Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 16
62
FRJÁLSIR MENN
N. Kv.
stenzt hann enginn, því að hann er frá
guði. Eg reyni að stilla mig, en — hænan
valt um eins og skotin.
Öldungurinn þagnaði andartak, Svo hélt
hann áfram:
— Eg kunni ekki við að láta hana
liggja, á þessum neyðartímum, skiljið þér.
Svo að ég tók hana uþp.
— Og ázt hana, segir hinn biturlega.
— Já. Og þegar því var lokið, fór eg
hingað og fékk gistingu hjá fógetanum.
Hann vissi ekki neitt. Þetta er nú allt og
sumt.
— En þá hafið þér ekki verið hand-
tekinn. Þá eruð þér ekki fangi.
Nú heyriðst þó nokkuð þrusk handan
úr horninu, þar sem sá dimmraddaði lá.
Sennilega hefir hann setzt upp í fletinu.
Rödd hans var nú öllu ákafari en áður:
— Lofaðu mér að skýra þetta nánar.
Það lá ná þannig í þessu, að þetta var
hænan mín. Eg er nefnilega heiðarlegur
bóndi. Strax og eg varð þess var, að hæn-
an var horfin, rann mér beinlínis kalt vatn
milli skinns og hörunds. Eg tók að æpa á
konuna og krakkana — eg á níu börn —
að þau skyldu gæta að hænunni og það
strax. Og kerlingin og krakkarnir rjúka
upp til handa og fóta að leita og stökkva
og æpa, en hænan var og er horfin. Börnin
fara að hrína, en sjálfum rennur mér enn
kalt vatn milli skinns og hörunds og það
enginn smásopi beinlíns, því að þetta var
eggjahænan sjálí, hvorki meira né minna.
Skiljið þér það? Skiljið þér, að eg varð að
ná mér í nýja eggjahænu, áður en eggin
kólnuðu. Skiljið þér?
— Já, eg skil það.
— Nei, þér skiljið það ekki. Sannið þér
til: Þér skiljið það bara alls ekki. Að ég
þurfi eggjahænu, það skiljið þér. En
hversu ómögulegt það er að fá nýja eggja-
hænu hérna, — nei, það skiljið þér alls
ekki!
— Já, en þér bjugguð þó í þorpi? ....
— Já, ég bjó í þorpi, og ég bý enn í
þorpi. En hvers konar þorpi? Hvílík fá-
tækt! Hvílíkt hallæri! Hvílíkt hurigur og
eymd! Haldið þér í alvöru, að það sé álíka
auðvelt að komast yfir nýja eggjahænu í
slíku þorpi eins og að klappa á rassinn á
sér? Nei, karl minn, það er erfiðara en
jafnvel að kyssa á þann stað á sjálfum
sér! í þessum bæ sviðna fjaðraefnin á
hverjum kjúklingi í sólskininu og þurrkun-
um, svo að þeir verða upp frá því að hoppa
alstrípaðir eins og plokkuð fuglasteik allt
sitt líf! Haldið þér, lagsmaður, að það þýði
mikið að leggja slík skrímsli á egg, —-
svona beinakerlingar, skorpnar eins og
harðar skóbætur. Svona líta nú hænsnin
okkar út — og svona lítum við sjálf út,
börn og fullorðnir, — allt sama eymdin.
Bíðið þér, þángað til birtir á morgun, þá
getið þér fengið að sjá mig. En látið þér
yður ekki bylt við verða. — O, þú heilaga
guðs móðir! ....
Bóndinn kveinkaði sér við, og ég held,
að hann hafi brostið í grát. Aftur á móti
heyrðist nú ekkert framar í spörvaskytt-
unni, ekki einu sinni andardrátturinn.
Sennilega- hefir hann blygðast sín þarna
úti í horninu. — En allt í einu tók hann
til máls, öllum að óvörum, og það merki-
lega var, að hann sló nú alveg á sömu
strengi og bóndinn, og virtist beinlínis
vera að útmála þær hörmungar, sem hann
var þó sjálfur valdur að. Hann sagði:
— Nei, þér skuluð ekki halda, herra
minn, að það sé nokkur dósamatur að vera
bóndi hér. Það er ekki nóg með það, að
menn og skepnur líta út eins og fuglahræð-
ur hér í héraðinu. Þau deyja líka út. Kóler-
an er verst. Hún leikur mannfólkið grátt,
en hænsnin þó ennþá verr. Slík guðsbless-
un eins og góð eggjahæna fyrirfinnst ekki
á hverju strái hér um slóðir. Nei, nei, þú
heilaga guðsmóðir!
— Þér megið trúa því, að við sveittumst
blóðinu að finna hana, hélt bóndinn áfraru-