Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Qupperneq 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Qupperneq 5
N. Kv. JÓN EIRÍKSSON 51 dreif upp segl og herti kló, oft þótt væri úfinn sjór og alda. Sigldi eg heim með fiskiföng, færði björg að landi, oft þó væri leiðin löng, lending bæði grýtt og þröng, allt fór vel og ekkert varð að grandi. Úti’ á sjó á áraknör, er mér fast í minni margs kyns svall og svaðilför, svoddan hygg eg æfikjör aegja myndu ungu kynslóðinni. Við söng og gleði sat eg títt með sveinum fram á nætur, Hfið við mér brosti blítt, Bakkus glæddi fjörið nýtt, á öllu samt eg alltaf hafði gætur. Þá var indæl æfin mín, mði fátt að meini. Á skálum glóði gómsætt vín, á glösin hellti silkilín °g brosti stundum blítt til mín í Íeyni. Nú er önnur ævin mín, eHin fast vill beygja. ^ugnaljósið óðum dvín, enginn vonarbjarmi skín, mer er sjálfsagt mál af fara að deyja. Svona líða æfiár, yndisstundir dvína. ^ Von og trú, en vinafár Verð eg bráðum kaldur nár legður o’n í líkkistuna mína. eg þar um eilíf ár, °ngum samt að tjóni, munu fella tár, °2 fæstum verða harmur sár, en allir sjálfsagt gleyma gamla Jóni. En það mun ekki fara eins og hann heldur, að allir gleymi „gamla Jóni“, og það má hann fyrst og fremst þakka sjálf- um sér og frú Elínborgu Lárusdóttur, að svo verður ekki. Bókin, „Frá liðnum árum“, verður óbrotgjarn minnisvarði. Astin. Jón Eiríksson var staddur í húsi, þar sem fólk var saman komið og rætt var um ástina, voru um hana skiptar skoðanir. Gerði hann þá þessar vísur er hér fara á eftir. Þú ert allífsins unaðar dís. Þú ert eldur, sem brennur og frýs. Þú ert bóla og blaktandi reyr. Þú ert blóm, sem fölnar og deyr. Þú ert ljós, sem í lífinu skín. Þú ert leiftur, sem kemur og dvín. Þú ert augnabliks ástríðu mynd. Þú ert auðug af dyggðum og synd. Þú ert kraftur, sem umlykur allt, þó að oft sé í heiminum kalt. Þú átt blóðug og svíðandi sár. Þú átt sorgar og gleðinnar tár. Þú ert frjóvgandi lífsorku lind. Þú ert ljósengils fegursta mynd. Þú ert mörgum til mæðu og kífs. Þú ert móðir hins jarðneska lífs. Þó að margskonar svíðandi sár, þó að sorgar og gleðinnar tár gegnum ástina mætt hafi mér, skal þó minningin lifa í þér. 7*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.