um, rökviss og skemmtilegur í viðræðum-
Hið eina, sem algerlega er bilað, er sjón
hans. Er því ekki að undra, þótt stundum
sæki þunglyndi á gamla manninn. í einu
slíku þunglyndiskasti mun ort kvæði, sem
hann kallar Karlaraup; orti hann það
árið 1939.
KARLARA UP.
Mörg er mannsins þraut og þrá,
það er gömul saga.
Eins og visið ýlustrá,
öllum vinum slitinn frá,
sit eg einn og syrgi liðna daga.
Fyrr var æfin glöð og góð,
glöggt þess nú eg kenni,
framar þá eg flestum stóð,
færði upp grjót og veggi hlóð,
nú er eg orðinn gráhært gamalmenni,
Byggði eg áður húsin há,
hjó og telgdi steina.
Ekki á mínu liði lá,
þótt launin væru fremur smá.
Sá veit bezt, er sjálfur fær að reyna.
Ýtti eg forðum öldujó
út á hafið kalda,
margan fisk úr djúpi dró,